Landið mitt góða Haraldur F. Gíslason skrifar 3. maí 2011 06:00 Ég bý í stórkostlegu landi. Hér er hreint loft, drykkjarhæft vatn úr krananum, náttúruauðlindir sem fáar þjóðir geta státað sig af og frábært veður. Nei, glens í mér. Veðrið er ekkert frábært. Veður hefur samt aldrei haft mikil áhrif á mig. Veður er bara veður, þú breytir því ekkert. Vissulega er gaman að hafa sól og blíðu en samt ekki alltaf. Ég hef farið í sólarlandaferðir og alltaf finnst mér jafn óþægilegt að geta ekki opnað gluggann og fundið svalan vind leika um mig. Mér finnst gott að lenda í Keflavík í suðsuðaustan sódavatni og finna rigninguna berja andlitið. Þannig er Ísland, við breytum því ekki. Það er samt fullt af hlutum á Íslandi sem við getum breytt. Þar er ekki allt í lagi hvernig við skiptum piztsunni. Mig langaði ekki að nota orðið „þjóðarkaka“, það er eitthvað svo mikil pólitík í því. Samt er pitsa ekki beint þjóðlegur matur en það er reyndar kaka ekki heldur. Það er ekki í lagi að fiskiprinsar séu í skrúfusleik við sjálfan sig. Þeir ætla að ráða því áfram hvernig pitsunni er skipt. Fiskipitsa er ekki vinsæl á Íslandi í dag. Það eru ekki margir sem panta hana. Fiskiprinsar leita nú allra leiða til að halda sinni stóru sneið af pitsunni. Það er svo sem ekkert erfitt að setja sig í spor þeirra. Það langar engan að taka strætó þegar hann getur ferðast um á þyrlum, og þó. Margir segja að fiskiprinsar eigi allt áleggið á pitsunni og þess vegna fái þeir stærstu sneiðina. Samt sækja þeir ekki áleggið sjálfir heldur láta sæhetjur um áleggssöfnunina. Sæhetjur eru hörkunaglar, ég fíla sæhetjur. Það er ekki í lagi að leikskólakennarar fái bara rétt að narta í skorpuna á pitsunni. Sumir segja að leikskólakennarar skapi engin verðmæti. Það er heimskulegt tal. Góður leikskólakennari getur skapað meiri verðmæti á starfsævi sinni en fiskiprins getur nokkurn tímann dreymt um. Leikskólakennari er með beinan aðgang að einstaklingi á mest mótandi tíma ævi hans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Stundum hendir sæhetja litlum fiskum í sjóinn því að fiskiprinsar fá meiri pening fyrir stóra fiska. Það er kallað brottkast. Leikskólakennari fær jafn lítinn pening fyrir stóran einstakling og lítinn einstakling. Allir einstaklingar eru honum jafn verðmætir. Stundum neyðist góður leikskólakennari til að finna sér annan starfsvettvang vegna þess að hann getur ekki keypt fisk fyrir launin sem hann fær fyrir að kenna öllum jafn verðmætu einstaklingunum. Það er kallað brottfall. Nú fer í hönd tími þar sem leikskólakennarar ætla að berjast með kjafti og klóm gegn brottfalli. Við erum búin að fá nóg af innihaldslausum upphrópunum um mikilvægi okkar. Við viljum að mikilvægi okkar verði metið eftir því hversu mikinn fisk við getum keypt um hver mánaðamót. Við erum mjög sanngjörn í okkar kröfum. Leikskólakennarar hafa dregist aftur úr öðrum stéttum með svipaða menntun. Það verðum við að laga og það strax, annars verður mikið brottfall úr stéttinni og því megum við alls ekki við. Við biðjum um stuðning ykkar kæra þjóð. Hvernig landi viljum við búa í? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bý í stórkostlegu landi. Hér er hreint loft, drykkjarhæft vatn úr krananum, náttúruauðlindir sem fáar þjóðir geta státað sig af og frábært veður. Nei, glens í mér. Veðrið er ekkert frábært. Veður hefur samt aldrei haft mikil áhrif á mig. Veður er bara veður, þú breytir því ekkert. Vissulega er gaman að hafa sól og blíðu en samt ekki alltaf. Ég hef farið í sólarlandaferðir og alltaf finnst mér jafn óþægilegt að geta ekki opnað gluggann og fundið svalan vind leika um mig. Mér finnst gott að lenda í Keflavík í suðsuðaustan sódavatni og finna rigninguna berja andlitið. Þannig er Ísland, við breytum því ekki. Það er samt fullt af hlutum á Íslandi sem við getum breytt. Þar er ekki allt í lagi hvernig við skiptum piztsunni. Mig langaði ekki að nota orðið „þjóðarkaka“, það er eitthvað svo mikil pólitík í því. Samt er pitsa ekki beint þjóðlegur matur en það er reyndar kaka ekki heldur. Það er ekki í lagi að fiskiprinsar séu í skrúfusleik við sjálfan sig. Þeir ætla að ráða því áfram hvernig pitsunni er skipt. Fiskipitsa er ekki vinsæl á Íslandi í dag. Það eru ekki margir sem panta hana. Fiskiprinsar leita nú allra leiða til að halda sinni stóru sneið af pitsunni. Það er svo sem ekkert erfitt að setja sig í spor þeirra. Það langar engan að taka strætó þegar hann getur ferðast um á þyrlum, og þó. Margir segja að fiskiprinsar eigi allt áleggið á pitsunni og þess vegna fái þeir stærstu sneiðina. Samt sækja þeir ekki áleggið sjálfir heldur láta sæhetjur um áleggssöfnunina. Sæhetjur eru hörkunaglar, ég fíla sæhetjur. Það er ekki í lagi að leikskólakennarar fái bara rétt að narta í skorpuna á pitsunni. Sumir segja að leikskólakennarar skapi engin verðmæti. Það er heimskulegt tal. Góður leikskólakennari getur skapað meiri verðmæti á starfsævi sinni en fiskiprins getur nokkurn tímann dreymt um. Leikskólakennari er með beinan aðgang að einstaklingi á mest mótandi tíma ævi hans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Stundum hendir sæhetja litlum fiskum í sjóinn því að fiskiprinsar fá meiri pening fyrir stóra fiska. Það er kallað brottkast. Leikskólakennari fær jafn lítinn pening fyrir stóran einstakling og lítinn einstakling. Allir einstaklingar eru honum jafn verðmætir. Stundum neyðist góður leikskólakennari til að finna sér annan starfsvettvang vegna þess að hann getur ekki keypt fisk fyrir launin sem hann fær fyrir að kenna öllum jafn verðmætu einstaklingunum. Það er kallað brottfall. Nú fer í hönd tími þar sem leikskólakennarar ætla að berjast með kjafti og klóm gegn brottfalli. Við erum búin að fá nóg af innihaldslausum upphrópunum um mikilvægi okkar. Við viljum að mikilvægi okkar verði metið eftir því hversu mikinn fisk við getum keypt um hver mánaðamót. Við erum mjög sanngjörn í okkar kröfum. Leikskólakennarar hafa dregist aftur úr öðrum stéttum með svipaða menntun. Það verðum við að laga og það strax, annars verður mikið brottfall úr stéttinni og því megum við alls ekki við. Við biðjum um stuðning ykkar kæra þjóð. Hvernig landi viljum við búa í?
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun