Aerosmith tekur upp 9. júní 2011 08:00 Ný plata á leiðinni Steven Tyler og félagar í Aerosmith taka upp nýtt efni í næsta mánuði. Rokksveitin Aerosmith er á leið í hljóðver í næsta mánuði. Liðsmenn sveitarinnar hyggjast taka upp nýja plötu, en sú síðasta, Honkin‘ on Bobo, kom út árið 2004. Gítarleikarinn Joe Perry staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni. „Öll hljómsveitin er á leið í hljóðver með Jack Douglas í annarri viku júlí til að vinna að nýrri Aerosmith-plötu,“ skrifaði Perry, en umræddur Jack Douglas stýrir upptökum á plötunni. Platan verður fimmtánda hljóðversplata Aerosmith. Upptökur hafa margoft tafist vegna heilsu meðlima, tónleikaferða og óvissu um mannaskipan. Í fyrra voru háværar sögusagnir þess efnis að söngvarinn Steven Tyler ætlaði að hætta í hljómsveitinni. Þær reyndust á endanum ekki á rökum reistar og sveitin tróð upp á Download-tónlistarhátíðinni með hann í fararbroddi. Undanfarið hefur seta hans í dómarasæti í American Idol tafið upptökurnar. Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rokksveitin Aerosmith er á leið í hljóðver í næsta mánuði. Liðsmenn sveitarinnar hyggjast taka upp nýja plötu, en sú síðasta, Honkin‘ on Bobo, kom út árið 2004. Gítarleikarinn Joe Perry staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni. „Öll hljómsveitin er á leið í hljóðver með Jack Douglas í annarri viku júlí til að vinna að nýrri Aerosmith-plötu,“ skrifaði Perry, en umræddur Jack Douglas stýrir upptökum á plötunni. Platan verður fimmtánda hljóðversplata Aerosmith. Upptökur hafa margoft tafist vegna heilsu meðlima, tónleikaferða og óvissu um mannaskipan. Í fyrra voru háværar sögusagnir þess efnis að söngvarinn Steven Tyler ætlaði að hætta í hljómsveitinni. Þær reyndust á endanum ekki á rökum reistar og sveitin tróð upp á Download-tónlistarhátíðinni með hann í fararbroddi. Undanfarið hefur seta hans í dómarasæti í American Idol tafið upptökurnar.
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira