Hugleiðingar um grísku efnahagskreppuna, ESB og Evruna Mikael Mikaelsson skrifar 15. júlí 2011 06:00 Á síðustu tveimur árum hefur tiltrú alþjóðlegra fjármálamarkaða á gríska hagkerfinu fjarað hratt út, með þeim afleiðingum að viðskipti á grískum skuldabréfum hafa hrunið, sem síðan hefur leitt til þess að gríska ríkið hefur ekki getað endurfjármagnað lán sín. Skuldir gríska ríkisins telja nú um 160% af vergri þjóðarframleiðslu, samdráttur síðasta árs var um 4.5% (spáð 3.75% í ár) og atvinnuleysi mælist nú í kringum 16%. Á undanförnum vikum hefur gríska ríkisstjórnin verið undir miklum þrýstingi frá Evrópusambandinu (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) að þiggja nýjan björgunarpakka, eða lán sem nemur um 120 billjónum evra, en þessi upphæð mun leggjast ofan á 110 billjóna evra skuld frá fyrrum björgunarpakka sem byrjað var að úthluta á síðasta ári. Nýverið vann George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, þann mikilvæga pólitíska sigur að koma niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar í gegnum þingið, enda voru þessar „aðhaldsaðgerðir" einn af meginskilmálum fyrir björgunarpakkanum. Hins vegar hafa vaknað efasemdir um hvort þessar gríðarlegu lánveitingar og niðurskurðartillögur eiga eftir að leiða til efnahagsbata í Grikklandi eða hreinlega eftir að gera efnahagsástandið enn verra. Þegar litið er til fortíðar á áhrif svipaðra efnahagsáætlana AGS á önnur lönd á borð við Argentínu snemma á síðasta áratug eða undanfarið á Lettland þar sem atvinnuleysi hefur náð 22% (þökk sé aðgerðaráætlun AGS), sýnist manni að síðari möguleikinn sé líklegri.Misheppnuð efnahagsáætlun Staðfestan hjá ESB og AGS að halda til streitu miður góðri efnahagsáætlun sem ber með sér nákvæmlega engar vísbendingar um árangur, hlýtur að teljast aðdáunarverð, ofan á það að vera skaðleg. Markmiðið með þessum nýja björgunarpakka (líkt og með þeim fyrri) er að gera grískum stjórnvöldum kleift að standa undir lánafyrirgreiðslum síðar í þessum mánuði og þar með sporna gegn greiðsluþroti, sem fulltrúar ESB og AGS óttast að muni smitast yfir til annarra evruþjóða (t.d. Portúgals, Spánar og Írlands) og þar með stefna myntbandalagi evrunnar í voða. Vonin liggur í þeirri hugmynd að þessi björgunarpakki muni ná að framfleyta gríska hagkerfinu, sem og styrkja tiltrú erlendra fjárfesta á hagkerfi evrusvæðisins fram til ársins 2013, þegar nýr og varanlegur björgunarsjóður verður settur á laggirnar af ESB. En þá vakna tvær spurningar; í fyrsta lagi, hvað gerist ef Grikkland lendir í greiðsluþroti fyrir þann tíma með enn hærri skuldir á herðum sínum? Og í öðru lagi, ef ESB tekst ætlunarverk sitt að halda gríska hagkerfinu uppi á auknu lánsfé til 2013, hversu miklu fjármagni frá evrópskum almenningi skal sólunda til þess eins að halda uppi misheppnuðu myntbandalagi sem fjölþjóðleg evrópsk stórfyrirtæki hagnast mest á? Það er hulin ráðgáta hvers vegna fulltrúar ESB ríkjanna telja að þessi síðari björgunarpakki til Grikkja eigi eftir að skila meiri árangri en fyrri björgunarpakkinn sem átti að þjóna sama tilgangi, þ.e. að mynda langvarandi stöðugleika á evrópskum skuldabréfamarkaði. Þó svo að þessi björgunarpakki sé líklegur til að skapa einhvern tímabundinn stöðugleika á evrópskum fjármálamörkuðum, er illskiljanlegt hvernig efnahagi þjóðar sem á við gífurlegan skuldavanda að stríða, ásamt slæmri greiðslugetu, verði bjargað með því að auka á skuldir hennar og það með svívirðilega háum vöxtum sem einir og sér nema um 6.6% af þjóðarframleiðslu (en búist er við að þessi tala fari yfir 8.5% fyrir 2014). Skilmálarnir fyrir fyrri björgunarpakkanum fólu meðal annars í sér niðurskurð í ríkisútgjöldum upp á hátt í 30 billjónir evra (eða um heil 13% af þjóðarframleiðslu), skattahækkanir, endurskipulagningu og umbætur á almannaþjónustu og velferðarkerfinu í heild, ásamt sölu á eignum ríkisins. En þess má geta að tekið var fram að grískum stjórnvöldum var á sama tíma meinað að skera niður útgjöld til vopnaviðskipta við Þýskaland og Frakkland. Þessi efnahagsáætlun var athyglisverð á sínum tíma í ljósi þess að flest þau lönd sem höfðu náð árangri við að koma sér út úr kreppunni, brugðust við með því að auka opinber útgjöld til að draga úr áhrifum samdráttar einkageirans á samfélagið skv. hagfræðilögmálum J. M. Keynes (en Bretar eru eimmitt þessa stundina að súpa seyðið af því að hafa farið öfuga leið). Nú hefur komið í ljós að þessi svokallaði „björgunarpakki" ásamt þeim niðurskurðaraðgerðum sem fylgdu í kjölfarið, hefur einungis aukið skuldaálag Grikklands og steypt þjóðinni enn lengra inn í kreppu. Engu að síður fela skilmálar fyrir nýja björgunarpakkanum í sér enn frekari niðurskurð á velferðarkerfinu og skattahækkanir, samtals upp á 40 billjónir evra, og einkavæðingu á ríkisrekinni starfsemi upp á 50 billjónir evra. Þrátt fyrir að róttækar umbætur á opinberum rekstri og á velferðarkerfinu séu óhjákvæmilegar (og í raun nauðsynlegar), á þessi miskunnarlausi niðurskurður eftir að smækka efnahag Grikklands enn frekar, auka enn á atvinnuleysi, og þar með dýpka kreppuna enn fremur. Auk þess eiga lánsvextirnir af þessum björgunarpökkum eftir að skaða grískan efnahag enn meir, og gerir það næstum ómögulegt fyrir Grikki að greiða upp skuldir sínar. Jafnvel þó að grísk stjórnvöld hafi kosið að fara þá leið sem ESB og AGS mæltu fyrir, þá voru þau í mun betri samningsstöðu til að berjast fyrir lægri vöxtum þar sem að stöðugleiki grísks efnahags var jafnmikið í þágu ESB og sjálfra Grikkja (til að mynda er stór hluti af ríkissjóði Þýskalands bundinn í evrópskum skuldabréfum). Tilgangur þessarar efnahagsáætlunar AGS ku vera til að stuðla að hækkun atvinnuleysis sem leiðir til kjaraskerðingar og verðlækkunar, sem myndi auka samkeppnishæfni og mögulega styrkja stoðir einkaframtaksins. Vandinn er sá að Grikkland hefur aldrei verið mikil útflutningsþjóð og í raun hefur ganga Grikklands í ESB jafnvel dregið úr sölu eigin landbúnaðarvara (vegna ódýrari vara frá öðrum ESB þjóðum). Auk þess sem sú hugdetta að einhver sterkur einkageiri sem hefur aldrei átt tilvist í sögu Grikklands muni rísa yfir nóttu til að geta tekið við hlutverki hins opinbera á vinnumarkaði og framlag þess til hagkerfisins (sem nemur um 40% af vergri þjóðarframleiðslu), er hreinlega barnaleg. Til að bæta gráu ofan á svart hafa matsfyrirtæki á borð við Standar & Poor og Fitch Ratings nú nýlega gefið til kynna að frekari lánalengingar til grískra stjórnvalda myndu leiða til lækkunar á lánshæfismati. Svo virðist sem fulltrúar ESB og AGS séu meira drifnir af pólitískum ávinningum frekar en hagfræðilegri skynsemi, og beri meiri umhyggju fyrir lánardrottnum grískra stjórnvalda, en grískum almenningi. Einnig er það augljóst að verið er að fórna grískum almenningi til að halda uppi evrópsku myntbandalagi sem á sér mjög óstöðuga framtíð, sem og heilindum siðspillts fjármálakerfis sem ríkir í Evrópu.Veikleikar evrunnar Fulltrúar ESB ríkjanna hafa undanfarið þrjóskast við að endurmeta viðhorf sitt í garð evrubandalagsins í ljósi þeirrar kreppu sem steðjar að svokölluðu PIGS ríkjunum (þ.e. Portúgal, Írlandi, Grikklandi og Spáni), og þá sérstaklega nú þegar vandkvæði í efnahagi lítillar Evrópuþjóðar ógnar myntbandalaginu í heild sinni. Hugmyndin á bak við sameinað evrópskt myntsvæði er alls ekki ný af nálinni. Frakkland, Belgía, Ítalía, Sviss og Grikkland mynduðu myntbandalag árið 1865 (tengt við verðgildi gulls og silfurs), og síðan Skandinavíuþjóðirnar árið 1873 (út frá gengi dönsku krónunnar). Báðar þessar tilraunir til að tengja saman gjaldeyri mismunandi hagkerfa misheppnuðust, og því má spyrja hvort einhver grundvöllur hafi verið til staðar fyrir því að slíkt uppi á teningnum í þetta sinn. Sumir hagsmunaaðilar hafa haldið því fram að stór sameinuð efnahagssvæði myndu hljóta ávinning af meiri hagvexti, en sönnunarbyrði þessarar hugmyndar er fremur veik þegar litið er til Bandaríkjanna og Evrópu. Sú forsenda að sömu stýrivextir gætu verið notaðir þvert yfir hin ólíku hagkerfi evrusvæðisins, hefur einnig lengi verið rót ákveðinna efasemda um langvarandi tilvist slíks myntbandalags. Sameiginlegir stýrivextir, sem að venju hafa verið hafðir lágir í þágu Evrópuþjóða með mikla útflutningsgetu (á borð við Þýskaland), voru ætíð ákveðin verðbólguógn fyrir hagkerfi á borð við Grikkland sem voru í hröðum vexti. Til dæmis, að svo stöddu geta grísk stjórnvöld ekki lækkað stýrivexti eða gengi gjaldeyris eftir hentugleika til að örva eigin hagvöxt vegna veru þess í myntbandalaginu. Til að auðvelda skilvirkni myntbandalagsins er í raun þörf á sameiginlegu evrópsku fjármálaráðuneyti, sem gæti veitt myntbandalaginu aðhald og sveigjanleika með því að endurdreifa fjármagni á milli landsvæða, haft umsjón með sameiginlegri skattlagningu og samræmt fjárlög á milli landa. Með öðrum orðum myndi árangursríkt evrumyntbandalag krefjast mun meiri samruna á milli Evrópuþjóða, en evrópskur almenningur hefur hug á (en vilji evrópsks almennings hefur ekki alltaf verið hafður í hávegum innan ESB). Eflaust liggur stór hluti þess vanda sem evrulöndin reyna nú að kljást við, í því að hvorki hafi verið nægjanlegt samræmi né samþætting á milli hagkerfa evrusvæðisins. Þetta hefur þó ekki breytt framferði margra stjórnmálamanna innan ESB sem reyna að gera grísku þjóðina að blóraböggli fyrir þær ófarir sem nú steðja að myntbandalaginu. Vissulega hafa þeir eitthvað til sín máls, enda eru flestir meðvitaðir um að seinustu ríkisstjórnir Grikklands höfðu fiktað í eigin bókhaldi (með aðstoð bandaríska fjármálafyrirtækisins Goldman & Sachs) og um langt skeið gefið upp blekkjandi tölfræði um útgjöld og skuldir gríska ríkisins til fjármálastofnana ESB og AGS. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að myntbandalag evrunnar var stofnað af mikilli hvatvísi, og einkenndist af slæmu eftirliti á hagtölum aðildarþjóða, ásamt óskýrum refsiákvæðum, en auk þess lá ekki fyrir ein einasta aðgerðaáætlun við því ef alþjóðleg kreppa skylli á, eins og varð raunin. Auk þess sem sum skilyrði til inngöngu í evrubandalagið varðandi skuldir ríkissjóða, voru afnumin í kjölfar evrópsku gjaldeyriskreppunnar, hreinlega til þess að myntbandalagið gæti verið stofnað sem fyrst. Einnig voru margar vísbendingar frá upphafi um að staða efnahagsmála í Grikklandi væri ekki eins hrein og hvít, eins og grískir stjórnmálamenn létu í veðri vaka. Hins vegar var því gefinn lítill gaumur, þar sem búist var við því að önnur evruríki gætu tekið við skellinum ef mögulegar efnahagshremmingar gengju á hjá Grikkjum. Mikill þrýstingur var um stofnun slíks myntbandalags fyrr en síðar, frá þrýstihópum og hagsmunasamtökum evrópskra stórfyrirtækja á borð við Samtök fyrir Myntbandalag Evrópu og hið svokallaða Hringborð evrópskra iðnrekenda. Einnig græddu áhrifamiklar Evrópuþjóðir eins og Þýskaland mikið á þessu fyrirkomulagi, þar sem lágir stýrivextir leiddu til hagkvæms útflutnings Þjóðverja, en á sama tíma leiddu veikleikar annara evrópskra hagkerfa á borð við Grikklands til aukinnar lánatöku frá fjárfestingabönkum í sterkari Evrópulöndum (þar á meðal Þýskum bönkum). Í stuttu máli var það algengt fyrirkomulag að Grikkir stunduðu verslun með þýskar vörur með lánum frá þýskum bönkum.Stór hluti vandans liggur í innviðum grísks samfélags Sú mikla alda mótmæla og verkfalla sem hefur að undanförnu gengið yfir Aþenu, Þessalóniku og aðrar grískar borgir, hefur eflaust farið framhjá fáum, en í sumum tilfellum hafa mótmælin leitt til óeirða og skemmdarverka (skemmdir frá mótmælum síðustu viku nema til dæmis 500 milljónum evra). Þessi gremja og reiði Grikkja er að mörgu leyti skiljanleg. Grikkir eru tilneyddir til að taka á sig gríðarlega skerðingu á kjörum og velferð, á sama tíma og grískir embættismenn og annað hálaunað fólk hefur tekið á sig litla sem enga skerðingu á launum eða hlunnindum. Ofan á þessa myrku tíma sem blasa við grísku þjóðinni, er sú tilhugsun að henni er þvingað í þessa lífskjaraskerðingu af erlendum stjórnmálamönnum og alþjóðlegum fjármálastofnunum (þ.e.a.s. AGS, Evrópska seðlabankanum o.fl.), stór biti að kyngja fyrir grískan almenning. Hins vegar kann það að vera að einn stærsti vandi Grikkja felist í því að fæstir þeirra eru reiðubúnir til að horfast í augu við þá staðreynd að þeir beri sjálfir að miklu leyti ábyrgð á sinni eigin ógæfu. Jafnvel þó að margar aðrar Evrópuþjóðir hafi verið (og eru enn) að ganga í gegnum erfiða krepputíma, er efnahagskreppan í Grikklandi af ólíkum toga en segjum hjá okkur Íslendingum eða Írum. Kreppan á Íslandi og Írlandi varð að mestu leyti til vegna ofþenslu beggja hagkerfa sem varð fyrir tilstilli ábyrgðarlausra og spilltra fjármálafyrirtækja, sem þrifust í skjóli regluleysis nýfrjálshyggjunnar, vanhæfra ríkisstjórna ( en einnig fjármálaeftirlits og seðlabanka) og sinnuleysi almennings. Meginorsök grísku efnahagskreppunnar liggur hins vegar í hinni rándýru og óskilvirku sósíalísku kerfisuppbyggingu hins opinbera (sem var að mörgu leyti stofnuð af Andreas Papandreou, föður núverandi forsætisráðherra Grikklands), ásamt þeirri rótgrónu spillingu sem þrífst á öllum stigum samfélagsins. Ekki er heldur til bóta að grískt lýðræði stendur á brauðfótum, þar sem tvær valdamestu fjölskyldur Grikklands, Karamanlis og Papandreou fjölskyldurnar, hafa deilt með sér völdum í grískri ríkisstjórn frá falli herforingjastjórnarinnar árið 1974, undir merkjum hægrisinnaða New Democratic (ND) flokksins og jafnaðarmannaflokksins Panhellenic Socialist Movement (PASOK). Grískur almenningur hefur lengi vel sætt sig við lifa við þessa spillingu, vegna þeirra þæginda og velferðar sem var til staðar, ómeðvitaður þó um kostnaðinn. Eyðslufyllerí síðustu ríkisstjórna Grikklands voru möguleg vegna hins auðvelda aðgengis að lánsfjármagni sem fylgdi því að vera aðili að evrumyntbandalaginu, en til að mynda er talið að Ólympíuleikarnir í Aþenu (2004) sem fóru langt yfir fjárhagsáætlun, hafi kostað hátt í 27 billjónir evra (í sbr. við áætlaðar 5,5 billjónir). Ríkisrekstur á Grikklandi er einn sá dýrasti, en að sama skapi, óskilvirkasti í Evrópu. Gríska ríkisrekna lestarkerfið hefur til dæmis verið rekið með stórtapi (um 347 milljónir evra í fyrra) síðastliðin ár, á meðan lestarkerfi í öðrum Evrópuríkjum eru að öllu jöfnu rekin með hagnaði (t.d. í Frakkland og Þýskalandi) eða á sléttu (t.d. á Ítalíu). Opinberir starfsmenn eru oft á tíðum betur launaðir en starfsbræður þeirra í einkageiranum, og vegna þess tangarhalds sem verkalýðsfélögin hafa á stjórnvöldum hefur verið nánast ómögulegt að reka opinbera starfsmenn. Af þeim ástæðum hafa margir opinberir starfsmenn litla ástæðu til að sinna störfum sínum vel, auk þess sem lítið jafnvægi ríkir á milli framboðs og eftirspurnar í opinberri þjónustu. Eftirlaunakerfið í Grikklandi er eitt það örlátasta í Evrópu og mun verða til meiri trafala er meðalaldur Grikkja hækkar. Algengt er að fólk fari snemma eftir fertugt á eftirlaun, en ungar einhleypar konur geta meðal annars farið snemma á eftirlaun í kjölfar barneigna (einhverra hluta vegna er grískum stúlkum ekki treystandi fyrir starfsframa ef þær eiga börn). Skattaflótti og spilling eru einnig hluti af daglegu brauði í Grikklandi, en samkvæmt sumum tölum frá skattayfirvöldum þar, stinga yfir um 90% af hátekjufólki undan skatti (en mútuþægni er einnig algeng hjá skattayfirvöldum), og er áætlað að undanskot frá skatti kosti gríska ríkið um 15 billjónir evra árlega. En svonefnt svartahagkerfi (shadow economy) telur um 25% af gríska hagkerfinu (til sbr. 11,8% í Frakklandi, 7% í Bandaríkjunum). Auk þess sem mikil mútuþægni, fjárdráttur og vinaráðningar (t.d. innan heilbrigðis- og menntakerfisins) eiga veigamikinn þátt í afkastalitlu samfélagi. Á meðan mótmæli Grikkja gagnvart miskunnarlausum niðurskurði stjórnvalda eru réttlætanleg, má velta því fyrir sér hvort grískur almenningur muni berjast gegn þeim umbótum sem eru þjóðinni nauðsynleg.Lausn í sjónmáli? Af ofantöldu að dæma gefur auga leið að umfangsmiklar umbætur á opinberu regluverki og ríkisrekstri, sem myndu skila sér í meiri skilvirkni og gegnsæi, eru nauðsynlegar til þess að Grikkir geti búið í sjálfbæru og sanngjörnu samfélagi. En grísk stjórnvöld verða einnig að koma á laggirnar sterku eftirlitskerfi til að takast á við þann gríðarlega fjölda skattsvika og flótta sem eyðileggur samfélagið innan frá. Sú áskorun bíður grískra stjórnvalda að koma grískum almenningi í skilning um að sá lifnaðarháttur sem hann hefur búið við síðastliðna tvo áratugi, og var fjármagnaður með auðfengnum lánum, heyrir sögunni til, og að grísk samfélagsskipan þarfnast umfangsmikilla umbóta. Engu að síður er mikilvægt að grísk stjórnvöld skilji að á meðan efnahags- og samfélagslegar umbætur þurfa að vera í forgangi, mun blindur niðurskurður og óhófleg kjaraskerðing einungis ýta Grikklandi enn dýpra inn í kreppuna. Samfélagslegar umbætur munu hins vegar duga skammt einar og sér til að koma grísku þjóðinni út úr skuldasúpunni. Því fyrr sem ESB og AGS opna augun fyrir þeirri staðreynd að Grikkland muni aldrei getað borgað skuldir sínar í núverandi mynd, því betra. Afskriftir á stórum hluta skuldarinnar munu líklega vera nauðsynlegar til að Grikkland hafi greiðslugetu til að ráða við hana og geti rétt úr kútnum, en gagngerar umbætur á opinberum rekstri, fullt átak gegn skattsvikum og svörtum vinnumarkaði, og hægvinn einkavæðing á einhverri opinberri þjónustu, gætu verið sanngjarnir skilmálar fyrir slíkri niðurfellingu skulda, og myndu mögulega auka tiltrú fjárfesta á grísku hagkerfi til lengri tíma. Mikill fjöldi grískra ríkisskuldabréfa er í eigu grískra banka (þ.e. National Bank of Greece, Piraeus Bank og Alpha Bank), en aðrar evrópskar fjármálastofnanir, sem eiga fé bundið í grískum skuldabréfum (þ.á.m. Commerzbank, Société Générale, Deutchebank o.fl.), ættu á þessum tímapunkti að tekið á sig fjármagnstapið af slíkri skuldaniðurfellingu. Í raun hafa margar raddir innan ESB ýjað að því að niðurfelling skulda hjá Grikkjum sé í raun óhjákvæmileg, því sýnast þessar lánveitingar ESB og AGS vera fremur tilgangslausar nema til þess eins að fá evrópska skattgreiðendur til að greiða fyrir skuldir grískra stjórnvalda, og þar með forða lánardrottnum Grikkja (þ.e. evrópskum fjármálafyrirtækjum og tryggingafélögum) frá mögulegu fjármagnstapi. Annar valmöguleiki er að leyfa Grikklandi að fara í greiðsluþrot og mögulega út úr evrumyntbandalaginu, sem á þessum tímapunkti virðist geta verið skárri kostur en sú leið sem gríska ríkisstjórnin hefur kosið hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á síðustu tveimur árum hefur tiltrú alþjóðlegra fjármálamarkaða á gríska hagkerfinu fjarað hratt út, með þeim afleiðingum að viðskipti á grískum skuldabréfum hafa hrunið, sem síðan hefur leitt til þess að gríska ríkið hefur ekki getað endurfjármagnað lán sín. Skuldir gríska ríkisins telja nú um 160% af vergri þjóðarframleiðslu, samdráttur síðasta árs var um 4.5% (spáð 3.75% í ár) og atvinnuleysi mælist nú í kringum 16%. Á undanförnum vikum hefur gríska ríkisstjórnin verið undir miklum þrýstingi frá Evrópusambandinu (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) að þiggja nýjan björgunarpakka, eða lán sem nemur um 120 billjónum evra, en þessi upphæð mun leggjast ofan á 110 billjóna evra skuld frá fyrrum björgunarpakka sem byrjað var að úthluta á síðasta ári. Nýverið vann George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, þann mikilvæga pólitíska sigur að koma niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar í gegnum þingið, enda voru þessar „aðhaldsaðgerðir" einn af meginskilmálum fyrir björgunarpakkanum. Hins vegar hafa vaknað efasemdir um hvort þessar gríðarlegu lánveitingar og niðurskurðartillögur eiga eftir að leiða til efnahagsbata í Grikklandi eða hreinlega eftir að gera efnahagsástandið enn verra. Þegar litið er til fortíðar á áhrif svipaðra efnahagsáætlana AGS á önnur lönd á borð við Argentínu snemma á síðasta áratug eða undanfarið á Lettland þar sem atvinnuleysi hefur náð 22% (þökk sé aðgerðaráætlun AGS), sýnist manni að síðari möguleikinn sé líklegri.Misheppnuð efnahagsáætlun Staðfestan hjá ESB og AGS að halda til streitu miður góðri efnahagsáætlun sem ber með sér nákvæmlega engar vísbendingar um árangur, hlýtur að teljast aðdáunarverð, ofan á það að vera skaðleg. Markmiðið með þessum nýja björgunarpakka (líkt og með þeim fyrri) er að gera grískum stjórnvöldum kleift að standa undir lánafyrirgreiðslum síðar í þessum mánuði og þar með sporna gegn greiðsluþroti, sem fulltrúar ESB og AGS óttast að muni smitast yfir til annarra evruþjóða (t.d. Portúgals, Spánar og Írlands) og þar með stefna myntbandalagi evrunnar í voða. Vonin liggur í þeirri hugmynd að þessi björgunarpakki muni ná að framfleyta gríska hagkerfinu, sem og styrkja tiltrú erlendra fjárfesta á hagkerfi evrusvæðisins fram til ársins 2013, þegar nýr og varanlegur björgunarsjóður verður settur á laggirnar af ESB. En þá vakna tvær spurningar; í fyrsta lagi, hvað gerist ef Grikkland lendir í greiðsluþroti fyrir þann tíma með enn hærri skuldir á herðum sínum? Og í öðru lagi, ef ESB tekst ætlunarverk sitt að halda gríska hagkerfinu uppi á auknu lánsfé til 2013, hversu miklu fjármagni frá evrópskum almenningi skal sólunda til þess eins að halda uppi misheppnuðu myntbandalagi sem fjölþjóðleg evrópsk stórfyrirtæki hagnast mest á? Það er hulin ráðgáta hvers vegna fulltrúar ESB ríkjanna telja að þessi síðari björgunarpakki til Grikkja eigi eftir að skila meiri árangri en fyrri björgunarpakkinn sem átti að þjóna sama tilgangi, þ.e. að mynda langvarandi stöðugleika á evrópskum skuldabréfamarkaði. Þó svo að þessi björgunarpakki sé líklegur til að skapa einhvern tímabundinn stöðugleika á evrópskum fjármálamörkuðum, er illskiljanlegt hvernig efnahagi þjóðar sem á við gífurlegan skuldavanda að stríða, ásamt slæmri greiðslugetu, verði bjargað með því að auka á skuldir hennar og það með svívirðilega háum vöxtum sem einir og sér nema um 6.6% af þjóðarframleiðslu (en búist er við að þessi tala fari yfir 8.5% fyrir 2014). Skilmálarnir fyrir fyrri björgunarpakkanum fólu meðal annars í sér niðurskurð í ríkisútgjöldum upp á hátt í 30 billjónir evra (eða um heil 13% af þjóðarframleiðslu), skattahækkanir, endurskipulagningu og umbætur á almannaþjónustu og velferðarkerfinu í heild, ásamt sölu á eignum ríkisins. En þess má geta að tekið var fram að grískum stjórnvöldum var á sama tíma meinað að skera niður útgjöld til vopnaviðskipta við Þýskaland og Frakkland. Þessi efnahagsáætlun var athyglisverð á sínum tíma í ljósi þess að flest þau lönd sem höfðu náð árangri við að koma sér út úr kreppunni, brugðust við með því að auka opinber útgjöld til að draga úr áhrifum samdráttar einkageirans á samfélagið skv. hagfræðilögmálum J. M. Keynes (en Bretar eru eimmitt þessa stundina að súpa seyðið af því að hafa farið öfuga leið). Nú hefur komið í ljós að þessi svokallaði „björgunarpakki" ásamt þeim niðurskurðaraðgerðum sem fylgdu í kjölfarið, hefur einungis aukið skuldaálag Grikklands og steypt þjóðinni enn lengra inn í kreppu. Engu að síður fela skilmálar fyrir nýja björgunarpakkanum í sér enn frekari niðurskurð á velferðarkerfinu og skattahækkanir, samtals upp á 40 billjónir evra, og einkavæðingu á ríkisrekinni starfsemi upp á 50 billjónir evra. Þrátt fyrir að róttækar umbætur á opinberum rekstri og á velferðarkerfinu séu óhjákvæmilegar (og í raun nauðsynlegar), á þessi miskunnarlausi niðurskurður eftir að smækka efnahag Grikklands enn frekar, auka enn á atvinnuleysi, og þar með dýpka kreppuna enn fremur. Auk þess eiga lánsvextirnir af þessum björgunarpökkum eftir að skaða grískan efnahag enn meir, og gerir það næstum ómögulegt fyrir Grikki að greiða upp skuldir sínar. Jafnvel þó að grísk stjórnvöld hafi kosið að fara þá leið sem ESB og AGS mæltu fyrir, þá voru þau í mun betri samningsstöðu til að berjast fyrir lægri vöxtum þar sem að stöðugleiki grísks efnahags var jafnmikið í þágu ESB og sjálfra Grikkja (til að mynda er stór hluti af ríkissjóði Þýskalands bundinn í evrópskum skuldabréfum). Tilgangur þessarar efnahagsáætlunar AGS ku vera til að stuðla að hækkun atvinnuleysis sem leiðir til kjaraskerðingar og verðlækkunar, sem myndi auka samkeppnishæfni og mögulega styrkja stoðir einkaframtaksins. Vandinn er sá að Grikkland hefur aldrei verið mikil útflutningsþjóð og í raun hefur ganga Grikklands í ESB jafnvel dregið úr sölu eigin landbúnaðarvara (vegna ódýrari vara frá öðrum ESB þjóðum). Auk þess sem sú hugdetta að einhver sterkur einkageiri sem hefur aldrei átt tilvist í sögu Grikklands muni rísa yfir nóttu til að geta tekið við hlutverki hins opinbera á vinnumarkaði og framlag þess til hagkerfisins (sem nemur um 40% af vergri þjóðarframleiðslu), er hreinlega barnaleg. Til að bæta gráu ofan á svart hafa matsfyrirtæki á borð við Standar & Poor og Fitch Ratings nú nýlega gefið til kynna að frekari lánalengingar til grískra stjórnvalda myndu leiða til lækkunar á lánshæfismati. Svo virðist sem fulltrúar ESB og AGS séu meira drifnir af pólitískum ávinningum frekar en hagfræðilegri skynsemi, og beri meiri umhyggju fyrir lánardrottnum grískra stjórnvalda, en grískum almenningi. Einnig er það augljóst að verið er að fórna grískum almenningi til að halda uppi evrópsku myntbandalagi sem á sér mjög óstöðuga framtíð, sem og heilindum siðspillts fjármálakerfis sem ríkir í Evrópu.Veikleikar evrunnar Fulltrúar ESB ríkjanna hafa undanfarið þrjóskast við að endurmeta viðhorf sitt í garð evrubandalagsins í ljósi þeirrar kreppu sem steðjar að svokölluðu PIGS ríkjunum (þ.e. Portúgal, Írlandi, Grikklandi og Spáni), og þá sérstaklega nú þegar vandkvæði í efnahagi lítillar Evrópuþjóðar ógnar myntbandalaginu í heild sinni. Hugmyndin á bak við sameinað evrópskt myntsvæði er alls ekki ný af nálinni. Frakkland, Belgía, Ítalía, Sviss og Grikkland mynduðu myntbandalag árið 1865 (tengt við verðgildi gulls og silfurs), og síðan Skandinavíuþjóðirnar árið 1873 (út frá gengi dönsku krónunnar). Báðar þessar tilraunir til að tengja saman gjaldeyri mismunandi hagkerfa misheppnuðust, og því má spyrja hvort einhver grundvöllur hafi verið til staðar fyrir því að slíkt uppi á teningnum í þetta sinn. Sumir hagsmunaaðilar hafa haldið því fram að stór sameinuð efnahagssvæði myndu hljóta ávinning af meiri hagvexti, en sönnunarbyrði þessarar hugmyndar er fremur veik þegar litið er til Bandaríkjanna og Evrópu. Sú forsenda að sömu stýrivextir gætu verið notaðir þvert yfir hin ólíku hagkerfi evrusvæðisins, hefur einnig lengi verið rót ákveðinna efasemda um langvarandi tilvist slíks myntbandalags. Sameiginlegir stýrivextir, sem að venju hafa verið hafðir lágir í þágu Evrópuþjóða með mikla útflutningsgetu (á borð við Þýskaland), voru ætíð ákveðin verðbólguógn fyrir hagkerfi á borð við Grikkland sem voru í hröðum vexti. Til dæmis, að svo stöddu geta grísk stjórnvöld ekki lækkað stýrivexti eða gengi gjaldeyris eftir hentugleika til að örva eigin hagvöxt vegna veru þess í myntbandalaginu. Til að auðvelda skilvirkni myntbandalagsins er í raun þörf á sameiginlegu evrópsku fjármálaráðuneyti, sem gæti veitt myntbandalaginu aðhald og sveigjanleika með því að endurdreifa fjármagni á milli landsvæða, haft umsjón með sameiginlegri skattlagningu og samræmt fjárlög á milli landa. Með öðrum orðum myndi árangursríkt evrumyntbandalag krefjast mun meiri samruna á milli Evrópuþjóða, en evrópskur almenningur hefur hug á (en vilji evrópsks almennings hefur ekki alltaf verið hafður í hávegum innan ESB). Eflaust liggur stór hluti þess vanda sem evrulöndin reyna nú að kljást við, í því að hvorki hafi verið nægjanlegt samræmi né samþætting á milli hagkerfa evrusvæðisins. Þetta hefur þó ekki breytt framferði margra stjórnmálamanna innan ESB sem reyna að gera grísku þjóðina að blóraböggli fyrir þær ófarir sem nú steðja að myntbandalaginu. Vissulega hafa þeir eitthvað til sín máls, enda eru flestir meðvitaðir um að seinustu ríkisstjórnir Grikklands höfðu fiktað í eigin bókhaldi (með aðstoð bandaríska fjármálafyrirtækisins Goldman & Sachs) og um langt skeið gefið upp blekkjandi tölfræði um útgjöld og skuldir gríska ríkisins til fjármálastofnana ESB og AGS. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að myntbandalag evrunnar var stofnað af mikilli hvatvísi, og einkenndist af slæmu eftirliti á hagtölum aðildarþjóða, ásamt óskýrum refsiákvæðum, en auk þess lá ekki fyrir ein einasta aðgerðaáætlun við því ef alþjóðleg kreppa skylli á, eins og varð raunin. Auk þess sem sum skilyrði til inngöngu í evrubandalagið varðandi skuldir ríkissjóða, voru afnumin í kjölfar evrópsku gjaldeyriskreppunnar, hreinlega til þess að myntbandalagið gæti verið stofnað sem fyrst. Einnig voru margar vísbendingar frá upphafi um að staða efnahagsmála í Grikklandi væri ekki eins hrein og hvít, eins og grískir stjórnmálamenn létu í veðri vaka. Hins vegar var því gefinn lítill gaumur, þar sem búist var við því að önnur evruríki gætu tekið við skellinum ef mögulegar efnahagshremmingar gengju á hjá Grikkjum. Mikill þrýstingur var um stofnun slíks myntbandalags fyrr en síðar, frá þrýstihópum og hagsmunasamtökum evrópskra stórfyrirtækja á borð við Samtök fyrir Myntbandalag Evrópu og hið svokallaða Hringborð evrópskra iðnrekenda. Einnig græddu áhrifamiklar Evrópuþjóðir eins og Þýskaland mikið á þessu fyrirkomulagi, þar sem lágir stýrivextir leiddu til hagkvæms útflutnings Þjóðverja, en á sama tíma leiddu veikleikar annara evrópskra hagkerfa á borð við Grikklands til aukinnar lánatöku frá fjárfestingabönkum í sterkari Evrópulöndum (þar á meðal Þýskum bönkum). Í stuttu máli var það algengt fyrirkomulag að Grikkir stunduðu verslun með þýskar vörur með lánum frá þýskum bönkum.Stór hluti vandans liggur í innviðum grísks samfélags Sú mikla alda mótmæla og verkfalla sem hefur að undanförnu gengið yfir Aþenu, Þessalóniku og aðrar grískar borgir, hefur eflaust farið framhjá fáum, en í sumum tilfellum hafa mótmælin leitt til óeirða og skemmdarverka (skemmdir frá mótmælum síðustu viku nema til dæmis 500 milljónum evra). Þessi gremja og reiði Grikkja er að mörgu leyti skiljanleg. Grikkir eru tilneyddir til að taka á sig gríðarlega skerðingu á kjörum og velferð, á sama tíma og grískir embættismenn og annað hálaunað fólk hefur tekið á sig litla sem enga skerðingu á launum eða hlunnindum. Ofan á þessa myrku tíma sem blasa við grísku þjóðinni, er sú tilhugsun að henni er þvingað í þessa lífskjaraskerðingu af erlendum stjórnmálamönnum og alþjóðlegum fjármálastofnunum (þ.e.a.s. AGS, Evrópska seðlabankanum o.fl.), stór biti að kyngja fyrir grískan almenning. Hins vegar kann það að vera að einn stærsti vandi Grikkja felist í því að fæstir þeirra eru reiðubúnir til að horfast í augu við þá staðreynd að þeir beri sjálfir að miklu leyti ábyrgð á sinni eigin ógæfu. Jafnvel þó að margar aðrar Evrópuþjóðir hafi verið (og eru enn) að ganga í gegnum erfiða krepputíma, er efnahagskreppan í Grikklandi af ólíkum toga en segjum hjá okkur Íslendingum eða Írum. Kreppan á Íslandi og Írlandi varð að mestu leyti til vegna ofþenslu beggja hagkerfa sem varð fyrir tilstilli ábyrgðarlausra og spilltra fjármálafyrirtækja, sem þrifust í skjóli regluleysis nýfrjálshyggjunnar, vanhæfra ríkisstjórna ( en einnig fjármálaeftirlits og seðlabanka) og sinnuleysi almennings. Meginorsök grísku efnahagskreppunnar liggur hins vegar í hinni rándýru og óskilvirku sósíalísku kerfisuppbyggingu hins opinbera (sem var að mörgu leyti stofnuð af Andreas Papandreou, föður núverandi forsætisráðherra Grikklands), ásamt þeirri rótgrónu spillingu sem þrífst á öllum stigum samfélagsins. Ekki er heldur til bóta að grískt lýðræði stendur á brauðfótum, þar sem tvær valdamestu fjölskyldur Grikklands, Karamanlis og Papandreou fjölskyldurnar, hafa deilt með sér völdum í grískri ríkisstjórn frá falli herforingjastjórnarinnar árið 1974, undir merkjum hægrisinnaða New Democratic (ND) flokksins og jafnaðarmannaflokksins Panhellenic Socialist Movement (PASOK). Grískur almenningur hefur lengi vel sætt sig við lifa við þessa spillingu, vegna þeirra þæginda og velferðar sem var til staðar, ómeðvitaður þó um kostnaðinn. Eyðslufyllerí síðustu ríkisstjórna Grikklands voru möguleg vegna hins auðvelda aðgengis að lánsfjármagni sem fylgdi því að vera aðili að evrumyntbandalaginu, en til að mynda er talið að Ólympíuleikarnir í Aþenu (2004) sem fóru langt yfir fjárhagsáætlun, hafi kostað hátt í 27 billjónir evra (í sbr. við áætlaðar 5,5 billjónir). Ríkisrekstur á Grikklandi er einn sá dýrasti, en að sama skapi, óskilvirkasti í Evrópu. Gríska ríkisrekna lestarkerfið hefur til dæmis verið rekið með stórtapi (um 347 milljónir evra í fyrra) síðastliðin ár, á meðan lestarkerfi í öðrum Evrópuríkjum eru að öllu jöfnu rekin með hagnaði (t.d. í Frakkland og Þýskalandi) eða á sléttu (t.d. á Ítalíu). Opinberir starfsmenn eru oft á tíðum betur launaðir en starfsbræður þeirra í einkageiranum, og vegna þess tangarhalds sem verkalýðsfélögin hafa á stjórnvöldum hefur verið nánast ómögulegt að reka opinbera starfsmenn. Af þeim ástæðum hafa margir opinberir starfsmenn litla ástæðu til að sinna störfum sínum vel, auk þess sem lítið jafnvægi ríkir á milli framboðs og eftirspurnar í opinberri þjónustu. Eftirlaunakerfið í Grikklandi er eitt það örlátasta í Evrópu og mun verða til meiri trafala er meðalaldur Grikkja hækkar. Algengt er að fólk fari snemma eftir fertugt á eftirlaun, en ungar einhleypar konur geta meðal annars farið snemma á eftirlaun í kjölfar barneigna (einhverra hluta vegna er grískum stúlkum ekki treystandi fyrir starfsframa ef þær eiga börn). Skattaflótti og spilling eru einnig hluti af daglegu brauði í Grikklandi, en samkvæmt sumum tölum frá skattayfirvöldum þar, stinga yfir um 90% af hátekjufólki undan skatti (en mútuþægni er einnig algeng hjá skattayfirvöldum), og er áætlað að undanskot frá skatti kosti gríska ríkið um 15 billjónir evra árlega. En svonefnt svartahagkerfi (shadow economy) telur um 25% af gríska hagkerfinu (til sbr. 11,8% í Frakklandi, 7% í Bandaríkjunum). Auk þess sem mikil mútuþægni, fjárdráttur og vinaráðningar (t.d. innan heilbrigðis- og menntakerfisins) eiga veigamikinn þátt í afkastalitlu samfélagi. Á meðan mótmæli Grikkja gagnvart miskunnarlausum niðurskurði stjórnvalda eru réttlætanleg, má velta því fyrir sér hvort grískur almenningur muni berjast gegn þeim umbótum sem eru þjóðinni nauðsynleg.Lausn í sjónmáli? Af ofantöldu að dæma gefur auga leið að umfangsmiklar umbætur á opinberu regluverki og ríkisrekstri, sem myndu skila sér í meiri skilvirkni og gegnsæi, eru nauðsynlegar til þess að Grikkir geti búið í sjálfbæru og sanngjörnu samfélagi. En grísk stjórnvöld verða einnig að koma á laggirnar sterku eftirlitskerfi til að takast á við þann gríðarlega fjölda skattsvika og flótta sem eyðileggur samfélagið innan frá. Sú áskorun bíður grískra stjórnvalda að koma grískum almenningi í skilning um að sá lifnaðarháttur sem hann hefur búið við síðastliðna tvo áratugi, og var fjármagnaður með auðfengnum lánum, heyrir sögunni til, og að grísk samfélagsskipan þarfnast umfangsmikilla umbóta. Engu að síður er mikilvægt að grísk stjórnvöld skilji að á meðan efnahags- og samfélagslegar umbætur þurfa að vera í forgangi, mun blindur niðurskurður og óhófleg kjaraskerðing einungis ýta Grikklandi enn dýpra inn í kreppuna. Samfélagslegar umbætur munu hins vegar duga skammt einar og sér til að koma grísku þjóðinni út úr skuldasúpunni. Því fyrr sem ESB og AGS opna augun fyrir þeirri staðreynd að Grikkland muni aldrei getað borgað skuldir sínar í núverandi mynd, því betra. Afskriftir á stórum hluta skuldarinnar munu líklega vera nauðsynlegar til að Grikkland hafi greiðslugetu til að ráða við hana og geti rétt úr kútnum, en gagngerar umbætur á opinberum rekstri, fullt átak gegn skattsvikum og svörtum vinnumarkaði, og hægvinn einkavæðing á einhverri opinberri þjónustu, gætu verið sanngjarnir skilmálar fyrir slíkri niðurfellingu skulda, og myndu mögulega auka tiltrú fjárfesta á grísku hagkerfi til lengri tíma. Mikill fjöldi grískra ríkisskuldabréfa er í eigu grískra banka (þ.e. National Bank of Greece, Piraeus Bank og Alpha Bank), en aðrar evrópskar fjármálastofnanir, sem eiga fé bundið í grískum skuldabréfum (þ.á.m. Commerzbank, Société Générale, Deutchebank o.fl.), ættu á þessum tímapunkti að tekið á sig fjármagnstapið af slíkri skuldaniðurfellingu. Í raun hafa margar raddir innan ESB ýjað að því að niðurfelling skulda hjá Grikkjum sé í raun óhjákvæmileg, því sýnast þessar lánveitingar ESB og AGS vera fremur tilgangslausar nema til þess eins að fá evrópska skattgreiðendur til að greiða fyrir skuldir grískra stjórnvalda, og þar með forða lánardrottnum Grikkja (þ.e. evrópskum fjármálafyrirtækjum og tryggingafélögum) frá mögulegu fjármagnstapi. Annar valmöguleiki er að leyfa Grikklandi að fara í greiðsluþrot og mögulega út úr evrumyntbandalaginu, sem á þessum tímapunkti virðist geta verið skárri kostur en sú leið sem gríska ríkisstjórnin hefur kosið hingað til.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun