Arðsöm raforkusala til stóriðju 22. júlí 2011 06:00 Í fjórðu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um arðsemi raforkusölu til stóriðjunnar. Í umræðu um stóriðjutengdar framkvæmdir á liðnum árum hefur því gjarnan verið haldið fram að raforka sé seld til stóriðju á afar lágu verði. Raforkuframleiðslan sé fyrir vikið óarðbær og það komi í hlut almennings að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju. Þessar fullyrðingar hafa verið háværar og síendurteknar í umræðunni en standast þó engan veginn nánari skoðun. Við mat á arðsemi virkjanaframkvæmda liggur beinast við að líta til Landsvirkjunar. Landsvirkjun framleiðir og selur liðlega 70% allrar raforku á Íslandi. Frá 1999 hefur raforkusala fyrirtækisins tvöfaldast og liggur sú aukning fyrst og fremst í aukinni raforkusölu til stóriðju. Á sama tíma hefur árlegur rekstrarhagnaður Landsvirkjunar nær sexfaldast. Svipaða sögu er að segja af eigin fé félagsins, sem vaxið hefur úr 33 milljörðum króna í árslok 1999 í liðlega 190 milljarða króna í árslok 2010 (á sama tíma hefur eigið fé fimm stærstu orkufyrirtækjanna hér á landi aukist úr 86 milljörðum í 309 milljarða króna). Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar er að jafnaði um 19% á þessu tímabili í íslenskum krónum. Fyrirtækið hefur upplýst að það sé í stakk búið til að greiða upp allar skuldir á næstu 12-14 árum, þrátt fyrir miklar fjárfestingar á liðnum árum. Fá íslensk fyrirtæki geta státað af svo góðri arðsemi. Því er ekki annað að sjá en að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar sé með besta móti. Stóriðjan stendur undir arðsemi raforkukerfisinsEn er þá íslenskur almenningur að standa undir þessari arðsemi og niðurgreiða um leið raforkuverð til stóriðju? Liðlega 75% af framleiddri raforku hér á landi eru seld til stóriðju og hefur þetta hlutfall aukist úr 50% árið 1996. Það segir sig því sjálft að ef almenningur á Íslandi væri að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju hefði umtalsverð verðhækkun þurft að eiga sér stað á þessum tíma. Ella hefði sá fjórðungur raforkusölunnar sem fer annað en í stóriðju haft lítið að segja til niðurgreiðslu þar á. Raunin er hins vegar hið gagnstæða. Á liðnum 15 árum hefur verð á raforku til almennings lækkað um 25% að raungildi. Raforkusala til almennings skýrir því engan veginn hina miklu arðsemi Landsvirkjunar á liðnum árum. Í raun er það stóriðjan sem stendur alfarið undir þessari arðsemi. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar greiddi almenningur liðlega 8% hærra verð á hverja kílóvattsstund á síðasta ári heldur en stóriðja. Sé hins vegar horft til þess að stóriðjan er með um 96% meðalnýtingu afls yfir árið vegna stöðugrar notkunar sinnar, samanborið við 56% meðalnýtingu almenna kerfisins, þá er stóriðjan að skapa Landsvirkjun nærri 60% hærri tekjur á hvert megavatt í afli. Með öðrum orðum: Tökum sem dæmi að Landsvirkjun reki tvær jafnstórar virkjanir, önnur selji eingöngu til almenns markaðar en hin einvörðungu til stóriðju. Í því dæmi myndi sú síðarnefnda skila Landsvirkjun 60% meiri tekjum á ári en hin fyrrnefnda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjórðu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um arðsemi raforkusölu til stóriðjunnar. Í umræðu um stóriðjutengdar framkvæmdir á liðnum árum hefur því gjarnan verið haldið fram að raforka sé seld til stóriðju á afar lágu verði. Raforkuframleiðslan sé fyrir vikið óarðbær og það komi í hlut almennings að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju. Þessar fullyrðingar hafa verið háværar og síendurteknar í umræðunni en standast þó engan veginn nánari skoðun. Við mat á arðsemi virkjanaframkvæmda liggur beinast við að líta til Landsvirkjunar. Landsvirkjun framleiðir og selur liðlega 70% allrar raforku á Íslandi. Frá 1999 hefur raforkusala fyrirtækisins tvöfaldast og liggur sú aukning fyrst og fremst í aukinni raforkusölu til stóriðju. Á sama tíma hefur árlegur rekstrarhagnaður Landsvirkjunar nær sexfaldast. Svipaða sögu er að segja af eigin fé félagsins, sem vaxið hefur úr 33 milljörðum króna í árslok 1999 í liðlega 190 milljarða króna í árslok 2010 (á sama tíma hefur eigið fé fimm stærstu orkufyrirtækjanna hér á landi aukist úr 86 milljörðum í 309 milljarða króna). Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar er að jafnaði um 19% á þessu tímabili í íslenskum krónum. Fyrirtækið hefur upplýst að það sé í stakk búið til að greiða upp allar skuldir á næstu 12-14 árum, þrátt fyrir miklar fjárfestingar á liðnum árum. Fá íslensk fyrirtæki geta státað af svo góðri arðsemi. Því er ekki annað að sjá en að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar sé með besta móti. Stóriðjan stendur undir arðsemi raforkukerfisinsEn er þá íslenskur almenningur að standa undir þessari arðsemi og niðurgreiða um leið raforkuverð til stóriðju? Liðlega 75% af framleiddri raforku hér á landi eru seld til stóriðju og hefur þetta hlutfall aukist úr 50% árið 1996. Það segir sig því sjálft að ef almenningur á Íslandi væri að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju hefði umtalsverð verðhækkun þurft að eiga sér stað á þessum tíma. Ella hefði sá fjórðungur raforkusölunnar sem fer annað en í stóriðju haft lítið að segja til niðurgreiðslu þar á. Raunin er hins vegar hið gagnstæða. Á liðnum 15 árum hefur verð á raforku til almennings lækkað um 25% að raungildi. Raforkusala til almennings skýrir því engan veginn hina miklu arðsemi Landsvirkjunar á liðnum árum. Í raun er það stóriðjan sem stendur alfarið undir þessari arðsemi. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar greiddi almenningur liðlega 8% hærra verð á hverja kílóvattsstund á síðasta ári heldur en stóriðja. Sé hins vegar horft til þess að stóriðjan er með um 96% meðalnýtingu afls yfir árið vegna stöðugrar notkunar sinnar, samanborið við 56% meðalnýtingu almenna kerfisins, þá er stóriðjan að skapa Landsvirkjun nærri 60% hærri tekjur á hvert megavatt í afli. Með öðrum orðum: Tökum sem dæmi að Landsvirkjun reki tvær jafnstórar virkjanir, önnur selji eingöngu til almenns markaðar en hin einvörðungu til stóriðju. Í því dæmi myndi sú síðarnefnda skila Landsvirkjun 60% meiri tekjum á ári en hin fyrrnefnda.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun