Ósanngjörn landbúnaðarumræða Einar K. Guðfinnsson skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Í gúrkutíð sumarsins hófst duggunarlítil umræða um landbúnaðarmál. Ekkert er undan því að kvarta að menn hefji máls á því sem þeir telja brýnt, nema að því leytinu að í umræðunni var öllum hlutum snúið á haus. Þannig var það sem síst skyldi, gert tortryggilegt og ósanngjörnum vopnum því beitt gegn íslenskum landbúnaði. Tilefni þessa greinarkorns er að bregðast við því. Í fyrsta lagi þetta. Fyrr í sumar birtust fréttir af því að stórverslunin Bónus vildi afnema svo kallaða skilaskyldu á íslenskum kjötvörum og jafnvel líka öðrum landbúnaðarafurðum. Þetta voru í sjálfu sér jákvæðar fréttir. Skilaskyldan hefur lengi verið þyrnir í augum íslenskra afurðastöðva og framleiðenda íslenskra matvara. Árið 2009 á 136. löggjafarþinginu flutti ég ásamt tíu öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þingsályktunartillögu um málið sem var svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela efnahags- og viðskiptaráðherra að móta reglur um skilaskyldu á ferskum matvörum í verslunum, til þess að tryggja eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi innlendrar matvælaframleiðslu.“ Tillagan hlaut ekki afgreiðslu og höfum við flutt hana í tvígang síðan. Nú síðast var henni dreift á Alþingi 4. október sl. en hefur ekki verið afgreidd. Málið fékk þó almennt jákvæðar undirtektir, svo sem í umræðum á Alþingi. Var það meðal annars sent til umsagnar sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar, sem samþykkti einróma jákvætt álit þann 24. nóvember sl. Enn bólar ekki á afgreiðslu málsins, en þingið hefur þó möguleika á að ljúka því nú í september. Hvað er skilaskylda?Í greinargerð með tillögunni er skilaskyldan útskýrð með þessum hætti: „Skilaskyldan felur í sér að kjósi verslunareigandi svo, getur hann sér að kostnaðarlausu krafist þess að framleiðandi taki til baka framleiðsluvörur sem eru að nálgast síðasta söludag. Þetta á við um íslenskar matvörur en ekki þær erlendu.“ Þannig er skilaskyldan klárleg mismunun gagnvart íslenskri framleiðslu, en á það þarf þó að líta að í skilaskyldu getur falist trygging fyrir því að ekki verði óeðlileg birgðasöfnun í verslun, með tilheyrandi kostnaði og rýrnun sem að lokum falli á neytendur í hærra vöruverði. Þegar þetta er skoðað sjá allir hversu ósanngjarnt það er þess vegna að halda því fram, eins og gert hefur verið núna nýverið, að skilaskyldan sé til marks um sóun í íslenskum landbúnaði og að um sé að ræða nokkurs konar ríkisstyrk við að farga landbúnaðarafurðum sem komnar eru fram yfir söludag. Skilaskyldan er ekki það sem bændur eða afurðastöðvar hafa krafist. Öðru nær. Þeir aðilar hafa ályktað um að afnema hana. Jákvæðar fréttir af vaxandi útflutningiHitt atriðið sem hér skal gert að umtalsefni er vaxandi útflutningur á landbúnaðarafurðum. Í gegnum tíðina hafa menn af mikilli þrautseigju reynt að hasla íslenskri landbúnaðarframleiðslu völl á erlendum mörkuðum. Sú viðleitni hefur gengið upp og ofan, en nú um stundir sjáum við merki um að betur horfi. Þessi útflutningur veldur engum viðbótar útgjöldum fyrir ríkissjóð. Þvert á móti. Þessi útflutningur er til ábata fyrir samfélagið og ríkissjóð. Umsvifin aukast, tekjur bænda verða meiri, störf verða til hjá fólki sem ella væri án atvinnu. Þannig dregur fremur úr útgjöldum ríkisins og tekjurnar aukast með vaxandi útflutningsframleiðslu á landbúnaðarvörum. Margt veldur um betri horfurÞað er margt sem leggst á eitt og veldur því að betur horfir nú um útflutning á ýmsum landbúnaðarafurðum en fyrr. Fyrst ber að nefna þrautseigju þeirra sem hafa unnið að þessum málum, með ærnum tilkostnaði, vöruþróun og markaðsvinnu. Sá kostnaður hefur að minnstu fallið á ríkissjóð, gagnstætt því sem látið hefur verið í veðri vaka. Þessi kostnaður lagðist ekki síst á bændur og afurðastöðvarnar. Núna erum við að sjá árangur erfiðisins. Þá eru aðstæður til útflutnings á dilkakjöti á alþjóðlegum mörkuðum betri en oft áður, af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna minna framboðs frá hefðbundnum útflytjendum frá Nýja-Sjálandi og víðar. Loks er það augljóst að lágt gengi krónunnar styður við þennan útflutning, eins og annan, nú um stundir. Ábending Josephs Stiglitz NóbelsverðlaunahafaAllt hefði þetta því átt að vera fagnaðarefni. Það er því í meira lagi ósanngjarnt að gera þennan útflutning tortryggilegan og jafna honum á einhvern hátt við útflutning sem stundaður var á landbúnaðarafurðum með útflutningsbótum, eins og átti sér stað fram að síðasta áratug síðustu aldar. Sé það hins vegar skoðun einhvers að stuðning við íslenska landbúnaðarframleiðslu eigi að minnka, er vitaskuld heiðarlegt að segja það hreint út, en ekki undir rós. Slíkt hefði ófyrirséð áhrif, sem mönnum ber þá að gera grein fyrir. Það er nefnilega rétt sem Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir í bók sinni Fair trade for all; menn eru flestir tilbúnir til þess að gera tilkall til þess ávinnings sem þeir ætla af minni landbúnaðarstuðningi, en engir heimtingu á að bera kostnaðinn sem af þeirri stefnumótun hlýst. Þversögn og ESB-umræðanOg svo er það eitt að lokum. Málefni landbúnaðarins er mjög á dagskrá í tengslum við aðildarumsókn okkar að ESB. Það vekur athygli að þeir sem ákafastir eru í baráttunni fyrir aðild, þreytast ekki á því að segja okkur að með inngöngunni í ESB opnist miklir möguleikar til margs konar opinbers stuðnings við landbúnaðinn, ekki síst við sauðfjárframleiðsluna. Þeir sem þannig tala og vilja uppvægir halda þá leið, geta að minnsta kosti ekki í hinu orðinu gert það tortryggilegt að við séum að ná meiri árangri við útflutning landbúnaðarvara, án tilkostnaðar af hálfu ríkissjóðs. Í því felst algjör þversögn, sem ekki gengur upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í gúrkutíð sumarsins hófst duggunarlítil umræða um landbúnaðarmál. Ekkert er undan því að kvarta að menn hefji máls á því sem þeir telja brýnt, nema að því leytinu að í umræðunni var öllum hlutum snúið á haus. Þannig var það sem síst skyldi, gert tortryggilegt og ósanngjörnum vopnum því beitt gegn íslenskum landbúnaði. Tilefni þessa greinarkorns er að bregðast við því. Í fyrsta lagi þetta. Fyrr í sumar birtust fréttir af því að stórverslunin Bónus vildi afnema svo kallaða skilaskyldu á íslenskum kjötvörum og jafnvel líka öðrum landbúnaðarafurðum. Þetta voru í sjálfu sér jákvæðar fréttir. Skilaskyldan hefur lengi verið þyrnir í augum íslenskra afurðastöðva og framleiðenda íslenskra matvara. Árið 2009 á 136. löggjafarþinginu flutti ég ásamt tíu öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þingsályktunartillögu um málið sem var svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela efnahags- og viðskiptaráðherra að móta reglur um skilaskyldu á ferskum matvörum í verslunum, til þess að tryggja eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi innlendrar matvælaframleiðslu.“ Tillagan hlaut ekki afgreiðslu og höfum við flutt hana í tvígang síðan. Nú síðast var henni dreift á Alþingi 4. október sl. en hefur ekki verið afgreidd. Málið fékk þó almennt jákvæðar undirtektir, svo sem í umræðum á Alþingi. Var það meðal annars sent til umsagnar sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar, sem samþykkti einróma jákvætt álit þann 24. nóvember sl. Enn bólar ekki á afgreiðslu málsins, en þingið hefur þó möguleika á að ljúka því nú í september. Hvað er skilaskylda?Í greinargerð með tillögunni er skilaskyldan útskýrð með þessum hætti: „Skilaskyldan felur í sér að kjósi verslunareigandi svo, getur hann sér að kostnaðarlausu krafist þess að framleiðandi taki til baka framleiðsluvörur sem eru að nálgast síðasta söludag. Þetta á við um íslenskar matvörur en ekki þær erlendu.“ Þannig er skilaskyldan klárleg mismunun gagnvart íslenskri framleiðslu, en á það þarf þó að líta að í skilaskyldu getur falist trygging fyrir því að ekki verði óeðlileg birgðasöfnun í verslun, með tilheyrandi kostnaði og rýrnun sem að lokum falli á neytendur í hærra vöruverði. Þegar þetta er skoðað sjá allir hversu ósanngjarnt það er þess vegna að halda því fram, eins og gert hefur verið núna nýverið, að skilaskyldan sé til marks um sóun í íslenskum landbúnaði og að um sé að ræða nokkurs konar ríkisstyrk við að farga landbúnaðarafurðum sem komnar eru fram yfir söludag. Skilaskyldan er ekki það sem bændur eða afurðastöðvar hafa krafist. Öðru nær. Þeir aðilar hafa ályktað um að afnema hana. Jákvæðar fréttir af vaxandi útflutningiHitt atriðið sem hér skal gert að umtalsefni er vaxandi útflutningur á landbúnaðarafurðum. Í gegnum tíðina hafa menn af mikilli þrautseigju reynt að hasla íslenskri landbúnaðarframleiðslu völl á erlendum mörkuðum. Sú viðleitni hefur gengið upp og ofan, en nú um stundir sjáum við merki um að betur horfi. Þessi útflutningur veldur engum viðbótar útgjöldum fyrir ríkissjóð. Þvert á móti. Þessi útflutningur er til ábata fyrir samfélagið og ríkissjóð. Umsvifin aukast, tekjur bænda verða meiri, störf verða til hjá fólki sem ella væri án atvinnu. Þannig dregur fremur úr útgjöldum ríkisins og tekjurnar aukast með vaxandi útflutningsframleiðslu á landbúnaðarvörum. Margt veldur um betri horfurÞað er margt sem leggst á eitt og veldur því að betur horfir nú um útflutning á ýmsum landbúnaðarafurðum en fyrr. Fyrst ber að nefna þrautseigju þeirra sem hafa unnið að þessum málum, með ærnum tilkostnaði, vöruþróun og markaðsvinnu. Sá kostnaður hefur að minnstu fallið á ríkissjóð, gagnstætt því sem látið hefur verið í veðri vaka. Þessi kostnaður lagðist ekki síst á bændur og afurðastöðvarnar. Núna erum við að sjá árangur erfiðisins. Þá eru aðstæður til útflutnings á dilkakjöti á alþjóðlegum mörkuðum betri en oft áður, af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna minna framboðs frá hefðbundnum útflytjendum frá Nýja-Sjálandi og víðar. Loks er það augljóst að lágt gengi krónunnar styður við þennan útflutning, eins og annan, nú um stundir. Ábending Josephs Stiglitz NóbelsverðlaunahafaAllt hefði þetta því átt að vera fagnaðarefni. Það er því í meira lagi ósanngjarnt að gera þennan útflutning tortryggilegan og jafna honum á einhvern hátt við útflutning sem stundaður var á landbúnaðarafurðum með útflutningsbótum, eins og átti sér stað fram að síðasta áratug síðustu aldar. Sé það hins vegar skoðun einhvers að stuðning við íslenska landbúnaðarframleiðslu eigi að minnka, er vitaskuld heiðarlegt að segja það hreint út, en ekki undir rós. Slíkt hefði ófyrirséð áhrif, sem mönnum ber þá að gera grein fyrir. Það er nefnilega rétt sem Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Joseph Stiglitz, segir í bók sinni Fair trade for all; menn eru flestir tilbúnir til þess að gera tilkall til þess ávinnings sem þeir ætla af minni landbúnaðarstuðningi, en engir heimtingu á að bera kostnaðinn sem af þeirri stefnumótun hlýst. Þversögn og ESB-umræðanOg svo er það eitt að lokum. Málefni landbúnaðarins er mjög á dagskrá í tengslum við aðildarumsókn okkar að ESB. Það vekur athygli að þeir sem ákafastir eru í baráttunni fyrir aðild, þreytast ekki á því að segja okkur að með inngöngunni í ESB opnist miklir möguleikar til margs konar opinbers stuðnings við landbúnaðinn, ekki síst við sauðfjárframleiðsluna. Þeir sem þannig tala og vilja uppvægir halda þá leið, geta að minnsta kosti ekki í hinu orðinu gert það tortryggilegt að við séum að ná meiri árangri við útflutning landbúnaðarvara, án tilkostnaðar af hálfu ríkissjóðs. Í því felst algjör þversögn, sem ekki gengur upp.
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun