

Lá við slagsmálum á fyrsta foreldrafundi skólaársins
Náði ég athygli þinni, lesandi góður? Þá vona ég að þú hafir áhuga á að lesa áfram. Öllum ætti að vera ljóst að upphaf þessarar greinar er uppspuni frá rótum. Raunveruleikinn er oftast annar. Sums staðar gengur illa að fá bekkjarfulltrúa til starfa og stundum mætir aðeins sitjandi stjórn foreldrafélagsins á aðalfundi. Þekkt er að fólk þori varla að opna munninn á foreldrafundum af ótta við að vera skikkað í eitthvert hlutverk. Sem betur fer er þetta þó langt frá því algilt.
Rannsóknir sýna að áhugi foreldra á skólastarfi og stuðningur við nám barna þeirra skiptir höfuðmáli varðandi líðan og námsárangur. Sú gamla klisja að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn á vel við í skólaumhverfinu. Miklu máli skiptir að börnum líði vel, þau fái hvatningu, hrós og stuðning í náminu og samskipti þeirra við kennara og skólafélaga gangi vel. Til þess að svo megi verða þurfa foreldrar að vera meðvitaðir um það sem fram fer í skólanum og vera reiðubúnir að halda utan um og styðja, ekki bara sitt barn, heldur bekkinn, árganginn og jafnvel allt skólasamfélagið ef þess gerist þörf.
Bekkjarfulltrúar eru hvorki skemmtanastjórar sem sjá einungis um tvö bekkjarkvöld á ári eða starfsmenn bekkjarins í fullu starfi. Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir milli stjórnar foreldrafélags, umsjónarkennara og foreldrahópsins. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að vera verkstjórar og virkja aðra foreldra í bekknum. Verkefni vetrarins geta verið að skipuleggja vinahópa, bekkjarkvöld, foreldrarölt eða fjáraflanir. Einnig geta einhverjir foreldrar verið fulltrúar bekkjarins við að skipuleggja fræðslu, jólaföndur, páskabingó, vináttuviku, vorhátíð eða aðra viðburði á vegum foreldrafélagsins. Ef allir foreldrar taka að sér eitt verkefni yfir veturinn ætti vinnuálagið ekki að sliga neinn.
Fyrsta verk bekkjarfulltrúa að hausti ætti að vera að kalla saman foreldrana í bekknum, ræða dagskrá vetrarins og skipta niður verkum. Þessi fundur gegnir einnig því hlutverki að hrista saman foreldrahópinn. Tilvalið er að hópurinn geri með sér samning um áhersluatriði eins og að virða útivistartíma, boð í afmælisveislur, eftirlitslaus partí, net- og símasamskipti á kvöldin (rafrænn útivistartími) og almenn samskipti svo sem kurteisi, virðingu og vináttu. Fundir með léttu kaffispjalli, án barnanna, allt frá því að börnin eru í 1. bekk, leiða án nokkurs vafa til þægilegri samskipta, meiri skilnings og samstöðu innan foreldrahópsins.
Barnið þitt á aðeins eina æsku, aðeins eina grunnskólagöngu. Þú, ágæta foreldri, getur lagt þitt af mörkum til að barninu þínu líði vel og nái árangri í námi sínu. Þú getur tekið þátt í því að skapa jákvæðan skólabrag og skólasamfélag þar sem foreldrar, kennarar og skólastjórnendur eru allir í sama liði. Láttu ekki þitt eftir liggja, taktu þátt í foreldrastarfinu í skóla barnsins þíns í vetur. Það er bæði gefandi og árangursríkt og barnið þitt nýtur góðs af. Það er skemmtilegt að vera skólaforeldri.
Skoðun

Flokkur fólksins eða flokkun fólksins?
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi?
Sævar Þór Jónsson skrifar

Horfumst í augu
Kristín Thoroddsen skrifar

Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar
Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar

Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði
Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar

Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Er aldur bara tala?
Teitur Guðmundsson skrifar

Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun
Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar

Frans páfi kvaddur eða meðtekinn?
Bjarni Karlsson skrifar

Lægjum öldurnar
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Að hata einhvern sem þú þarft á að halda?
Katrín Pétursdóttir skrifar

Íslenskar pyndingar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

SFS, Exit og norska leiðin þeirra
Jón Kaldal skrifar

Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti?
Bryndís Schram skrifar

Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með?
Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar

Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist!
Katarzyna Kubiś skrifar

Menntun fyrir öll – nema okkur
Haukur Guðmundsson skrifar

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika
Davíð Bergmann skrifar

Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Að sækja gullið (okkar)
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Til hamingju blaðamenn!
Hjálmar Jónsson skrifar

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Bubbi Morthens skrifar

Börn í skugga stríðs
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar

Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra?
Ævar Harðarson skrifar

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar