

Meiri steypa?
Nú segjast Íslendingar ætla að fara að steypa upp hátæknisjúkrahús? Utan um hvað? Utan um þann gamla og úr sér gengna tækjabúnað, sem fremsti spítali þjóðarinnar hefur að geyma? Þar sem gamall og um sumt úreltur búnaður t.d. til geislalækninga, rannsókna og skoðana hangir nánast saman fyrir vana, engir fjármunir fást til eðlilegs viðhalds og enn síður til endurnýjunar. Þar sem treysta verður á gjafir utan úr bæ til kaupa á ódýrari „hátæknibúnaði“ (sic!) eins og sjónvarpsskjáum, ómskoðunartækjum – já jafnvel borðum og stólum til þess að sitja á eða rúmum til þess að hvílast í!
Þar sem tugum sjúkrarúma, jafnvel heilu deildunum á Landspítalanum, þarf að loka ýmist tímabundið eða til langframa vegna þess að ekki eru til fjármunir til þess að borga starfsfólki laun? Í landi þar sem sérfræðingar, jafnvel í grunnþjónustugreinum hefðbundins spítalareksturs, fást ekki lengur til starfa og þeir, sem fengist hafa, eru margir hverjir sagðir vera á förum? Í borg þar sem ekki hefur verið hægt að tryggja allt að þriðjungi borgarbúa grunnþjónustu heimilislæknis? Ætlar þetta ríki að fara að kaupa steinsteypu fyrir hið minnsta fjörutíu þúsund milljónir króna til þess að byggja hátæknisjúkrahús? Umgjörð úr steinsteypu – utan um hvað?
Íslendingar virðast vilja leysa öll sín vandamál með því að kaupa steypu. Í ríki þar sem ekki eru til nokkrar milljónir króna til þess að tryggja rekstur eins framhaldsskóla eru vandamál menningar og mennta leyst með því að kaupa svo mikið af steinsteypu á hafnarbakkann í Reykjavík að hið opinbera þarf að skuldbinda sig til langrar framtíðar um 800 milljónir króna á ári til byggingarinnar – og er þá sjálfur reksturinn eftir. Þetta stórvirki segir blaðamaður Observer vera verðugan minnisvarða um óráðsíu Íslendinga fyrir hrun og líkir því við 60 tommu skjá í hjólhýsi.
Stór hluti byggingarkostnaðarins var þó fenginn að láni frá erlendum bönkum og hvarf í djúpið með gjaldþroti lántakans, hins stórhuga fyrirtækis framkvæmdaaðilans íslenska. Þriðjungur „Hörpu“ gefinn af Deutsche Bank! Enginn útlendur banki mun fást til þess að endurtaka þann leik við byggingu „hátæknisjúkrahússins“. Þann kostnað allan verðum við sjálf því að borga. Þann minnisvarða um að hrunið breytti engu á Íslandi munum við því reisa ein og óstudd. Tveir 60 tommu flatskjáir í einu og sama hjólhýsinu! Sama stillimyndin í báðum!
Sagt hefur verið að alla þessa steinsteypu eigi að kaupa til þess að skapa byggingamönnum atvinnu. Hátæknisjúkrahús á því ekki að reisa sem umgjörð um hátækniþjónustu við sjúklinga – þjónustu, sem naumast er til – heldur til þess að leysa atvinnuvanda byggingamanna. Þeirra hinna sömu og byggðu allan þann fjölda íbúða, sem nú standa auðar í Reykjavík og nágrenni og bíða eftir því að þörf verði fyrir þær. Þeirra hinna sömu og skráðir eru á atvinnuleysisskrá en ekki hefur samt tekist að fá til starfa við þær framkvæmdir sem þó er verið að sinna – jafnvel þó ítrekað sé eftir því leitað.
Mörg og brýn verkefni bíða úrlausnar í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það eina, sem þar alls ekki vantar, er meiri steypa. Betur færi á því að gera heldur eitthvað í málum þeirrar steinsteypu, sem þar er að grotna niður. Að byggja Potemkin-tjöld upp á fjörutíu þúsund milljónir króna utan um þjónustu, sem sum hver er ekki til en önnur gæti vel hætt að vera til ef svo heldur fram sem horfir, er dýr skemmtun. Skemmtun við hæfi Hörpu – óupplýstrar.
Skoðun

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar