Myndi engan vanda leysa 16. september 2011 05:00 Philippe de Buck Framkvæmdastjóri samtaka evrópska iðnaðarins segir ákvörðunartökuferli evruríkjanna of hægfara.fréttablaðið/Pjetur „Grikklandi verður að bjarga. Annað kemur ekki til greina,“ segir Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, samtaka evrópska iðnaðarins. „Ástæðan er sú að við getum ekki látið Spán og Ítalíu falla. Það væri óhugsandi.“ Hann segir ekki mögulegt að yfirgefa evrusvæðið; hvorki geri sáttmálar ESB ráð fyrir því né heldur verði það fjárhagslega mögulegt fyrir Grikkland. „Það myndi ekki leysa vandamál Grikklands og það myndi ekki leysa vandamál Evrópu, því þetta væri þá orðinn hlutur og hvað myndi þá gerast þegar önnur lönd þyrftu að yfirgefa evrusvæðið? Það verður að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga evrunni.“ Hann segir ekkert vanta upp á að stofnanir Evrópusambandsins ráði við þetta verkefni. Staðfestingarferlið innan ríkjanna 27 sé hins vegar allt of hægfara. „Því miður eru ákvarðanirnar alltaf teknar of seint, en við verðum að hraða þessu,“ segir de Buck og minnir á að 21. júlí hafi ráðherraráð Evrópusambandsins ákveðið að grípa til aðgerða sem hafi átt að tryggja stöðu bæði evrunnar og Grikklands. Þær ákvarðanir þarf að bera undir þjóðþing 27 aðildarríkja Evrópusambandsins. „Nú stefnir í að við gætum þurft að bíða til áramóta eftir því að þessi ákvörðun komi til framkvæmda, sem er algjörlega óviðunandi. Aðildarríkin og þjóðþing þeirra eru vel fær um að taka ákvarðanir hratt og vel þegar brýn þörf er á því.“ De Buck er í nokkurra daga heimsókn á Íslandi til að kynna sér ástandið hér á Íslandi, efnahagslífið og afstöðu Íslendinga, meðal annars til Evrópusambandsins og hugsanlegrar aðildar Íslands að því. Hann segist reyndar koma hingað á hárréttum tíma, nú þegar íslenskt efnahagslíf sé að byrja að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika. Þrátt fyrir vaxandi erfiðleika á evrusvæðinu þurfi Íslendingar ekki að hika við aðild að Evrópusambandinu og þar með evrunni. „Auðvitað er það ákvörðun Íslendinga sjálfra og íslenskra stofnana. En ég veit það, eftir að hafa starfað árum saman á vettvangi Evrópusambandsins, að þátttaka í sameiginlegum evrópskum markaði er hagkvæm bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, að því skilyrði gefnu að allir fari að leikreglum.“ Bæði leiðtogar Evrópusambandsríkjanna og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þurfi hins vegar að einbeita sér að því að auka hagvöxt og skapa atvinnu. Það sé brýnasta verkefnið nú, ásamt því að bjarga evrunni. BUSINESSEUROPE eru heildarsamtök sem bæði Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hér á landi eiga aðild að, rétt eins og sambærileg samtök í 34 Evrópulöndum. Philippe de Buck verður aðalræðumaður á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins sem haldin verður í dag undir yfirskriftinni Hvert stefnir Evrópa? [email protected] Fréttir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
„Grikklandi verður að bjarga. Annað kemur ekki til greina,“ segir Philippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, samtaka evrópska iðnaðarins. „Ástæðan er sú að við getum ekki látið Spán og Ítalíu falla. Það væri óhugsandi.“ Hann segir ekki mögulegt að yfirgefa evrusvæðið; hvorki geri sáttmálar ESB ráð fyrir því né heldur verði það fjárhagslega mögulegt fyrir Grikkland. „Það myndi ekki leysa vandamál Grikklands og það myndi ekki leysa vandamál Evrópu, því þetta væri þá orðinn hlutur og hvað myndi þá gerast þegar önnur lönd þyrftu að yfirgefa evrusvæðið? Það verður að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga evrunni.“ Hann segir ekkert vanta upp á að stofnanir Evrópusambandsins ráði við þetta verkefni. Staðfestingarferlið innan ríkjanna 27 sé hins vegar allt of hægfara. „Því miður eru ákvarðanirnar alltaf teknar of seint, en við verðum að hraða þessu,“ segir de Buck og minnir á að 21. júlí hafi ráðherraráð Evrópusambandsins ákveðið að grípa til aðgerða sem hafi átt að tryggja stöðu bæði evrunnar og Grikklands. Þær ákvarðanir þarf að bera undir þjóðþing 27 aðildarríkja Evrópusambandsins. „Nú stefnir í að við gætum þurft að bíða til áramóta eftir því að þessi ákvörðun komi til framkvæmda, sem er algjörlega óviðunandi. Aðildarríkin og þjóðþing þeirra eru vel fær um að taka ákvarðanir hratt og vel þegar brýn þörf er á því.“ De Buck er í nokkurra daga heimsókn á Íslandi til að kynna sér ástandið hér á Íslandi, efnahagslífið og afstöðu Íslendinga, meðal annars til Evrópusambandsins og hugsanlegrar aðildar Íslands að því. Hann segist reyndar koma hingað á hárréttum tíma, nú þegar íslenskt efnahagslíf sé að byrja að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika. Þrátt fyrir vaxandi erfiðleika á evrusvæðinu þurfi Íslendingar ekki að hika við aðild að Evrópusambandinu og þar með evrunni. „Auðvitað er það ákvörðun Íslendinga sjálfra og íslenskra stofnana. En ég veit það, eftir að hafa starfað árum saman á vettvangi Evrópusambandsins, að þátttaka í sameiginlegum evrópskum markaði er hagkvæm bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, að því skilyrði gefnu að allir fari að leikreglum.“ Bæði leiðtogar Evrópusambandsríkjanna og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þurfi hins vegar að einbeita sér að því að auka hagvöxt og skapa atvinnu. Það sé brýnasta verkefnið nú, ásamt því að bjarga evrunni. BUSINESSEUROPE eru heildarsamtök sem bæði Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hér á landi eiga aðild að, rétt eins og sambærileg samtök í 34 Evrópulöndum. Philippe de Buck verður aðalræðumaður á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins sem haldin verður í dag undir yfirskriftinni Hvert stefnir Evrópa? [email protected]
Fréttir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira