Hagvöxtur & ávöxtun Már Wolfgang Mixa skrifar 5. október 2011 06:00 Hagvöxtur er drifinn áfram af tveimur þáttum: Fjölgun einstaklinga í þjóðfélaginu sem skapa verðmæti og aukinni framleiðni, þá oftast vegna tækniframfara. Þessi hagvöxtur hefur haldist afar jafn í Bandaríkjunum undanfarna áratugi. Árleg magnbreyting á milli ára var rúmlega 3% á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Síðustu tíu ár var hún aftur á móti einungis 1,6% þrátt fyrir gífurlega þenslu í útlánum og alla þá tæknibyltingu sem fylgdi komu veraldarvefsins. Tölur fyrir Evrópu eru svipaðar. Miðað við rúmlega 1% árlega fjölgun íbúa þá hefur árleg framleiðni hverrar manneskju í Bandaríkjunum lækkað úr 2% niður í ½%. Tölur á Íslandi eru aðeins hærri síðustu tíu ár en eru óðum að nálgast meðaltal helstu viðskiptaþjóða okkar, sem þýðir að hagvöxtur er óðum að dragast saman. Aukning þjóðarframleiðslu yfir lengri tíma helst í hendur við raunhæfa ávöxtun verðbréfa, hvort sem um er að ræða hlutabréf eða skuldabréf. Í Bandaríkjunum hefur söguleg nafnávöxtun verðbréfa verið rúmlega 6%, sem endurspeglar aukningu þjóðarframleiðslunnar í dollurum talið. Af þeirri tölu er u.þ.b. helmingur tilkominn vegna verðbólgu; hinn helmingurinn kemur fram í aukinni magnaukningu þjóðfélags sem lýst er að ofan. Þessi hluti endurspeglar þá raunávöxtun sem fjárfestar hafa notið í fortíðinni og geta vænst í framtíðinni. Minni hagvöxtur kemur til með að hafa óhjákvæmileg áhrif varðandi framtíðarvæntingar. Á Íslandi á slíkt líklegast helst við lögbundna 3,5% ávöxtunarkröfu gerða til lífeyrissjóða (og er lægsta viðmiðunartalan á yfirlitum séreignasparnaðar varðandi framtíðareign), þó svo að hagvöxtur hafi yfir tíu ára tímabil ekki náð slíkum hæðum í 30 ár. Tvennt er í boði. Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Hinn kosturinn, sem er síst auðveldari, felur í sér að uppbygging íslensks atvinnulífs komist undan viðjum pólitískra áhrifa. Fjárfestingar þurfa að mynda nauðsynlega raunávöxtun sem til lengri tíma þjónar hagsmunum íslensku þjóðarinnar í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Hagvöxtur er drifinn áfram af tveimur þáttum: Fjölgun einstaklinga í þjóðfélaginu sem skapa verðmæti og aukinni framleiðni, þá oftast vegna tækniframfara. Þessi hagvöxtur hefur haldist afar jafn í Bandaríkjunum undanfarna áratugi. Árleg magnbreyting á milli ára var rúmlega 3% á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Síðustu tíu ár var hún aftur á móti einungis 1,6% þrátt fyrir gífurlega þenslu í útlánum og alla þá tæknibyltingu sem fylgdi komu veraldarvefsins. Tölur fyrir Evrópu eru svipaðar. Miðað við rúmlega 1% árlega fjölgun íbúa þá hefur árleg framleiðni hverrar manneskju í Bandaríkjunum lækkað úr 2% niður í ½%. Tölur á Íslandi eru aðeins hærri síðustu tíu ár en eru óðum að nálgast meðaltal helstu viðskiptaþjóða okkar, sem þýðir að hagvöxtur er óðum að dragast saman. Aukning þjóðarframleiðslu yfir lengri tíma helst í hendur við raunhæfa ávöxtun verðbréfa, hvort sem um er að ræða hlutabréf eða skuldabréf. Í Bandaríkjunum hefur söguleg nafnávöxtun verðbréfa verið rúmlega 6%, sem endurspeglar aukningu þjóðarframleiðslunnar í dollurum talið. Af þeirri tölu er u.þ.b. helmingur tilkominn vegna verðbólgu; hinn helmingurinn kemur fram í aukinni magnaukningu þjóðfélags sem lýst er að ofan. Þessi hluti endurspeglar þá raunávöxtun sem fjárfestar hafa notið í fortíðinni og geta vænst í framtíðinni. Minni hagvöxtur kemur til með að hafa óhjákvæmileg áhrif varðandi framtíðarvæntingar. Á Íslandi á slíkt líklegast helst við lögbundna 3,5% ávöxtunarkröfu gerða til lífeyrissjóða (og er lægsta viðmiðunartalan á yfirlitum séreignasparnaðar varðandi framtíðareign), þó svo að hagvöxtur hafi yfir tíu ára tímabil ekki náð slíkum hæðum í 30 ár. Tvennt er í boði. Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Hinn kosturinn, sem er síst auðveldari, felur í sér að uppbygging íslensks atvinnulífs komist undan viðjum pólitískra áhrifa. Fjárfestingar þurfa að mynda nauðsynlega raunávöxtun sem til lengri tíma þjónar hagsmunum íslensku þjóðarinnar í heild.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun