Byrgjum brunninn - Við tryggjum ekki eftir á Ingrid Kuhlman skrifar 5. október 2011 06:00 Forvarnardagurinn er haldinn 5. október 2011. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Þessi ráð eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Á þessu ári er einblínt sérstaklega á nemendur framhaldsskóla landsins og undanfarið hafa landsmönnum birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem unglingar svara spurningum um vímuefni og neyslu. Nýleg skýrsla sem Rannsóknir og greining vann sýnir að 9% nemenda í framhaldsskóla reykja daglega, 43% hafa verið ölvaðir síðastliðna 30 daga, 7% hafa neytt hass einu sinni eða oftar og 12% hafa neytt maríjúana einu sinni eða oftar. Forvarnardagurinn á því fullt erindi í framhaldsskólana. Það er ýmislegt sem foreldrar og aðrir uppalendur geta gert til að minnka líkur á því að börn og unglingar hefji neyslu: -Notalegar stundir og samvera með fjölskyldunni er ein besta forvörnin gegn fíkniefnum. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldu sinni eru síður líklegir til að leiðast út í fíkniefnaneyslu. Klukkutími getur með öðrum orðum ráðið úrslitum. -Uppbyggilegt og gott samband milli foreldra og unglinga sem byggist á trausti eykur líkurnar á að unglingar biðji um aðstoð lendi þeir í vandræðum. -Þátttaka í íþróttum og öðru skipulögðu æskulýðsstarfi undir leiðsögn ábyrgra aðila hefur mikið forvarnargildi því rannsóknir hafa sýnt að ungmenni eru þá ólíklegri til að falla fyrir fíkniefnum eða leiðast út í aðra óæskilega hegðun. -Því lengur sem ungmenni sniðganga áfengi, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Hvert ár skiptir því máli. -Mikilvægt er að foreldrar séu vakandi og fylgist með þróun mála. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar foreldra sem vita gjarnan hvar þeir eru á kvöldin og með hverjum, eru ólíklegri til að neyta fíkniefna en þeir unglingar sem eru undir minna eftirliti. -Stuðningur foreldra skiptir sköpum til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist inn á braut fíkniefnaneyslu. Mikið ríður á að einstaklingur sem ákveður að hefja ekki drykkju fái stuðning úr sínu umhverfi til að standa við þá ákvörðun. -Mikil forvörn er í því að foreldrar kynnist foreldrum og vinum/skólafélögum þar sem rannsóknir hafa sýnt að það dregur úr líkum á að unglingar þeirra afvegaleiðist og ánetjist fíkniefnum. -Samstaða og þátttaka foreldra, t.d. í skólastarfi, íþróttastarfi og foreldrarölti, hefur einnig mikið forvarnargildi. Mikilvægt er að samfélag og net foreldra sé til staðar og þeir láti sig varða hag unglinga almennt. Það þarf nefnilega heilt samfélag til að ala upp barn. -Mikilvægt er einnig að foreldrar styrki sjálfsmynd ungmenna þannig að þau þrói með sér nægilegt sjálfstraust til að geta sagt „nei, takk“ þegar þeim eru boðin fíkniefni. Tökum höndum saman og forðum ungmennum okkar frá því að stíga ógæfuspor og verða fíkniefnum að bráð. Við tryggjum ekki eftir á! Ingrid Kuhlman, stjórn Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Forvarnardagurinn er haldinn 5. október 2011. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. Þessi ráð eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Á þessu ári er einblínt sérstaklega á nemendur framhaldsskóla landsins og undanfarið hafa landsmönnum birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem unglingar svara spurningum um vímuefni og neyslu. Nýleg skýrsla sem Rannsóknir og greining vann sýnir að 9% nemenda í framhaldsskóla reykja daglega, 43% hafa verið ölvaðir síðastliðna 30 daga, 7% hafa neytt hass einu sinni eða oftar og 12% hafa neytt maríjúana einu sinni eða oftar. Forvarnardagurinn á því fullt erindi í framhaldsskólana. Það er ýmislegt sem foreldrar og aðrir uppalendur geta gert til að minnka líkur á því að börn og unglingar hefji neyslu: -Notalegar stundir og samvera með fjölskyldunni er ein besta forvörnin gegn fíkniefnum. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldu sinni eru síður líklegir til að leiðast út í fíkniefnaneyslu. Klukkutími getur með öðrum orðum ráðið úrslitum. -Uppbyggilegt og gott samband milli foreldra og unglinga sem byggist á trausti eykur líkurnar á að unglingar biðji um aðstoð lendi þeir í vandræðum. -Þátttaka í íþróttum og öðru skipulögðu æskulýðsstarfi undir leiðsögn ábyrgra aðila hefur mikið forvarnargildi því rannsóknir hafa sýnt að ungmenni eru þá ólíklegri til að falla fyrir fíkniefnum eða leiðast út í aðra óæskilega hegðun. -Því lengur sem ungmenni sniðganga áfengi, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Hvert ár skiptir því máli. -Mikilvægt er að foreldrar séu vakandi og fylgist með þróun mála. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar foreldra sem vita gjarnan hvar þeir eru á kvöldin og með hverjum, eru ólíklegri til að neyta fíkniefna en þeir unglingar sem eru undir minna eftirliti. -Stuðningur foreldra skiptir sköpum til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist inn á braut fíkniefnaneyslu. Mikið ríður á að einstaklingur sem ákveður að hefja ekki drykkju fái stuðning úr sínu umhverfi til að standa við þá ákvörðun. -Mikil forvörn er í því að foreldrar kynnist foreldrum og vinum/skólafélögum þar sem rannsóknir hafa sýnt að það dregur úr líkum á að unglingar þeirra afvegaleiðist og ánetjist fíkniefnum. -Samstaða og þátttaka foreldra, t.d. í skólastarfi, íþróttastarfi og foreldrarölti, hefur einnig mikið forvarnargildi. Mikilvægt er að samfélag og net foreldra sé til staðar og þeir láti sig varða hag unglinga almennt. Það þarf nefnilega heilt samfélag til að ala upp barn. -Mikilvægt er einnig að foreldrar styrki sjálfsmynd ungmenna þannig að þau þrói með sér nægilegt sjálfstraust til að geta sagt „nei, takk“ þegar þeim eru boðin fíkniefni. Tökum höndum saman og forðum ungmennum okkar frá því að stíga ógæfuspor og verða fíkniefnum að bráð. Við tryggjum ekki eftir á! Ingrid Kuhlman, stjórn Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun