Fersk hljómsveit eftir átta ára hvíld 27. október 2011 13:00 Löng töf á enda Náttfari gefur út fyrstu plötu sína á morgun, ellefu árum eftir að sveitin var stofnuð. Frá vinstri eru Nói, Ólafur, Andri og Haraldur. Fyrsta plata hljómsveitarinnar Náttfara kemur út á morgun, en sveitin var endurvakin í fyrra eftir átta ára pásu. Trommari Náttfara segir að frelsun hafi verið fólgin í því að taka upp gömlu lögin á ný. „Það var búið að vera í deiglunni í nokkur ár að klára þetta. Þegar menn fóru svo að spila saman aftur fékk maður áhugann á þessu aftur. Þó að lögin séu í sumum tilvikum 8-9 ára gömul finnst mér þau nokkuð fersk,“ segir Nói Steinn Einarsson, trommari Náttfara. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Töf, kemur út á morgun og liðsmenn sveitarinnar fagna útgáfunni með teiti á Dillon í kvöld. Náttfari leit dagsins ljós árið 2000 og sveitin var áberandi í tónleikahaldi næstu misserin á eftir. Hún lagðist svo í dvala árið 2003. „Það var engin gífurleg dramatík í þessu, menn sneru sér bara að öðru. Við Andri fórum í Leaves og Halli fór í nám,“ segir Nói. Náttfari tók aftur upp þráðinn í fyrra við tónleikahald og upptökur en afrakstur þeirra lítur nú dagsins ljós. Auk Nóa skipa sveitina Andri Ásgrímsson, Haraldur Þorsteinsson og Ólafur Josephson. Nói segir að það hafi verið góð tilfinning að ljúka loks upptökum á gömlu lögunum. „Við þrír upprunalegu meðlimirnir erum búnir að vera góðir vinir í mörg ár og þetta hefur legið svolítið á okkur. Nú erum við búnir að hreinsa þetta út af borðinu og það er ákveðin frelsun að hafa gert það. Það er góð stemning í bandinu og við getum farið að vinna í nýju efni.“ Náttfari var hluti af mikilli síðrokksbylgju sem gekk yfir í byrjun aldarinnar. Nói er spurður að því hvort það sé ekki svolítil tímaskekkja að spila og gefa út síðrokk í dag. „Ég veit það ekki, kannski erum við bara alveg út úr kú,“ segir hann og hlær. „Ég held að áhrif frá síðrokki séu enn til staðar þó að þessi bylgja sé ekki eins stór og hún var. Sigur Rós er í grunninn síðrokksband og ef maður lítur á sumar af þessum ungu sveitum í dag, Míri, Sudden Weather Change, Nolo og fleiri, þá lifir þetta enn að einhverju leyti í þeim.“ Nói og félagar halda útgáfuhóf á Dillon á Laugavegi í kvöld þar sem platan verður til sölu. Hófið hefst klukkan 19 og stendur til 22. „Platan verður á fóninum og svo ætlum við að spila nokkur lög,“ segir Nói að endingu. Fram undan eru síðan tónleikar á Faktorý 3. nóvember ásamt Feldberg, auk þess sem sveitin hefur bókað sig á Bakkus og Gauk á Stöng í nóvember. Þá er ráðgert að halda útgáfutónleika þegar líður að jólum. [email protected] Lífið Tónlist Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Skýringar á jólastressinu margvíslegar Áskorun „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Náttfara kemur út á morgun, en sveitin var endurvakin í fyrra eftir átta ára pásu. Trommari Náttfara segir að frelsun hafi verið fólgin í því að taka upp gömlu lögin á ný. „Það var búið að vera í deiglunni í nokkur ár að klára þetta. Þegar menn fóru svo að spila saman aftur fékk maður áhugann á þessu aftur. Þó að lögin séu í sumum tilvikum 8-9 ára gömul finnst mér þau nokkuð fersk,“ segir Nói Steinn Einarsson, trommari Náttfara. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Töf, kemur út á morgun og liðsmenn sveitarinnar fagna útgáfunni með teiti á Dillon í kvöld. Náttfari leit dagsins ljós árið 2000 og sveitin var áberandi í tónleikahaldi næstu misserin á eftir. Hún lagðist svo í dvala árið 2003. „Það var engin gífurleg dramatík í þessu, menn sneru sér bara að öðru. Við Andri fórum í Leaves og Halli fór í nám,“ segir Nói. Náttfari tók aftur upp þráðinn í fyrra við tónleikahald og upptökur en afrakstur þeirra lítur nú dagsins ljós. Auk Nóa skipa sveitina Andri Ásgrímsson, Haraldur Þorsteinsson og Ólafur Josephson. Nói segir að það hafi verið góð tilfinning að ljúka loks upptökum á gömlu lögunum. „Við þrír upprunalegu meðlimirnir erum búnir að vera góðir vinir í mörg ár og þetta hefur legið svolítið á okkur. Nú erum við búnir að hreinsa þetta út af borðinu og það er ákveðin frelsun að hafa gert það. Það er góð stemning í bandinu og við getum farið að vinna í nýju efni.“ Náttfari var hluti af mikilli síðrokksbylgju sem gekk yfir í byrjun aldarinnar. Nói er spurður að því hvort það sé ekki svolítil tímaskekkja að spila og gefa út síðrokk í dag. „Ég veit það ekki, kannski erum við bara alveg út úr kú,“ segir hann og hlær. „Ég held að áhrif frá síðrokki séu enn til staðar þó að þessi bylgja sé ekki eins stór og hún var. Sigur Rós er í grunninn síðrokksband og ef maður lítur á sumar af þessum ungu sveitum í dag, Míri, Sudden Weather Change, Nolo og fleiri, þá lifir þetta enn að einhverju leyti í þeim.“ Nói og félagar halda útgáfuhóf á Dillon á Laugavegi í kvöld þar sem platan verður til sölu. Hófið hefst klukkan 19 og stendur til 22. „Platan verður á fóninum og svo ætlum við að spila nokkur lög,“ segir Nói að endingu. Fram undan eru síðan tónleikar á Faktorý 3. nóvember ásamt Feldberg, auk þess sem sveitin hefur bókað sig á Bakkus og Gauk á Stöng í nóvember. Þá er ráðgert að halda útgáfutónleika þegar líður að jólum. [email protected]
Lífið Tónlist Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Skýringar á jólastressinu margvíslegar Áskorun „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira