Brynjar Már verður að vakna sjálfur 27. október 2011 08:00 Magasín á morgnana Þau Erna Hrönn, Brynjar Már og Þórhallur eru nýir morgunhanar á FM957. „Það er komin pressa á mann að vakna snemma og alveg bannað að sofa yfir sig,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, einn þriggja umsjónarmanna á nýja morgunþættinum Magasín á FM957. Þátturinn hóf göngu sína í morgun en ásamt Ernu Hrönn situr Brynjar Már Valdimarsson einnig við hljóðnemann, sem og að grínistinn Þórhallur Þórhallsson verður með regluleg innslög í þættinum. Erna Hrönn einbeitir sér að því að fara snemma að sofa næstu daga, en þættirnir fara í loftið klukkan sjö á hverjum morgni, sem þýðir að mæting í vinnuna er rúmlega sex. „Brynjar Már grínast með það að ég eigi eftir að þurfa að draga hann á lappir á morgnana en hann verður nú bara að sjá um sig sjálfur enda fullorðinn maður,“ segir Erna Hrönn hlæjandi, en hún og Brynjar Már hafa hingað til stjórnað þættinum Fjögur sex á FM957 og ætla að halda sömu stemningunni fyrir morgunhressa hlustendur. „Við verðum með sömu föstu liðina, eins og Tímasprengjuna og Heilahristinginn, sem eru þrautir sem hafa vakið lukku. Þórhallur kemur inn í þetta og það er skemmtilegt,“ segir Erna Hrönn spennt og lofar að ekkert verði um þung málefni í þættinum eins og stjórnmál og kreppu. „Við ætlum að létta lundina á hlustendum á morgnana.“ Erna Hrönn og Brynjar Már ætla að byrja með trompi, en þau halda til Stokkhólms á mánudaginn á tónleika með Rihönnu ásamt hópi af hlustendum. „Við ætlum að taka púlsinn á Stokkhólmi á þriðjudag og miðvikudag og hver veit nema við fáum að heyra í stjörnunni sjálfri Rihönnu.“- áp Fréttir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
„Það er komin pressa á mann að vakna snemma og alveg bannað að sofa yfir sig,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, einn þriggja umsjónarmanna á nýja morgunþættinum Magasín á FM957. Þátturinn hóf göngu sína í morgun en ásamt Ernu Hrönn situr Brynjar Már Valdimarsson einnig við hljóðnemann, sem og að grínistinn Þórhallur Þórhallsson verður með regluleg innslög í þættinum. Erna Hrönn einbeitir sér að því að fara snemma að sofa næstu daga, en þættirnir fara í loftið klukkan sjö á hverjum morgni, sem þýðir að mæting í vinnuna er rúmlega sex. „Brynjar Már grínast með það að ég eigi eftir að þurfa að draga hann á lappir á morgnana en hann verður nú bara að sjá um sig sjálfur enda fullorðinn maður,“ segir Erna Hrönn hlæjandi, en hún og Brynjar Már hafa hingað til stjórnað þættinum Fjögur sex á FM957 og ætla að halda sömu stemningunni fyrir morgunhressa hlustendur. „Við verðum með sömu föstu liðina, eins og Tímasprengjuna og Heilahristinginn, sem eru þrautir sem hafa vakið lukku. Þórhallur kemur inn í þetta og það er skemmtilegt,“ segir Erna Hrönn spennt og lofar að ekkert verði um þung málefni í þættinum eins og stjórnmál og kreppu. „Við ætlum að létta lundina á hlustendum á morgnana.“ Erna Hrönn og Brynjar Már ætla að byrja með trompi, en þau halda til Stokkhólms á mánudaginn á tónleika með Rihönnu ásamt hópi af hlustendum. „Við ætlum að taka púlsinn á Stokkhólmi á þriðjudag og miðvikudag og hver veit nema við fáum að heyra í stjörnunni sjálfri Rihönnu.“- áp
Fréttir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira