Skráning stjórnmálaskoðana Haukur Arnþórsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Fræðimenn hafa skrifað nokkuð um gagnsæi og hlutverk samþættra upplýsinga í samfélaginu og hvernig þessi hugtök hafa áhrif á persónuvernd og hafa slík fræði verið kennd við stjórnmáladeild HÍ. Þeir setja gjarnan fram að vega og meta þurfi persónuverndaráhættu í hverju og einu tilviki og hafa til hliðsjónar hlutverk og samfélagslegt gagn persónugreinanlegrar skráningar á upplýsingum. Það er að meta á málefnalegan hátt mikilvægi nýrrar skráningar á móti minni persónuvernd. Betri ReykjavíkNú liggur fyrir að skráning Íbúa á stjórnmálaskoðunum almennings á vefnum Betri Reykjavík, þjónar ekki þeim tilgangi sem upphaflega var kynntur. Í viðtali við forstjóra Íbúa í Speglinum á rás 1 í sl. viku ítrekaði hann að enda þótt Reykjavíkurborg tæki mál á dagskrá ráða á grundvelli þessarar kosninga geta allir íbúar komið málum eftir öðrum leiðum á dagskrá þeirra, t.d. með því að senda bréf til þeirra. Þetta staðfesti borgarlögmaður í símtali við greinarhöfund. Þetta er sennilega gert vegna þess að val með netkosningu lítur ekki vel út fyrir stjórnkerfi borgarinnar, sérstaklega er möguleikinn að kjósa á móti máli sérkennilegur og getur unnið gegn minnihlutahópum. Þá er netkosning ekki málefnaleg leið við val mála og málshefjenda. Úr því að forstjóri Íbúa og forsvarsmenn Reykjavíkurborgar leggja á það áherslu að íbúar borgarinnar geti farið aðrar leiðir við að koma málum á dagskrá í stjórnkerfi borgarinnar þá má spyrja sig: Af hverju er boðið upp á nákvæma kosningu á vefnum og þar með skráningu á stjórnmálaskoðunum almennings með tilheyrandi persónuverndaráhættu ef hún þjónar litlum eða engum tilgangi? Svo gæti virst að eina hlutverk skráningarinnar sé að kortleggja stjórnmálalegan vilja íbúanna nákvæmlega í gagnagrunnum félagsins. Betra ÍslandSkráning skoðana á vefnum Betra Ísland hefur ekki verið réttlætt með neinu móti. Minnt skal á að þar er hægt að kjósa um flest eða öll mál sem liggja fyrir Alþingi. Þau mál eru oft lögð fram eftir flokkslínum. Önnur mál eru einnig lögð fram á vefnum. Á grundvelli skráningar hans geta Íbúar því gert ennþá nákvæmari prófíl af notendum hans en á vefnum Betri Reykjavík. Þeir geta m.a. greint stuðning við einstaka stjórnmálaflokka, með því að skoða afstöðu fylgismanna þeirra til þingmála og hvernig þeir bregðast við öðrum landsmálum. Ef notendur eru á báðum vefjunum má samkeyra upplýsingar þeirra og fæst þá fram einstök mynd af stjórnmálavilja Reykvíkinga. Þannig getur Betra Ísland stóraukið persónuverndaráhættuna af rekstri Betri Reykjavíkur. Stuðningur eða andstaða á vefjunum við mál hefur lítið eða ekkert lýðræðislegt gildi og gefur ákvörðunum ekki aukið lögmæti, hefur ekki beinan tilgang og netkosningin virðist því hreinn samkvæmisleikur. Við mat á ávinningi af kosningum á vefjunum hlýtur að koma í ljós að afar dýrt sé að skrá stjórnmálaskoðanir almennings kerfisbundið sé miðað við persónuverndarsjónarmið og opna með því móti möguleika á gerð nákvæms prófíls af þeim, samanborið við það samfélagslega gagn sem skráningin gerir. Kosningunni á vefjunum þyrfti því að hætta sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fræðimenn hafa skrifað nokkuð um gagnsæi og hlutverk samþættra upplýsinga í samfélaginu og hvernig þessi hugtök hafa áhrif á persónuvernd og hafa slík fræði verið kennd við stjórnmáladeild HÍ. Þeir setja gjarnan fram að vega og meta þurfi persónuverndaráhættu í hverju og einu tilviki og hafa til hliðsjónar hlutverk og samfélagslegt gagn persónugreinanlegrar skráningar á upplýsingum. Það er að meta á málefnalegan hátt mikilvægi nýrrar skráningar á móti minni persónuvernd. Betri ReykjavíkNú liggur fyrir að skráning Íbúa á stjórnmálaskoðunum almennings á vefnum Betri Reykjavík, þjónar ekki þeim tilgangi sem upphaflega var kynntur. Í viðtali við forstjóra Íbúa í Speglinum á rás 1 í sl. viku ítrekaði hann að enda þótt Reykjavíkurborg tæki mál á dagskrá ráða á grundvelli þessarar kosninga geta allir íbúar komið málum eftir öðrum leiðum á dagskrá þeirra, t.d. með því að senda bréf til þeirra. Þetta staðfesti borgarlögmaður í símtali við greinarhöfund. Þetta er sennilega gert vegna þess að val með netkosningu lítur ekki vel út fyrir stjórnkerfi borgarinnar, sérstaklega er möguleikinn að kjósa á móti máli sérkennilegur og getur unnið gegn minnihlutahópum. Þá er netkosning ekki málefnaleg leið við val mála og málshefjenda. Úr því að forstjóri Íbúa og forsvarsmenn Reykjavíkurborgar leggja á það áherslu að íbúar borgarinnar geti farið aðrar leiðir við að koma málum á dagskrá í stjórnkerfi borgarinnar þá má spyrja sig: Af hverju er boðið upp á nákvæma kosningu á vefnum og þar með skráningu á stjórnmálaskoðunum almennings með tilheyrandi persónuverndaráhættu ef hún þjónar litlum eða engum tilgangi? Svo gæti virst að eina hlutverk skráningarinnar sé að kortleggja stjórnmálalegan vilja íbúanna nákvæmlega í gagnagrunnum félagsins. Betra ÍslandSkráning skoðana á vefnum Betra Ísland hefur ekki verið réttlætt með neinu móti. Minnt skal á að þar er hægt að kjósa um flest eða öll mál sem liggja fyrir Alþingi. Þau mál eru oft lögð fram eftir flokkslínum. Önnur mál eru einnig lögð fram á vefnum. Á grundvelli skráningar hans geta Íbúar því gert ennþá nákvæmari prófíl af notendum hans en á vefnum Betri Reykjavík. Þeir geta m.a. greint stuðning við einstaka stjórnmálaflokka, með því að skoða afstöðu fylgismanna þeirra til þingmála og hvernig þeir bregðast við öðrum landsmálum. Ef notendur eru á báðum vefjunum má samkeyra upplýsingar þeirra og fæst þá fram einstök mynd af stjórnmálavilja Reykvíkinga. Þannig getur Betra Ísland stóraukið persónuverndaráhættuna af rekstri Betri Reykjavíkur. Stuðningur eða andstaða á vefjunum við mál hefur lítið eða ekkert lýðræðislegt gildi og gefur ákvörðunum ekki aukið lögmæti, hefur ekki beinan tilgang og netkosningin virðist því hreinn samkvæmisleikur. Við mat á ávinningi af kosningum á vefjunum hlýtur að koma í ljós að afar dýrt sé að skrá stjórnmálaskoðanir almennings kerfisbundið sé miðað við persónuverndarsjónarmið og opna með því móti möguleika á gerð nákvæms prófíls af þeim, samanborið við það samfélagslega gagn sem skráningin gerir. Kosningunni á vefjunum þyrfti því að hætta sem fyrst.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun