
Bláfjöll eru á jaðarvatnsverndarsvæði
Þið eruð að biðja skíðafólk að sýna biðlund. Það höfum við svo sannarlega gert, en frá árinu 2000 hafa opnunardagar verið fáir og höfum við lítið getað æft eða stundað skíðin síðastliðin 10 ár eins og önnur svæði hér á landi sem eru að bjóða upp á snjóframleiðslu eins og t.d. Tindastóll, Akureyri, Dalvík. Við hreinlega getum ekki beðið degi lengur, því miður.
Skýrslur hafa sýnt að snjóframleiðsla mengar ekki neitt og því ætti það ekki að vera afsökunin eða fyrirstaðan lengur. En fyrst mengun er ein af aðalumræðunum þá mengar mikið að keyra norður helgi eftir helgi og fljúga til útlanda til að geta æft skíði, er ekki rétt að þið horfið á heildarmyndina. Það eru snjóframleiðslukerfi úti um allan heim og búin að vera undanfarin 30 ár og meira, endilega reynið að hafa upp á upplýsingum einhversstaðar um að þetta hafi mengað umhverfið, því ekki hef ég fundið það.
Við skíðafólk höfum ekki tíma og getum ekki beðið eftir heildarmati á Bláfjallasvæðinu út af Þríhnjúkagígum, þeir tengjast skíðaíþróttinni ekki neitt. Það er verið að biðja um nokkra blásara hér og þar sem blása vatni upp í loftið og þá frís vatnið og breytist í snjó, hvernig getið þið verið svona á móti því ?
Einnig vitnið þið í að það sé kominn tími á endurnýjun í Bláfjöllum, ég hef ekki orðið var við neitt nema eitthvað sem heitir eðlilegt viðhald, en öllu er mjög vel við haldið í Bláfjöllum og allt í mjög fínu standi.
Ég er þjálfari hjá Breiðablik og er foreldri tveggja afreksbarna í skíðaíþróttinni og ég er að gefast upp á því að bíða eftir því að eitthvað gerist. Er það raunin að það þurfi að minna ykkur á að það er barnaheill að stunda íþróttir. Við þurfum okkar aðstöðu til að æfa okkar íþrótt sem er skíði og það núna í vetur. Hvað þarf að breytast til að fólk skilji það?
Þetta kostar Kópavogsbæ um það bil 40 milljónir í fyrsta áfanga, þetta mun koma margfalt til baka. Fyrst vildi Kópavogsbær bíða eftir skýrslunni um mengunaráhrif frá Mannviti, skýrslan kom og hún sannaði að það er engin mengun eða áhætta sem hlýst af snjóframleiðslu eða umferð til Bláfjalla, en þá er fundið upp á einhverju nýju, t.d. heildarmati með Þríhnjúkagígum, eða með öðrum orðum enn er reynt að tefja málið frekar.
Það er því miður verið að drepa skíðaíþróttina með þessari háttsemi hér fyrir sunnan, sem er einungis út af pólitískum toga og hefur það einnig áhrif á allt landið því hér sunnanlands er fjöldinn og ef hann hefur ekki aðgang að brekkum þá leggst skíðaíþróttin á Íslandi niður. Ástæður eru margar og ein af þeim er að fólk ætlar ekki að eiga útbúnað upp á mörg hundruð þúsund krónur til að keyra eina ferð á ári til Akureyrar.
Nú skora ég á alla sem málið varðar að ganga hratt til verks og klára þessi mál.
Skoðun

Menntun fyrir öll – nema okkur
Haukur Guðmundsson skrifar

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika
Davíð Bergmann skrifar

Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Að sækja gullið (okkar)
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Til hamingju blaðamenn!
Hjálmar Jónsson skrifar

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Bubbi Morthens skrifar

Börn í skugga stríðs
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar

Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra?
Ævar Harðarson skrifar

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Opið hús fyrir útvalda
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Af hverju hræðist fólk kynjafræði?
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar

Valdið og samvinnuhugsjónin
Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

NPA breytti lífinu mínu
Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Gildi kærleika og mannúðar
Toshiki Toma skrifar

Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Jón Skafti Gestsson skrifar

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar