

Beint lýðræði á Íslandi
Þátttöku í stjórnmálum verður að gera eins auðvelda fyrir almenning og finna verður tæknilegar leiðir til þess að fá sem flesta til að taka þátt. Traust almennings á stjórnvöldum hefur minnkað jafnt og þétt síðustu áratugi og er nú í sögulegu lágmarki, en 90% kjósenda treysta ekki Alþingi. Besta leiðin að aukinni þjóðfélagssátt, betri stjórnmálaumræðu og réttlátara samfélagi er að auka vægi beins lýðræðis og gera lýðræðisþátttöku auðveldari.
Það eru 5% almennings sem taka virkan þátt í stjórnmálum í heimalöguðu kerfi, en við verðum að gera betur og sníða pólitíska kerfið að hinum 95% sem vilja láta sig pólitík varða, þó ekki nema væri bara stundum. Íslendingar kippa sér ekki upp við að koma upp allskyns aðstöðu fyrir áhugafólk t.d. fótbolta- og golfvöllum o.s.frv. sem er ekki eingöngu ætlað fyrir atvinnumenn og gætu Íslendingar farið eins að, þ.e. að færa stjórnmálin nær fólkinu.
Til þess að leysa þetta mætti vopna alla kosningabæra landsmenn með spjaldtölvum. Ávinningurinn með því að virkja landsmenn með spjaldtölvum í þjóðfélagsumræðuna er margvíslegur fyrir utan augljóst kostnaðaraðhald. Þjóðfélag okkar þarfnast þátttöku almennings vegna mikilvægra málefna sem eru að hrjá þjóðfélagið í dag eins og efnahagslífið, félagslega kerfið og umhverfið o.s.frv.
Hafa mætti rafrænar kosningar t.d. í félög, sveitarfélög, stjórnir lífeyrissjóða og verkalýðsfélög og síðast en ekki síst þjóðaratkvæðagreiðslur, eins oft og þarf. Íslendingar hafa nú þegar komið sér upp rafrænum skilríkjum sem tryggir persónuvernd. Rafræn skilríki bjóða upp á mikið hagræði og sparnað sem einfaldar aðgengi og eykur öryggi í samskiptum.
Verslun og viðskipti, samskipti- og upplýsingaöflun, dreifing mynda, bóka og tónlistar á netinu hefur gjörbreytt lífi fólks. Heimurinn er við fingurgómana á neytandanum. Apple, Facebook, Twitter, Google, Amazon, Skype, Ebay o.s.frv. hafa gjörbylt heimsmenningunni og umgengnisháttum. Sjóndeildarhringur einstaklinga, samskipti manna og þjóða er að gjörbreytast og til verða ný svið í viðskiptum og dreifingu fjölbreyttrar menningar.
Forstjóri Google, Eric Schmidt, vill meina að framtíðarþróun internetsins komi til með að halda ríkisstjórnum við efnið, þar sem almenningur sé að tileinka sér notkun og tækifæri netsins og nýti þetta nýja vald til þess að kanna rétt sinn. Hann segir: „Á meðal þjóða og smærri samfélaga á jörðinni er fólkið að snúa sér að internetinu til þess að halda ríkisstjórnum heiðarlegum. Uppljóstranir hafa aldrei verið auðveldari.“
52% af íbúum heimsins eru undir 30 ára að aldri og það er þessi aldurshópur sem kemur til með að hafa meiri áhrif en menn grunar í framtíðinni, en þessi aldurshópur er einmitt sá hópur sem notar netið mest. Þessi aldurshópur er á netinu alla daga, þar er hægt að ná til þeirra, því þar tala þau saman. Þessi hópur deilir hugmyndum, menningu, „apps“ (viðeiganleika/notendatækni) sín á milli. Schmidt bætir því við að frekari aðlögun, aðgengi og notkun internetsins komi til með að skapa tvo heima – raunveruleikaheim þar sem ríkið stjórnar sínum þegnum og sýndarveruleikaheim þar sem almenningur getur haft áhrif.
Ekki er síður mikilvægt að við berum gæfu til að nýta tæknina til aukins félagslegs jafnréttis og til eflingar íslenskrar tungu og menningar. Internetið er yfirfullt af erlendu efni af misjafnri gerð og verðum við að halda vöku okkar fyrir óæskilegu efni sem fylgir ótakmörkuðum aðgangi að upplýsingum og nota öll tiltæk ráð í það að stöðva ólöglegt efni. Mikilvægt er að huga vel að menningarlegri og félagslegri hlið þeirra breytinga sem upplýsingasamfélagið býður upp á.
Þátttöku allra þjóðfélagsþegna verður að tryggja og virkja í okkar nýju samfélagsgerð svo ekki myndist tveir hópar, þeir sem nota tölvur og nýjustu tækni og svo þeir sem ekki tileinka sér það. Hagvöxtur framtíðarinnar byggir á hátækni, hraða, aðgangi að upplýsingum og hæfileikum til að nýta þær. Netið er stærsta fræðslu- og upplýsingastofnun veraldar. Stjórnmálaumræða framtíðarinnar mun fara fram í netheimum. Frí þráðlaus nettenging og háhraðanet verður að vera í þéttbýliskjörnum. Þetta er framtíðin og Íslendingar með eitt elsta löggjafarþing veraldar eiga að vera brautryðjendur í þróun beins lýðræðis í heiminum. Allt sem til þarf er hugdjörf framtíðarsýn og vilji til verks.
Skoðun

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar