Kvikmynd Angelinu Jolie, In the Land of Blood and Honey, er tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna sem besta erlenda myndin. Þetta er fyrsta myndin sem Jolie leikstýrir og hún viðurkennir að hafa alls ekki átt von á þessu.
„Ég var búin að gleyma þessum degi og var bara að sinna foreldrahlutverkinu," segir Jolie en hún var á leiðinni til tannlæknis með börnin sín. „Ég kveikti bara á símanum mínum og sá tölvupóst. Að gera kvikmynd sem þér þykir vænt um er eitt og að fá henni dreift er annað. Þetta er hins vegar framar öllum mínum vonum," hefur Hollywood Reporter eftir Jolie.

