Fagleg vinnubrögð, oft var þörf en nú er nauðsyn! Þórarinn Eyfjörð skrifar 22. janúar 2011 06:00 Ríkisendurskoðun hefur af einhverjum ástæðum gengið fram fyrir skjöldu og gert þá kröfu, að lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna verði breytt. Breytingarnar eiga að gera forstöðumönnum auðveldara fyrir að reka fólk úr starfi. Hér er á ferðinni í hæsta máta ósmekkleg og ómálefnaleg áhersla hjá ríkisstofnun, þegar ríkisstjórnin landsins leitar allra leiða til að vinna gegn atvinnuleysi. Fulltrúar ríkisendurskoðunar lýstu þessari áherslu á fundi forstöðumanna stofnunar stjórnsýslufræða þann 10. nóvember 2010, þar sem kynnt var niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal forstöðumanna ríkisins. Nú hefur þetta álit ríkisendurskoðunar verið birt í skýrslu. Í könnun Ríkisendurskoðunar koma fram mjög alvarlegar vísbendingar um takmarkaða þekkingu og getu forstöðumanna ríkisstofnana í mannauðsmálum. Styrkur þeirra virðist sannarlega ekki liggja í mannauðsstjórnun heldur á fagsviði viðkomandi forstöðumanns. Hvernig er þá ástandið í starfsmannamálum? Helmingur forstöðumanna metur ekki frammistöðu starfsmanna með formlegum hætti. Flestir þeirra telja sig þó umkomna til að sinna vel starfsmannamálum. Rúmlega þriðjungur þeirra telur sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar með því að reka eldri starfsmenn og ráða nýja! Hér er verulegra umbóta þörf á þekkingu og getu stjórnenda ríkisstofnana. Fyrirsögnin hér að ofan er fengin úr pistli frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sem birtist í Fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana 15. júní 2010. Þessi fyrirsögn lætur lítið yfir sér en er merkileg þegar nánar er að gáð. Umrædd grein leggur út af nauðsyn þess að ríkisvaldið tryggi gott og faglegt starfsumhverfi forstöðumanna. Áhersla er lögð á að góð stjórnsýsla komi ekki af sjálfu sér og vitnað er í skýrslu starfshóps sem kannaði viðbrögð stjórnsýslunnar við rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem segir m.a. að; „ ... það þurfi að efla hinn faglega grundvöll stjórnsýslunnar meðal annars með því að tryggja faglegar ráðningar æðstu stjórnenda og þróa áherslur í starfsmannamálum þannig að hún veiti stjórnendum hæfilega umbun og aðhald". Þetta er athyglisverð fullyrðing. Áfram segir: „... faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur. Ástæður þessa eru sagðar ýmsar s.s. pólitískt inngrip í störf hennar, smæð eininga, persónutengsl og ónóg áhersla á faglega starfshætti." Þar höfum við það. Faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur vegna þess m.a. að það er ónóg áhersla á faglega starfshætti. Hér er rétt að velta fyrir sér hverjir það eru sem stjórna hinum faglegu starfsháttum. Þar með talið mannauðsmálum. Á síðustu árum hefur mannauðsstjórnun rutt sér til rúms sem aðferðarfræði við stjórnun starfmannamála. Mikil áhersla er lögð m.a. á starfsmannasamtöl, starfsþróun, fræðslu og þjálfun, frammistöðumat, upplýsingamiðlun, launamál, umbun, hvatningu, endurgjöf, liðsheildarmál og fleira. Sem sagt; faglega starfshætti. Þar með talið faglega stjórnun. Það er vitað að starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur lagt ríka áherslu á að stjórnendur ríkisstofnana tileinki sér fagleg vinnubrögð við mannauðsmál. Með því vinnur ráðuneytið í takt við þær áherslur sem menn hafa trú á að skili bestum árangri hjá starfshópnum. En hvaða leiðir á þá að fara ef stjórnendur treysta sér ekki til að vinna eftir áherslum mannauðsstjórnunar? Augljósasta svarið er að veita forstöðumönnum og stjórnendum aðgang að námi og þjálfun á þessu sviði og tryggja að þeir sæki sér slíka þekkingu. Það er einnig vitað að stór hluti forstöðumanna hefur enga sérstaka þjálfun á þessu sviði. Þar getur skýringin verið komin á því hvers vegna þeir telja frumstæðar og úreltar aðferðir líklegar til árangurs í starfsmannamálum. Það er vond staða og því þarf að breyta. Það liggur í augum uppi að ríkið á að bjóða upp á öfluga þjálfun fyrir stjórnendur sína á sviði starfsmannastjórnunar og mannauðsmála. Þó ekki væri nema fyrir það að með þjálfun stjórnenda á þessu sviði væri ríkið að tryggja eftir bestu getu að það sjálft verði eftirsóttur atvinnuveitandi, sem þekktur væri af framsækni, árangri í rekstri og góðum vinnuanda. Væri ekki nokkuð til vinnandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur af einhverjum ástæðum gengið fram fyrir skjöldu og gert þá kröfu, að lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna verði breytt. Breytingarnar eiga að gera forstöðumönnum auðveldara fyrir að reka fólk úr starfi. Hér er á ferðinni í hæsta máta ósmekkleg og ómálefnaleg áhersla hjá ríkisstofnun, þegar ríkisstjórnin landsins leitar allra leiða til að vinna gegn atvinnuleysi. Fulltrúar ríkisendurskoðunar lýstu þessari áherslu á fundi forstöðumanna stofnunar stjórnsýslufræða þann 10. nóvember 2010, þar sem kynnt var niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal forstöðumanna ríkisins. Nú hefur þetta álit ríkisendurskoðunar verið birt í skýrslu. Í könnun Ríkisendurskoðunar koma fram mjög alvarlegar vísbendingar um takmarkaða þekkingu og getu forstöðumanna ríkisstofnana í mannauðsmálum. Styrkur þeirra virðist sannarlega ekki liggja í mannauðsstjórnun heldur á fagsviði viðkomandi forstöðumanns. Hvernig er þá ástandið í starfsmannamálum? Helmingur forstöðumanna metur ekki frammistöðu starfsmanna með formlegum hætti. Flestir þeirra telja sig þó umkomna til að sinna vel starfsmannamálum. Rúmlega þriðjungur þeirra telur sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar með því að reka eldri starfsmenn og ráða nýja! Hér er verulegra umbóta þörf á þekkingu og getu stjórnenda ríkisstofnana. Fyrirsögnin hér að ofan er fengin úr pistli frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sem birtist í Fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana 15. júní 2010. Þessi fyrirsögn lætur lítið yfir sér en er merkileg þegar nánar er að gáð. Umrædd grein leggur út af nauðsyn þess að ríkisvaldið tryggi gott og faglegt starfsumhverfi forstöðumanna. Áhersla er lögð á að góð stjórnsýsla komi ekki af sjálfu sér og vitnað er í skýrslu starfshóps sem kannaði viðbrögð stjórnsýslunnar við rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem segir m.a. að; „ ... það þurfi að efla hinn faglega grundvöll stjórnsýslunnar meðal annars með því að tryggja faglegar ráðningar æðstu stjórnenda og þróa áherslur í starfsmannamálum þannig að hún veiti stjórnendum hæfilega umbun og aðhald". Þetta er athyglisverð fullyrðing. Áfram segir: „... faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur. Ástæður þessa eru sagðar ýmsar s.s. pólitískt inngrip í störf hennar, smæð eininga, persónutengsl og ónóg áhersla á faglega starfshætti." Þar höfum við það. Faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur vegna þess m.a. að það er ónóg áhersla á faglega starfshætti. Hér er rétt að velta fyrir sér hverjir það eru sem stjórna hinum faglegu starfsháttum. Þar með talið mannauðsmálum. Á síðustu árum hefur mannauðsstjórnun rutt sér til rúms sem aðferðarfræði við stjórnun starfmannamála. Mikil áhersla er lögð m.a. á starfsmannasamtöl, starfsþróun, fræðslu og þjálfun, frammistöðumat, upplýsingamiðlun, launamál, umbun, hvatningu, endurgjöf, liðsheildarmál og fleira. Sem sagt; faglega starfshætti. Þar með talið faglega stjórnun. Það er vitað að starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur lagt ríka áherslu á að stjórnendur ríkisstofnana tileinki sér fagleg vinnubrögð við mannauðsmál. Með því vinnur ráðuneytið í takt við þær áherslur sem menn hafa trú á að skili bestum árangri hjá starfshópnum. En hvaða leiðir á þá að fara ef stjórnendur treysta sér ekki til að vinna eftir áherslum mannauðsstjórnunar? Augljósasta svarið er að veita forstöðumönnum og stjórnendum aðgang að námi og þjálfun á þessu sviði og tryggja að þeir sæki sér slíka þekkingu. Það er einnig vitað að stór hluti forstöðumanna hefur enga sérstaka þjálfun á þessu sviði. Þar getur skýringin verið komin á því hvers vegna þeir telja frumstæðar og úreltar aðferðir líklegar til árangurs í starfsmannamálum. Það er vond staða og því þarf að breyta. Það liggur í augum uppi að ríkið á að bjóða upp á öfluga þjálfun fyrir stjórnendur sína á sviði starfsmannastjórnunar og mannauðsmála. Þó ekki væri nema fyrir það að með þjálfun stjórnenda á þessu sviði væri ríkið að tryggja eftir bestu getu að það sjálft verði eftirsóttur atvinnuveitandi, sem þekktur væri af framsækni, árangri í rekstri og góðum vinnuanda. Væri ekki nokkuð til vinnandi?
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun