Umfjöllun: Góður sigur Norðlendinga Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 3. febrúar 2011 19:42 Akureyringar eru enn á toppi deildarinnar. Fréttablaðið Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari. Geir Guðmundsson var ekki með Akureyri vegna meiðsla, og verður hann líklega frá út tímabilið. Valdimar Fannar Þórsson lék ekki með Val en hann var í banni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins en annars var sókn liðsins léleg í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-10. Vörn Akureyrar var frábær og hikandi Valsmenn áttu í stakasti vandræðum með að finna nokkrar glufur á henni. Fyrir aftan var Sveinbjörn Pétursson, sem spilaði í stuttbuxum í kvöld, vel á verði en hann hafði reyndar óvenju lítið að gera. Valsmenn skutu alls 27 sinnum á markið í fyrri hálfleik en hittu aðeins 17 sinnum á rammann. Tíu skot fóru í vörnina eða framhjá. Fremstir í flokki þar voru Anton Rúnarsson og Alex Jedic en sá síðarnefndi skoraði eina mark tvímenninganna fyrir utan í fyrri hálfleik en samtals áttu þeir tólf skot að marki. Á meðan skaut Akureyri 26 sinnum að marki og skoraði 17 mörk. Með frábærri vörn fengu Akureyringar mörg hröð upphlaup og þeir skoruðu alls níu af sautján mörkum úr hröðum upphlaupum, úr fyrstu eða annarri bylgju. Hlynur Morthens fann sig ekkert sérstaklega í markinu, hann varði sex skot í fyrri hálfleik. Akureyri leiddi því 17-10 í hálfleik og hafði þá keyrt algjörlega yfir Valsmenn. Eftir sex mínútur hafði Valur minnkað muninn í fjögur mörk, 18-14 og eftir níu í þrjú mörk. Munaði þar mikið um Hlyn Morthens sem varði jafn mikið á fyrstu tíu mínútunum og allan fyrri hálfleikinn, sex skot. Þegar 10 mínútur voru eftir leiddi Akureyri 22-18. Hlynur kom Val aftur inn í leikinn með góðri markvörslu og hélt þeim algjörlega á floti. Sveinbjörn varði líka vel í stuttbuxunum. Valsmenn minnkuðu muninn í 24-22 fimm mínútum fyrir leikslok en Akureyri svaraði strax. Ernir Hrafn var allt í öllu í sóknarleik Vals síðustu mínúturnar og virtist sá eini sem tók almennilega af skarið. Rúmum tveimur mínútum fyrir leiksklok missti Akureyri boltann klaufalega, og Valur fór í sókn. Liðið fékk strax á sig skref, Akureyri fór í hraðaupphlaup en fékk dæmdan á sig ruðning. 90 sekúndum fyrir leikslok skaut Ernir svo yfir og staðan 26-24. Hlynur varði frá Bjarna en Akureyri náði ómetanlegu frákasti og Oddur skoraði. Þar með var björninn unninn. Lokatölur voru 28-26 fyrir Akureyri.Akureyri –Valur 28-26 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (10), Bjarni Fritzson 6/2 (11), Heimir Örn Árnason 5 (11), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Daníel Einarsson 4 (8), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (8). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (42) 43%, Stefán U. Guðnason 0 (2/2) 0%.Hraðaupphlaup: 12 (Heimir 3, Bjarni 3, Hörður 2, Oddur 2, Guðmundur, Daníel).Fiskuð víti: 1 (Bjarni)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 9/3 (16), Orri Freyr Gíslason 5 (6), Sturla Ásgeirsson 4/1 (6), Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (2), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Alex Jedic 1 (7), Anton Rúnarsson 0 (8). Varin skot: Hlynur Morthens 16 (44) 36%,Hraðaupphlaup: 8 (Orri 3, Heiðar 3, Einar, Ernir).Fiskuð víti: 5 (Jón 2, Anton, Ernir, Orri)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson. Mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari. Geir Guðmundsson var ekki með Akureyri vegna meiðsla, og verður hann líklega frá út tímabilið. Valdimar Fannar Þórsson lék ekki með Val en hann var í banni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins en annars var sókn liðsins léleg í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 17-10. Vörn Akureyrar var frábær og hikandi Valsmenn áttu í stakasti vandræðum með að finna nokkrar glufur á henni. Fyrir aftan var Sveinbjörn Pétursson, sem spilaði í stuttbuxum í kvöld, vel á verði en hann hafði reyndar óvenju lítið að gera. Valsmenn skutu alls 27 sinnum á markið í fyrri hálfleik en hittu aðeins 17 sinnum á rammann. Tíu skot fóru í vörnina eða framhjá. Fremstir í flokki þar voru Anton Rúnarsson og Alex Jedic en sá síðarnefndi skoraði eina mark tvímenninganna fyrir utan í fyrri hálfleik en samtals áttu þeir tólf skot að marki. Á meðan skaut Akureyri 26 sinnum að marki og skoraði 17 mörk. Með frábærri vörn fengu Akureyringar mörg hröð upphlaup og þeir skoruðu alls níu af sautján mörkum úr hröðum upphlaupum, úr fyrstu eða annarri bylgju. Hlynur Morthens fann sig ekkert sérstaklega í markinu, hann varði sex skot í fyrri hálfleik. Akureyri leiddi því 17-10 í hálfleik og hafði þá keyrt algjörlega yfir Valsmenn. Eftir sex mínútur hafði Valur minnkað muninn í fjögur mörk, 18-14 og eftir níu í þrjú mörk. Munaði þar mikið um Hlyn Morthens sem varði jafn mikið á fyrstu tíu mínútunum og allan fyrri hálfleikinn, sex skot. Þegar 10 mínútur voru eftir leiddi Akureyri 22-18. Hlynur kom Val aftur inn í leikinn með góðri markvörslu og hélt þeim algjörlega á floti. Sveinbjörn varði líka vel í stuttbuxunum. Valsmenn minnkuðu muninn í 24-22 fimm mínútum fyrir leikslok en Akureyri svaraði strax. Ernir Hrafn var allt í öllu í sóknarleik Vals síðustu mínúturnar og virtist sá eini sem tók almennilega af skarið. Rúmum tveimur mínútum fyrir leiksklok missti Akureyri boltann klaufalega, og Valur fór í sókn. Liðið fékk strax á sig skref, Akureyri fór í hraðaupphlaup en fékk dæmdan á sig ruðning. 90 sekúndum fyrir leikslok skaut Ernir svo yfir og staðan 26-24. Hlynur varði frá Bjarna en Akureyri náði ómetanlegu frákasti og Oddur skoraði. Þar með var björninn unninn. Lokatölur voru 28-26 fyrir Akureyri.Akureyri –Valur 28-26 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 6 (10), Bjarni Fritzson 6/2 (11), Heimir Örn Árnason 5 (11), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Daníel Einarsson 4 (8), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (8). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (42) 43%, Stefán U. Guðnason 0 (2/2) 0%.Hraðaupphlaup: 12 (Heimir 3, Bjarni 3, Hörður 2, Oddur 2, Guðmundur, Daníel).Fiskuð víti: 1 (Bjarni)Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Vals (skot): Ernir Hrafn Arnarsson 9/3 (16), Orri Freyr Gíslason 5 (6), Sturla Ásgeirsson 4/1 (6), Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (2), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Alex Jedic 1 (7), Anton Rúnarsson 0 (8). Varin skot: Hlynur Morthens 16 (44) 36%,Hraðaupphlaup: 8 (Orri 3, Heiðar 3, Einar, Ernir).Fiskuð víti: 5 (Jón 2, Anton, Ernir, Orri)Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson. Mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira