Segir það hafa rúmast innan stefnu Haga að kaupa í 365 Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2012 19:30 Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að Hagar hafi fjárfest í óskyldum rekstri hér á árum áður og það hafi verið ákvörðun fyrrverandi stjórnar félagsins að kaupa hlut í 365 miðlum skömmu eftir bankahrun fyrir 810 milljónir króna. Hann segir Haga hafa tapað 300 milljónum króna á þessari fjárfestingu, en svarar því ekki hvort hann hafi verið hlynntur henni. Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða fyrir 405 milljónir króna. Hinn helmingurinn, sem upphaflega kostaði 405 milljónir króna, var seldur fyrir andvirði undir 100 milljónir króna til 365 miðla, aðila fjárhagslega tengdum Jóni Ásgeiri. Þessar upplýsingar komu fram í skráningarlýsingu Haga sem lögð var fram þegar félagið var skráð í Kauphöllina í desember sl. Finnur Árnason segir að fyrrverandi eigendur Haga og stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um þessi kaup. Varstu hlynntur þessu? „Það eina sem ég vil segja um þetta er að ég held að það fari enginn út í fjárfestingu nema til að hagnast á henni og það átti við um þessa fjárfestingu eins og aðra. Ég held líka í þessari umræðu sem kemur upp að það sé eðlilegt að fara yfir það, að allir fjölmiðlar á Íslandi, fyrir utan Ríkisútvarpið, séu að einhverju leyti í eigu aðila í ótengdri starfsemi. Ég trúi ekki öðru en að allir hafi fjárfest til þess að hagnast." Hagar er stór viðskiptavinur 365 miðla og kaupir auglýsingar í bæði sjónvarpi og dagblöðum. Nú er Samherji stór viðskiptavinur Olís og þeir eru í viðræðum um að kaupa Olís. Eru þetta kannski svipuð rök? „Fjárfesting er bara fjárfesting. Við keyptum í fjármálastofnunum og öðru sem við litum á sem hverja aðra fjárfestingu. Við vorum ekki að kaupa í fjármálastofnunum til að fá betri vexti eða þess háttar . Ný stjórn Haga hefur hins vegar markað þá stefnu að eingöngu verði fjárfest í kjarnastarfsemi hér eftir þannig að við höfum breytt um stefnu frá því fyrir hrun. Og það er farið út í fjárfestingar með það að markmiði að hagnast á þeim." Sjá má hluta úr viðtalinu við Finn þar sem hann ræðir kaupin á 365 hér fyrir ofan. Viðtalið í nýjasta þættinum af Klinkinu í heild sinni má finna hér. Þess ber að geta að Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem reka m.a fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Klinkið Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að Hagar hafi fjárfest í óskyldum rekstri hér á árum áður og það hafi verið ákvörðun fyrrverandi stjórnar félagsins að kaupa hlut í 365 miðlum skömmu eftir bankahrun fyrir 810 milljónir króna. Hann segir Haga hafa tapað 300 milljónum króna á þessari fjárfestingu, en svarar því ekki hvort hann hafi verið hlynntur henni. Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða fyrir 405 milljónir króna. Hinn helmingurinn, sem upphaflega kostaði 405 milljónir króna, var seldur fyrir andvirði undir 100 milljónir króna til 365 miðla, aðila fjárhagslega tengdum Jóni Ásgeiri. Þessar upplýsingar komu fram í skráningarlýsingu Haga sem lögð var fram þegar félagið var skráð í Kauphöllina í desember sl. Finnur Árnason segir að fyrrverandi eigendur Haga og stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um þessi kaup. Varstu hlynntur þessu? „Það eina sem ég vil segja um þetta er að ég held að það fari enginn út í fjárfestingu nema til að hagnast á henni og það átti við um þessa fjárfestingu eins og aðra. Ég held líka í þessari umræðu sem kemur upp að það sé eðlilegt að fara yfir það, að allir fjölmiðlar á Íslandi, fyrir utan Ríkisútvarpið, séu að einhverju leyti í eigu aðila í ótengdri starfsemi. Ég trúi ekki öðru en að allir hafi fjárfest til þess að hagnast." Hagar er stór viðskiptavinur 365 miðla og kaupir auglýsingar í bæði sjónvarpi og dagblöðum. Nú er Samherji stór viðskiptavinur Olís og þeir eru í viðræðum um að kaupa Olís. Eru þetta kannski svipuð rök? „Fjárfesting er bara fjárfesting. Við keyptum í fjármálastofnunum og öðru sem við litum á sem hverja aðra fjárfestingu. Við vorum ekki að kaupa í fjármálastofnunum til að fá betri vexti eða þess háttar . Ný stjórn Haga hefur hins vegar markað þá stefnu að eingöngu verði fjárfest í kjarnastarfsemi hér eftir þannig að við höfum breytt um stefnu frá því fyrir hrun. Og það er farið út í fjárfestingar með það að markmiði að hagnast á þeim." Sjá má hluta úr viðtalinu við Finn þar sem hann ræðir kaupin á 365 hér fyrir ofan. Viðtalið í nýjasta þættinum af Klinkinu í heild sinni má finna hér. Þess ber að geta að Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem reka m.a fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Klinkið Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira