Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2012 13:13 Nadal fagnaði ógurlega í dag. Nordic Photos / Getty Images Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. Federer og Nadal munu nú mætast í undanúrslitum á mótinu en ljóst að þar verður barist til síðasta blóðdropa. Er það í fyrsta sinn síðan 2005 sem þeir tveir mætast í undanúrslitum á stórmóti en þeir hafa margsinnis mæst í sjálfum úrslitunum. Federer hafði betur gegn Argentínumanninum Juan Martin del Potro í þremur settum en þetta var hans þúsundasta viðureign á ferlinum. Sá svissneski hafði mikla yfirburði í leiknum og sá Del Potro aldrei til sólar. Berdych barðist hetjulegaNadal lenti í meiri vandræðum með sinn andstæðing, Tomas Berdych frá Tékklandi. Berdych var raðað inn sem sjöunda sterkasta keppanda mótsins og barðist hetjulega gegn Nadal, sem hefur verið að ná sínu besta fram á ný eftir að hafa verið í basli vegna meiðsla. Berdych gerði sér lítið fyrir og vann fyrsta settið eftir upphækkun, 7-6, og var svo ótrúlega nálægt því að vinna annað setti líka þar sem upphækkun þurfti einnig til. En Nadal sýndi úr hverju hann er gerður og náði að jafna metin. Tékkinn öflugi neitaði þó að játa sig sigraðan og vann fyrstu tvær loturnar í þriðja settinu. En þá sagði Nadal stopp, vann næstu fjórar lotur og settið 6-4. Nadal kláraði svo leikinn með því að vinna fjórða settið einnig 6-3 en Berdych var þó aldrei langt undan. Samtals tók viðureignin rúmar fjórar klukkustundir sem sýnir hversu jöfn hún var. Það var viðeigandi að Nadal kláraði leikinn með því að vinna síðustu lotuna 40-0, þrátt fyrir að Berdych hafði átt uppgjöfina. Nadal mátti hafa miklu meira fyrir sínum sigri en Federer í dag og óljóst er hvort að Nadal verði þreyttari í viðureign þeirra í undanúrslitum. Federer hefur verið nálægt sínu allra besta á mótinu og ljóst að hann ætlar sér titilinn og ekkert annað. Wozniacki bíður ennHin danska Caroline Wozniacki hefur verið samtals í 67 vikur í efsta sæti heimslistans þrátt fyrir að hafa aldrei unnið stórmót í tennis. Það er einnig ljóst að hún mun nú missa toppsæti heimslistans, í bili að minnsta kosti. Wozniacki tapaði fyrir Kim Clijsters frá Belgíu sem á titil að verja í Melbourne. Hún hafði betur í tveimur settum, 6-3 og 7-6, og mætir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi í undanúrslitum. Azarenka hafði betur gegn Agnieszku Radwönsku frá Póllandi, 6-7, 6-0 og 6-2. Fjórungsúrslitin klárast á morgunKeppni heldur áfram klukkan eitt eftir miðnætti í nótt og lýkur svo um hádegisbilið á morgun. Þá fara fram síðari viðureignirnar í fjórðungsúrslitunum og mikil spenna í loftinu. Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, mætir þá Spánverjanum David Ferrer sem var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins. Bretinn Andy Murray mun kljást við Japanann Kei Nishikori sem hefur komið mörgum á óvart í Ástralíu enda fyrsti keppandi sinnar þjóðar sem kemst áfram í fjórðungsúrslit karla í meira en 80 ár. Fyrirfram er 32 bestu keppendum mótsins samkvæmt heimslista raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð og má sjá númer þeirra innan sviga hér fyrir neðan, ef við á:Fjórðungsúrslit karla, á morgun: Novak Djokovic, Serbíu (1) - David Ferrer, Spáni (5) Andy Murray, Bretlandi (4) - Kei Nishikori, Japan (24)Fjórðungsúrslit kvenna, á morgun: Ekaterina Makarova, Rússland - Maria Sharapova (4) Sara Errani, Ítalíu - Petra Kvitova, Tékklandi (2)Undanúrslit karla: Rafael Nadal, Spáni (2) - Roger Federer, Sviss (3) Sigurvegarar viðureigna morgundagsinsUndanúrslit kvenna: Kim Clijsters, Belgíu (11) - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi (3) Sigurvegarar viðureigna morgundagsins Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. Federer og Nadal munu nú mætast í undanúrslitum á mótinu en ljóst að þar verður barist til síðasta blóðdropa. Er það í fyrsta sinn síðan 2005 sem þeir tveir mætast í undanúrslitum á stórmóti en þeir hafa margsinnis mæst í sjálfum úrslitunum. Federer hafði betur gegn Argentínumanninum Juan Martin del Potro í þremur settum en þetta var hans þúsundasta viðureign á ferlinum. Sá svissneski hafði mikla yfirburði í leiknum og sá Del Potro aldrei til sólar. Berdych barðist hetjulegaNadal lenti í meiri vandræðum með sinn andstæðing, Tomas Berdych frá Tékklandi. Berdych var raðað inn sem sjöunda sterkasta keppanda mótsins og barðist hetjulega gegn Nadal, sem hefur verið að ná sínu besta fram á ný eftir að hafa verið í basli vegna meiðsla. Berdych gerði sér lítið fyrir og vann fyrsta settið eftir upphækkun, 7-6, og var svo ótrúlega nálægt því að vinna annað setti líka þar sem upphækkun þurfti einnig til. En Nadal sýndi úr hverju hann er gerður og náði að jafna metin. Tékkinn öflugi neitaði þó að játa sig sigraðan og vann fyrstu tvær loturnar í þriðja settinu. En þá sagði Nadal stopp, vann næstu fjórar lotur og settið 6-4. Nadal kláraði svo leikinn með því að vinna fjórða settið einnig 6-3 en Berdych var þó aldrei langt undan. Samtals tók viðureignin rúmar fjórar klukkustundir sem sýnir hversu jöfn hún var. Það var viðeigandi að Nadal kláraði leikinn með því að vinna síðustu lotuna 40-0, þrátt fyrir að Berdych hafði átt uppgjöfina. Nadal mátti hafa miklu meira fyrir sínum sigri en Federer í dag og óljóst er hvort að Nadal verði þreyttari í viðureign þeirra í undanúrslitum. Federer hefur verið nálægt sínu allra besta á mótinu og ljóst að hann ætlar sér titilinn og ekkert annað. Wozniacki bíður ennHin danska Caroline Wozniacki hefur verið samtals í 67 vikur í efsta sæti heimslistans þrátt fyrir að hafa aldrei unnið stórmót í tennis. Það er einnig ljóst að hún mun nú missa toppsæti heimslistans, í bili að minnsta kosti. Wozniacki tapaði fyrir Kim Clijsters frá Belgíu sem á titil að verja í Melbourne. Hún hafði betur í tveimur settum, 6-3 og 7-6, og mætir Victoriu Azarenku frá Hvíta-Rússlandi í undanúrslitum. Azarenka hafði betur gegn Agnieszku Radwönsku frá Póllandi, 6-7, 6-0 og 6-2. Fjórungsúrslitin klárast á morgunKeppni heldur áfram klukkan eitt eftir miðnætti í nótt og lýkur svo um hádegisbilið á morgun. Þá fara fram síðari viðureignirnar í fjórðungsúrslitunum og mikil spenna í loftinu. Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, mætir þá Spánverjanum David Ferrer sem var raðað inn sem fimmta sterkasta keppanda mótsins. Bretinn Andy Murray mun kljást við Japanann Kei Nishikori sem hefur komið mörgum á óvart í Ástralíu enda fyrsti keppandi sinnar þjóðar sem kemst áfram í fjórðungsúrslit karla í meira en 80 ár. Fyrirfram er 32 bestu keppendum mótsins samkvæmt heimslista raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð og má sjá númer þeirra innan sviga hér fyrir neðan, ef við á:Fjórðungsúrslit karla, á morgun: Novak Djokovic, Serbíu (1) - David Ferrer, Spáni (5) Andy Murray, Bretlandi (4) - Kei Nishikori, Japan (24)Fjórðungsúrslit kvenna, á morgun: Ekaterina Makarova, Rússland - Maria Sharapova (4) Sara Errani, Ítalíu - Petra Kvitova, Tékklandi (2)Undanúrslit karla: Rafael Nadal, Spáni (2) - Roger Federer, Sviss (3) Sigurvegarar viðureigna morgundagsinsUndanúrslit kvenna: Kim Clijsters, Belgíu (11) - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi (3) Sigurvegarar viðureigna morgundagsins
Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48
Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00
Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45
Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17
16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40
Serena Williams úr leik í Ástralíu Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3. 23. janúar 2012 10:00
Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti