FH-ingar náðu að heimta bikarmeistaratitilinn í frjálsum íþróttum úr höndum ÍR-inga en keppt var í Laugardal um helgina. ÍR hafði unnið keppnina seinustu tvö ár. FH sigraði í karlaflokki og ÍR í kvennaflokki.
Barátta FH og ÍR var hörð í ár sem áður. FH hlaut 105 stig en Breiðhyltingar komu skammt á eftir með 100,5 stig. Í þriðja sæti varð lið Norðlendinga með 88 stig.
FH vann nokkuð sannfærandi sigur í karlaflokki með 59 stig en ÍR hlaut 46,5 stig. Í kvennaflokki sigraði ÍR með 54 stig en næstir komu Norðlendingar með 48 stig.
Lokastaðan í heildarstigakeppni
1. FH 107 stig
2. ÍR 102,5 stig
3. Norðurland 90 stig
4. Breiðablik/Ármann/Fjölnir 76,5 stig
5. HSK 67 stig
6. ÍR b-lið 55 stig
Lokastaðan í karlaflokki
1. FH 61 stig
2. ÍR 48,5 stig
3. Norðlendingar 42 stig
4. HSK 36 stig
5. Breiðablik/Ármann/Fjölnir 32,5 stig
6. ÍR b 30 stig
Lokastaðan í kvennaflokki
1. ÍR 54 stig
2. Norðurland 48 stig
3. FH 46 stig
4. Breiðablik/Ármann/Fjölnir 44 stig
5. HSK 31 stig
6. ÍR b-lið 25 stig
Úrslit úr einstökum greinum má sjá á vef frjálsíþróttasambandsins með því að smella hér.
FH-ingar náðu titlinum úr höndum ÍR-inga
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
