Gylfi: Skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 08:00 „Kerfið hér er brothætt. Þetta er eins og að fljúga flugvél sem er biluð. Svo krassar hún og menn segja, hvað var flugmaðurinn að gera? Hann var að gera sitt besta, en vélin var ekki í lagi," sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands í nýjasta þættinum af Klinkinu en þar var hann að fara yfir meint hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands fyrir hrun og erfiðleikana sem því fylgja að hafa sjálfstæða peningastefnu með örsmáa mynt. Í þættinum var Gylfi spurður hvort ekki fælist þversögn í málflutningi þeirra sem segja að Seðlabankinn hafi beitt hagstjórnartækjum sínum rétt fyrir hrunið og að Ísland eigi að halda í krónuna, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruni hennar sem var afleiðing af því. Sjálfstæður gjaldmiðill hefur valdið íslenskum heimilum miklum búsifjum, bæði í formi gengistryggðra lána og verðtryggðra lána vegna verðbólgunnar. Gylfi fór í þættinum yfir nokkra lærdóma sem draga mátti af hruninu og ókostum þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Ef Ísland ætlaði að hafa sjálfstæða mynt yrði að hafa einhvers konar taumhald á honum til að takmarka sveiflur og draga úr tjóni. Verðum að takmarka gjaldeyrisflutninga með krónu „Ef við ætlum að hafa krónuna þá þurfum við að takmarka gjaldeyrisflutninga milli landa með Tobin-skatti og vernda hagkerfið fyrir þessum fjármagnshreyfingum því það eru þessar fjármagnshreyfingar sem hafa lyft öllu upp hérna og svo dregið allt niður. Þegar það er uppsveifla þá koma peningar inn og gengið styrkist og svo fer það út og þá fer allt á hliðina. Það þarf að stoppa þetta. Svo þarf að setja reglur innanlands sem banna gengistryggð lán til einstaklinga og takmarka verulega gengistryggð lán til fyrirtækja. Aðskilja þarf fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi og að hafa náið eftirlit með skuldsetningu og útlánum banka. Það er lein lexía sem er hægt að draga af þessu öllu saman, sem við vissum nú fyrir, að skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni. Ef þú tekur gengistryggt lán hjá banka, þá er það ekki einkamál ykkar tveggja. Því ef gengið gefur eftir og þú getur ekki staðið í skilum, hvað gerist þá? Það lendir á samfélaginu," sagði Gylfi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má sjá hér.[email protected] Klinkið Tengdar fréttir Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00 Mest lesið Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
„Kerfið hér er brothætt. Þetta er eins og að fljúga flugvél sem er biluð. Svo krassar hún og menn segja, hvað var flugmaðurinn að gera? Hann var að gera sitt besta, en vélin var ekki í lagi," sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands í nýjasta þættinum af Klinkinu en þar var hann að fara yfir meint hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands fyrir hrun og erfiðleikana sem því fylgja að hafa sjálfstæða peningastefnu með örsmáa mynt. Í þættinum var Gylfi spurður hvort ekki fælist þversögn í málflutningi þeirra sem segja að Seðlabankinn hafi beitt hagstjórnartækjum sínum rétt fyrir hrunið og að Ísland eigi að halda í krónuna, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruni hennar sem var afleiðing af því. Sjálfstæður gjaldmiðill hefur valdið íslenskum heimilum miklum búsifjum, bæði í formi gengistryggðra lána og verðtryggðra lána vegna verðbólgunnar. Gylfi fór í þættinum yfir nokkra lærdóma sem draga mátti af hruninu og ókostum þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Ef Ísland ætlaði að hafa sjálfstæða mynt yrði að hafa einhvers konar taumhald á honum til að takmarka sveiflur og draga úr tjóni. Verðum að takmarka gjaldeyrisflutninga með krónu „Ef við ætlum að hafa krónuna þá þurfum við að takmarka gjaldeyrisflutninga milli landa með Tobin-skatti og vernda hagkerfið fyrir þessum fjármagnshreyfingum því það eru þessar fjármagnshreyfingar sem hafa lyft öllu upp hérna og svo dregið allt niður. Þegar það er uppsveifla þá koma peningar inn og gengið styrkist og svo fer það út og þá fer allt á hliðina. Það þarf að stoppa þetta. Svo þarf að setja reglur innanlands sem banna gengistryggð lán til einstaklinga og takmarka verulega gengistryggð lán til fyrirtækja. Aðskilja þarf fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi og að hafa náið eftirlit með skuldsetningu og útlánum banka. Það er lein lexía sem er hægt að draga af þessu öllu saman, sem við vissum nú fyrir, að skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni. Ef þú tekur gengistryggt lán hjá banka, þá er það ekki einkamál ykkar tveggja. Því ef gengið gefur eftir og þú getur ekki staðið í skilum, hvað gerist þá? Það lendir á samfélaginu," sagði Gylfi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má sjá hér.[email protected]
Klinkið Tengdar fréttir Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00 Mest lesið Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf