Ástþór ætlar aftur í framboð - hélt blaðamannafund á heimili sínu 2. mars 2012 16:49 Ástþór Magnússon hélt blaðamannafund á heimili sínu klukkan fjögur í dag þar sem hann tilkynnti formlega um framboð sitt fyrir forsetakosningarnar í vor. Þetta er í þriðja skiptið sem Ástþór býður sig fram til embættisins. Tilkynningu Ástþórs má lesa hér að neðan.Mér er sagt að í eldhúsum landsmanna sé mikið rætt um forsetakosningar og hvort ég bjóði mig fram. Fjöldi fólks hefur haft samband við mig eftir vangaveltur sitjandi forseta um framboð á Bessastöðum s.l. mánudag og hvatt mig til framboðs. Ég hef ákveðið að verða við þessum óskum. Framboðið er jafnframt áskorun til fjölmiðla, sitjandi forseta og stuðningsmanna hans að virða rétt þjóðarinnar til að velja sér forseta í opnu og lýðræðislegu ferli. Kristján Eldjárn, fv. forseti sagði eitt sinn: "Sjálfur tel ég að 12 ár séu eðlilegur og æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Að erlendri fyrirmynd varð það að tillögu stjórnlagaþings um nýja stjórnarskrá að takmarka hámarkstímalengd einstaklings í forsetaembætti við þrjú kjörtímabili. Fjölmiðlar eru eitt mikilvægasta tækið í nútíma lýðræði. Fjölmiðlar stýra umræðunni og bera þannig mikla ábyrgð á úrslitum kosninga. Nútíma fjölmiðlar flokka frambjóðendur ekki eftir frægð né frændsemi heldur veita kjósendum greiðan aðgang að frambjóðendum svo þeir geti kynnt sér menn og málefni í opnu, hlutlausu og lýðræðislegu ferli tímanlega fyrir kosningar. Þótt sitjandi forseti hafi að einhverju leiti bætt ráð sitt eftir að ganga erinda útrásarvíkinga um árabil, hefur þjóðin alla möguleika að velja sér nýjan, hæfan og þrautseigan forseta. Ég býð mig nú fram í þriðja sinn til að virkja Bessastaði, efla lýðræðið og stuðla að friði í heiminum. Nánar um framboðið á heimasíðu Ástþórs, forsetakosningar.is Forsetakosningar 2012 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Ástþór Magnússon hélt blaðamannafund á heimili sínu klukkan fjögur í dag þar sem hann tilkynnti formlega um framboð sitt fyrir forsetakosningarnar í vor. Þetta er í þriðja skiptið sem Ástþór býður sig fram til embættisins. Tilkynningu Ástþórs má lesa hér að neðan.Mér er sagt að í eldhúsum landsmanna sé mikið rætt um forsetakosningar og hvort ég bjóði mig fram. Fjöldi fólks hefur haft samband við mig eftir vangaveltur sitjandi forseta um framboð á Bessastöðum s.l. mánudag og hvatt mig til framboðs. Ég hef ákveðið að verða við þessum óskum. Framboðið er jafnframt áskorun til fjölmiðla, sitjandi forseta og stuðningsmanna hans að virða rétt þjóðarinnar til að velja sér forseta í opnu og lýðræðislegu ferli. Kristján Eldjárn, fv. forseti sagði eitt sinn: "Sjálfur tel ég að 12 ár séu eðlilegur og æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Að erlendri fyrirmynd varð það að tillögu stjórnlagaþings um nýja stjórnarskrá að takmarka hámarkstímalengd einstaklings í forsetaembætti við þrjú kjörtímabili. Fjölmiðlar eru eitt mikilvægasta tækið í nútíma lýðræði. Fjölmiðlar stýra umræðunni og bera þannig mikla ábyrgð á úrslitum kosninga. Nútíma fjölmiðlar flokka frambjóðendur ekki eftir frægð né frændsemi heldur veita kjósendum greiðan aðgang að frambjóðendum svo þeir geti kynnt sér menn og málefni í opnu, hlutlausu og lýðræðislegu ferli tímanlega fyrir kosningar. Þótt sitjandi forseti hafi að einhverju leiti bætt ráð sitt eftir að ganga erinda útrásarvíkinga um árabil, hefur þjóðin alla möguleika að velja sér nýjan, hæfan og þrautseigan forseta. Ég býð mig nú fram í þriðja sinn til að virkja Bessastaði, efla lýðræðið og stuðla að friði í heiminum. Nánar um framboðið á heimasíðu Ástþórs, forsetakosningar.is
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira