Lið & ökumenn: Red Bull, McLaren og Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 15. mars 2012 17:00 Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. Alls munu tólf lið ræsa í Ástralíu. Þau eru Red Bull, McLaren, Ferrari, Mercedes, Lotus, Force India, Sauber, Torro Rosso, Williams, Caterham, HRT og Marussia. Tímabilið spannar 20 mót og hafa þau aldrei verið fleiri á einu tímabili. Viku eftir ástralska kappaksturinn er flogið til Malasíu og ekið á Sepang brautinni. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Red Bull RacingSíðan árið 2005 hefur Red Bull tekið þátt í Formúlu 1 og hefur liðstjóranum Christian Horner tekist að byggja upp ógnarsterkt lið. Með Adrian Newey, sigursælast hönnuð í mótaröðinni, innanborðs er liðið talið lang sigurstranglegast á ráslínunni. Ekki skemmir að hafa Sebastian Vettel sem mætir fílelfdur til leiks í leit að þriðja heimsmeistaratitli sínum í röð. Mark Webber mun þó reyna að sjá til þess að takmark Vettels mistakist - allavega á meðan hann sjálfur á möguleik á titlinum. Undirbúningstímabil liðsins hefur þó verið nokkuð strembið og eru margar vísbendingar um að yfirburðir liðsins verði alls ekki eins miklir og þeir voru í fyrra. Mark Webber sagði við fjölmiðla í Ástralíu í vikunni að Red Bull liðið hefði veikleika. Hvort hér sé aðeins um hernaðarbrögð að ræða verður ekki fullyrt hér. Vodafone McLaren MercedesMeð Jenson Button og Lewis Hamilton um borð ætti McLaren að geta veitt Red Bull mestu samkeppnina í ár. Báðir ökumenn liðsins hafa orðið heimsmeistarar. Raunar fékk Jenson Button flest stig allra seinni hluta tímabilsins í fyrra. Lewis Hamilton upplifði hins vegar sitt erfiðasta tímabil á ferlinum. Fjölmiðlar hafa skrifað erfiðleika Hamiltons á einkalífið sem hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel síðan hann varð heimsmeistari árið 2008. Hann kemur þó vel undan vetri, hefur fengið ráðrúm til að hreinsa hugann og ætti að geta fullnýtt ótrúlega hæfileika sína í titilbaráttunni. Þá lítur bíllinn vel út, árennilegur og áreiðanlegur. Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og gefur von um góða byrjun McLaren liðsins í ár. Scuderia Ferrari MarlboroErfiðleikar með rótæka hönnun F2012 bílsins hafa plagað Ferrari liðið í ár. Útlit er fyrir að liðið verði í eltingaleik við Red Bull, McLaren og Mercedes í byrjun tímabils. Ekki má þó gleyma að Fernando Alonso hefur áður sýnt að hann getur framkvæmt galdra í hvaða ökutæki sem er. Þannig sigraði hann í Silverstone í fyrra á misheppnuðum Ferrari bíl. Árið verður hins vegar mikilvægt fyrir framtíð Felipe Massa hjá liðinu. Massa hefur ekki náð sér á strik eftir að hafa lent í alvarlegu óhappi í Ungverjalandi árið 2010. Síðan þá hefur árangurinn ekki verið Ferrari til sóma. Má Massa fara að óttast að fá ekki endurnýjaðan samning við ítalska risann standi hann sig ekki ár. Formúla Tengdar fréttir Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15 Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00 Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 14. mars 2012 14:45 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. Alls munu tólf lið ræsa í Ástralíu. Þau eru Red Bull, McLaren, Ferrari, Mercedes, Lotus, Force India, Sauber, Torro Rosso, Williams, Caterham, HRT og Marussia. Tímabilið spannar 20 mót og hafa þau aldrei verið fleiri á einu tímabili. Viku eftir ástralska kappaksturinn er flogið til Malasíu og ekið á Sepang brautinni. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Red Bull RacingSíðan árið 2005 hefur Red Bull tekið þátt í Formúlu 1 og hefur liðstjóranum Christian Horner tekist að byggja upp ógnarsterkt lið. Með Adrian Newey, sigursælast hönnuð í mótaröðinni, innanborðs er liðið talið lang sigurstranglegast á ráslínunni. Ekki skemmir að hafa Sebastian Vettel sem mætir fílelfdur til leiks í leit að þriðja heimsmeistaratitli sínum í röð. Mark Webber mun þó reyna að sjá til þess að takmark Vettels mistakist - allavega á meðan hann sjálfur á möguleik á titlinum. Undirbúningstímabil liðsins hefur þó verið nokkuð strembið og eru margar vísbendingar um að yfirburðir liðsins verði alls ekki eins miklir og þeir voru í fyrra. Mark Webber sagði við fjölmiðla í Ástralíu í vikunni að Red Bull liðið hefði veikleika. Hvort hér sé aðeins um hernaðarbrögð að ræða verður ekki fullyrt hér. Vodafone McLaren MercedesMeð Jenson Button og Lewis Hamilton um borð ætti McLaren að geta veitt Red Bull mestu samkeppnina í ár. Báðir ökumenn liðsins hafa orðið heimsmeistarar. Raunar fékk Jenson Button flest stig allra seinni hluta tímabilsins í fyrra. Lewis Hamilton upplifði hins vegar sitt erfiðasta tímabil á ferlinum. Fjölmiðlar hafa skrifað erfiðleika Hamiltons á einkalífið sem hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel síðan hann varð heimsmeistari árið 2008. Hann kemur þó vel undan vetri, hefur fengið ráðrúm til að hreinsa hugann og ætti að geta fullnýtt ótrúlega hæfileika sína í titilbaráttunni. Þá lítur bíllinn vel út, árennilegur og áreiðanlegur. Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og gefur von um góða byrjun McLaren liðsins í ár. Scuderia Ferrari MarlboroErfiðleikar með rótæka hönnun F2012 bílsins hafa plagað Ferrari liðið í ár. Útlit er fyrir að liðið verði í eltingaleik við Red Bull, McLaren og Mercedes í byrjun tímabils. Ekki má þó gleyma að Fernando Alonso hefur áður sýnt að hann getur framkvæmt galdra í hvaða ökutæki sem er. Þannig sigraði hann í Silverstone í fyrra á misheppnuðum Ferrari bíl. Árið verður hins vegar mikilvægt fyrir framtíð Felipe Massa hjá liðinu. Massa hefur ekki náð sér á strik eftir að hafa lent í alvarlegu óhappi í Ungverjalandi árið 2010. Síðan þá hefur árangurinn ekki verið Ferrari til sóma. Má Massa fara að óttast að fá ekki endurnýjaðan samning við ítalska risann standi hann sig ekki ár.
Formúla Tengdar fréttir Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15 Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00 Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 14. mars 2012 14:45 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15
Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00
Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 14. mars 2012 14:45