Leikkonan Angelina Jolie var með hringinn sem unnusti hennar, Brad Pitt, hannaði handa henni á baugfingri vinstri handar þegar hún yfirgaf Roosevelt hótelið í gær, mánudag.
Skartgripahönnuðurinn Robert Procop lét eftirfarandi hafa eftir sér: Hann (Brad) vildi að hvert einasta smáatriði á hringnum væri fullkomið svo hann færi Angelinu.
Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni var Angelina með fallega fylghluti eins og sólgleraugu, veski, úr og svo auðvitað hringinn fallega.
