Sex á land í Skjálfandafljóti; Tregða í Norðurá Trausti Hafliðason skrifar 19. júní 2012 15:11 Veitt í Skjálfandafljóti. Mynd / Lax-á Í hádeginu voru sex laxar komnir á land í Skjálfandafljóti en veiði hófst þar í gærmorgun. Fjórir komu á land í gær og tveir nú fyrir hádegi. Stefán Sigurðsson, hjá Lax-á, sagðist, í samtali við Veiðivísi, vera mjög ánægður með opnuna. "Þessir fiskar hafa allir verið ríflega 80 sentímetrar," segir Stefán. "Það er líka töluvert af fiski í ánni. Í morgun sá ég sex nokkuð stóra við austurbakka neðri. Þeir lágu við litla stíflu sem er milli Fosselskvíslar og Skipapolls." Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur í gær var sagt frá því að síðasta hollið í Norðurá hefði aðeins landað um 20 löxum. "Verður það að segjast að laxinn var með ólíkindum tregur," segir á vef SVFR. "Þó verður að hafa í huga að miklar hitasveiflur hafa einkennt undanfarna daga og snjóaði í fjöll í fyrrinótt." Alls hafa um rúmlega 120 laxar komið á land í Norðurá það sem af er veiðitímabilinu. "Svo virðist sem að smálaxagöngur séu að verða sterkari sem eðlilegt verður að teljast á þessum árstíma. Þó er mikið af stórlaxi í Norðurá og eru þeir einkar vel haldnir," segir á vef SVFR. Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Í hádeginu voru sex laxar komnir á land í Skjálfandafljóti en veiði hófst þar í gærmorgun. Fjórir komu á land í gær og tveir nú fyrir hádegi. Stefán Sigurðsson, hjá Lax-á, sagðist, í samtali við Veiðivísi, vera mjög ánægður með opnuna. "Þessir fiskar hafa allir verið ríflega 80 sentímetrar," segir Stefán. "Það er líka töluvert af fiski í ánni. Í morgun sá ég sex nokkuð stóra við austurbakka neðri. Þeir lágu við litla stíflu sem er milli Fosselskvíslar og Skipapolls." Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur í gær var sagt frá því að síðasta hollið í Norðurá hefði aðeins landað um 20 löxum. "Verður það að segjast að laxinn var með ólíkindum tregur," segir á vef SVFR. "Þó verður að hafa í huga að miklar hitasveiflur hafa einkennt undanfarna daga og snjóaði í fjöll í fyrrinótt." Alls hafa um rúmlega 120 laxar komið á land í Norðurá það sem af er veiðitímabilinu. "Svo virðist sem að smálaxagöngur séu að verða sterkari sem eðlilegt verður að teljast á þessum árstíma. Þó er mikið af stórlaxi í Norðurá og eru þeir einkar vel haldnir," segir á vef SVFR.
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði