Kosið um málefni eða traust? Stefán Gíslason skrifar 12. júní 2012 15:48 Nú er sá tími þegar frambjóðendur kynna sig og ræða við kjósendur um helstu áherslur sínar í aðdraganda forsetakosninga. Í samtölum við fólk hef ég orðið var við að sumum finnast áherslurnar óljósar, menn treysti svo sem alveg þessu fólki, en stefnumálin séu bara ekki nógu skýr. En hvers konar stefnumál er tekist á um í kosningum sem þessum? Forseti Íslands á ekki að taka afstöðu í einstökum málum sem fjallað er um á vettvangi stjórnmálanna. Þess vegna ætti forsetaframbjóðandi ekki að hafa það á stefnuskrá sinni að beita sér fyrir inngöngu eða ekki inngöngu í ESB, hækkun eða lækkun barnabóta, lækkun eða hækkun skatta, leiðréttingu á skuldastöðu heimila, né neinu öðru sem eðli málsins samkvæmt er í verkahring Alþingis og ríkisstjórnar. Á stefnuskrá forsetaframbjóðenda hljóta að vera allt öðruvísi mál. Þar getur maður vænst þess að finna klausu um það hvernig frambjóðandinn vill sjá forsetaembættið þróast, um sambandið milli forsetans, Alþingis og ríkisstjórnar og um samband forsetans við þjóðina, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverkaskiptingin milli forseta Íslands annars vegar og stjórnmálamanna hins vegar þarf að vera eins skýr og kostur er. Annað er ávísun á upplausn og óvissu um stjórnarfar landsins. Stefnuskrá forsetaframbjóðenda hlýtur að taka mið af þessu, nema ef þeir hafa misskilið stjórnskipunina. Þegar grannt er skoðað snúast forsetakosningar ekki fyrst og fremst um málefni. Þær snúast miklu fremur um traust. Forseti Íslands þarf að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust stjórmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa. Það getur hann ekki gert ef hann tekur afstöðu með sumum þeirra gegn öðrum. Sömuleiðis þarf forsetinn að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust fólksins í landinu, óháð póstnúmerum, stétt og stöðu. Í forsetakosningunum 30. júní þurfum við að velja okkur leiðtoga sem við treystum, leiðtoga allrar þjóðarinnar, leiðtoga sem getur glaðst með okkur þegar vel gengur og syrgt með okkur á erfiðum tímum. Við þurfum einlægan leiðtoga með hjartað á réttum stað. Þóra Arnórsdóttir er efni í slíkan leiðtoga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er sá tími þegar frambjóðendur kynna sig og ræða við kjósendur um helstu áherslur sínar í aðdraganda forsetakosninga. Í samtölum við fólk hef ég orðið var við að sumum finnast áherslurnar óljósar, menn treysti svo sem alveg þessu fólki, en stefnumálin séu bara ekki nógu skýr. En hvers konar stefnumál er tekist á um í kosningum sem þessum? Forseti Íslands á ekki að taka afstöðu í einstökum málum sem fjallað er um á vettvangi stjórnmálanna. Þess vegna ætti forsetaframbjóðandi ekki að hafa það á stefnuskrá sinni að beita sér fyrir inngöngu eða ekki inngöngu í ESB, hækkun eða lækkun barnabóta, lækkun eða hækkun skatta, leiðréttingu á skuldastöðu heimila, né neinu öðru sem eðli málsins samkvæmt er í verkahring Alþingis og ríkisstjórnar. Á stefnuskrá forsetaframbjóðenda hljóta að vera allt öðruvísi mál. Þar getur maður vænst þess að finna klausu um það hvernig frambjóðandinn vill sjá forsetaembættið þróast, um sambandið milli forsetans, Alþingis og ríkisstjórnar og um samband forsetans við þjóðina, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverkaskiptingin milli forseta Íslands annars vegar og stjórnmálamanna hins vegar þarf að vera eins skýr og kostur er. Annað er ávísun á upplausn og óvissu um stjórnarfar landsins. Stefnuskrá forsetaframbjóðenda hlýtur að taka mið af þessu, nema ef þeir hafa misskilið stjórnskipunina. Þegar grannt er skoðað snúast forsetakosningar ekki fyrst og fremst um málefni. Þær snúast miklu fremur um traust. Forseti Íslands þarf að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust stjórmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa. Það getur hann ekki gert ef hann tekur afstöðu með sumum þeirra gegn öðrum. Sömuleiðis þarf forsetinn að hafa þann vilja, þá hæfileika og þá einlægni sem þarf til að ávinna sér traust fólksins í landinu, óháð póstnúmerum, stétt og stöðu. Í forsetakosningunum 30. júní þurfum við að velja okkur leiðtoga sem við treystum, leiðtoga allrar þjóðarinnar, leiðtoga sem getur glaðst með okkur þegar vel gengur og syrgt með okkur á erfiðum tímum. Við þurfum einlægan leiðtoga með hjartað á réttum stað. Þóra Arnórsdóttir er efni í slíkan leiðtoga.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun