Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa Vilhjálmur Pétursson skrifar 28. júní 2012 15:30 Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði. Tveir frambjóðendur bera höfuð og herðar yfir hina fjóra hvað varðar fjármagn og fjölmiðlaumfjöllun. Þar af leiðandi eru líkurnar á því að þau nái kjöri talsvert meiri, þrátt fyrir að ég geti ekki séð að þau séu hæfari en hinir frambjóðendurnir. Það sem skilur þau að er ekkert annað en staðreyndin að þau eru í betri aðstöðu til að ná til kjósenda og voru í umræðunni löngu áður en hinir frambjóðendurnir. Það sem gerir þau enn líklegri til að ná kjöri eru hrokafullir stuðningsmenn þeirra sem hreinlega gefa skít í önnur framboð og gefa í skyn að þau eigi ekki rétt á sér. Staðreyndin er sú að fólk tekur í fúlustu alvöru mark á þessu kjaftæði. Mér þykir það fullkomlega fráleitt að fólk sé alvarlega að íhuga að kjósa ekki þann sem þeim líst best á heldur hreinlega að kjósa gegn þeim sem þeim líst síst á. Hvers konar hugarfar er það þegar fólk lítur svo á að atkvæðið fari til spillis ef það er ekki nýtt gegn öðrum þeirra tveggja sem þykja líkleg til að ná kjöri? Hvers konar skilaboð eru það til fólks? Um leið er stríðið milli stuðningsmanna Þóru og þeirra sem styðja Ólaf Ragnar til skammar og í raun vandræðalegt að fylgjast með fullorðnu fólki láta eins og ofdekraðir, frekir krakkar á leikvelli að moka drullu yfir og jafnvel maka framan í hvert annað. Nú er þetta í fyrsta skipti sem ég fylgist af einhverju viti með kosningabaráttu í forsetakosningum, enda hefur varla verið nein barátta um embættið síðan Ólafur Ragnar var kosinn árið 1996 (nema árið 2004 þegar næstbesti kosturinn þótti auður kjörseðill eða að kjósa ekki). Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af þessari kosningabaráttu. Kannski er hún ekkert gamanmál, en mikið djöfulli er lágkúran og neikvæðnin ömurleg og leiðinleg að fylgjast með. Ég vona að kjósendur kynni sér alla frambjóðendur áður en þau mæta í kjörklefann á laugardaginn. Ég vona að kjósendur velti fyrir sér kostum frambjóðenda og um leið göllum þeirra, burt séð frá því hversu mikla möguleika þau eiga samkvæmt skoðannakönnunum. Ég vona að næsti forseti Íslands verði sá sem flestir vilji sjá þjóna embættinu, ekki sá sem er í bestu aðstöðu til að skjóta þeim ref fyrir rass, sem flestum þykir versti kosturinn. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði karl eða kona. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði ungur eða gamall. Það eina sem mér er ekki sama um er hvort næsti forseti Íslands verði besti kosturinn eða bara kosturinn sem var valinn af því að fólk kýs eftir pólitískum flokkslínum, taktík og jafnvel gegn eigin sannfæringu. Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa, ég vona bara að þú kjósir þann frambjóðanda sem þú vilt sjá sem forseta Íslands næstu fjögur árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði. Tveir frambjóðendur bera höfuð og herðar yfir hina fjóra hvað varðar fjármagn og fjölmiðlaumfjöllun. Þar af leiðandi eru líkurnar á því að þau nái kjöri talsvert meiri, þrátt fyrir að ég geti ekki séð að þau séu hæfari en hinir frambjóðendurnir. Það sem skilur þau að er ekkert annað en staðreyndin að þau eru í betri aðstöðu til að ná til kjósenda og voru í umræðunni löngu áður en hinir frambjóðendurnir. Það sem gerir þau enn líklegri til að ná kjöri eru hrokafullir stuðningsmenn þeirra sem hreinlega gefa skít í önnur framboð og gefa í skyn að þau eigi ekki rétt á sér. Staðreyndin er sú að fólk tekur í fúlustu alvöru mark á þessu kjaftæði. Mér þykir það fullkomlega fráleitt að fólk sé alvarlega að íhuga að kjósa ekki þann sem þeim líst best á heldur hreinlega að kjósa gegn þeim sem þeim líst síst á. Hvers konar hugarfar er það þegar fólk lítur svo á að atkvæðið fari til spillis ef það er ekki nýtt gegn öðrum þeirra tveggja sem þykja líkleg til að ná kjöri? Hvers konar skilaboð eru það til fólks? Um leið er stríðið milli stuðningsmanna Þóru og þeirra sem styðja Ólaf Ragnar til skammar og í raun vandræðalegt að fylgjast með fullorðnu fólki láta eins og ofdekraðir, frekir krakkar á leikvelli að moka drullu yfir og jafnvel maka framan í hvert annað. Nú er þetta í fyrsta skipti sem ég fylgist af einhverju viti með kosningabaráttu í forsetakosningum, enda hefur varla verið nein barátta um embættið síðan Ólafur Ragnar var kosinn árið 1996 (nema árið 2004 þegar næstbesti kosturinn þótti auður kjörseðill eða að kjósa ekki). Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af þessari kosningabaráttu. Kannski er hún ekkert gamanmál, en mikið djöfulli er lágkúran og neikvæðnin ömurleg og leiðinleg að fylgjast með. Ég vona að kjósendur kynni sér alla frambjóðendur áður en þau mæta í kjörklefann á laugardaginn. Ég vona að kjósendur velti fyrir sér kostum frambjóðenda og um leið göllum þeirra, burt séð frá því hversu mikla möguleika þau eiga samkvæmt skoðannakönnunum. Ég vona að næsti forseti Íslands verði sá sem flestir vilji sjá þjóna embættinu, ekki sá sem er í bestu aðstöðu til að skjóta þeim ref fyrir rass, sem flestum þykir versti kosturinn. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði karl eða kona. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði ungur eða gamall. Það eina sem mér er ekki sama um er hvort næsti forseti Íslands verði besti kosturinn eða bara kosturinn sem var valinn af því að fólk kýs eftir pólitískum flokkslínum, taktík og jafnvel gegn eigin sannfæringu. Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa, ég vona bara að þú kjósir þann frambjóðanda sem þú vilt sjá sem forseta Íslands næstu fjögur árin.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun