Murray með væntingar bresku þjóðarinnar á herðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2012 11:00 Nordic Photos / Getty Images Andy Murray verður í dag fyrsti Bretinn síðan 1936 sem keppir til úrslita í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Búist er við að meira en 20 milljónir Breta muni horfa á viðureignina í sjónvarpi í dag. Murray hafði betur gegn Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum keppninnar og mun mæta Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi sló efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara, Novak Djokovic, úr leik í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þó svo að Murray og Federer hafi verið í fremstu röð í tennisheiminum undanfarin ár hafa þeir aldrei áður mæst á Wimbledon-mótinu. Federer er óneitanlega sigurstranglegri í dag enda hefur hann unnið Wimbledon-mótið sex sinnum á ferlinum og er nú að keppa til úrslita í áttunda sinn. Murray hefur aldrei unnið stórmót en býr þó að því að hafa yfirhöndina gegn Federer í innbyrðisviðureignum þeirra. Murray hefur unnið átta leiki en Federer sjö. Murray hefur þó þrisvar áður komist í úrslit stórmóta og tveimur þeirra tapaði hann gegn Federer. „Ég mun þurfa á allir þeirri hjálp sem ég get fengið því það verður mikil áskorun fyrir mig að vinna Roger," sagði Murray við fjölmiðla ytra. „Ég vona að áhorfendur verði á mínu bandi. Þeir hafa reynst mér frábærlega hingað til." Federer er án nokkurs vafa einn besti tennisleikari allra tíma enda unnið sextán stórmót á ferlinum - meira en nokkur annar í sögunni. Hann hefur þó ekki unnið stórmót síðan í janúar 2010 og ekki spilað til úrslita á stórmóti síðan á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Honum líður þó vel á Wimbledon þar sem hann getur í dag jafnað met Pete Sampras sem vann mótið alls sjö sinnum. Það sem meira er - ef Federer vinnur í dag kemst hann aftur í efsta sæti heimslistans og slær þar með met Sampras en hann sat í samtals 286 vikur á toppi heimslistans á sínum tíma. Tennis Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz „Það falla mörg tár á sunnudag“ Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Meistararnir mæta Haukum Belichick kominn með nýtt þjálfarastarf GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Dagskráin: Víkingar heima í Sambandsdeildinni og fullt af körfubolta Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Sjá meira
Andy Murray verður í dag fyrsti Bretinn síðan 1936 sem keppir til úrslita í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Búist er við að meira en 20 milljónir Breta muni horfa á viðureignina í sjónvarpi í dag. Murray hafði betur gegn Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum keppninnar og mun mæta Roger Federer í úrslitunum en sá síðarnefndi sló efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara, Novak Djokovic, úr leik í hinni undanúrslitaviðureigninni. Þó svo að Murray og Federer hafi verið í fremstu röð í tennisheiminum undanfarin ár hafa þeir aldrei áður mæst á Wimbledon-mótinu. Federer er óneitanlega sigurstranglegri í dag enda hefur hann unnið Wimbledon-mótið sex sinnum á ferlinum og er nú að keppa til úrslita í áttunda sinn. Murray hefur aldrei unnið stórmót en býr þó að því að hafa yfirhöndina gegn Federer í innbyrðisviðureignum þeirra. Murray hefur unnið átta leiki en Federer sjö. Murray hefur þó þrisvar áður komist í úrslit stórmóta og tveimur þeirra tapaði hann gegn Federer. „Ég mun þurfa á allir þeirri hjálp sem ég get fengið því það verður mikil áskorun fyrir mig að vinna Roger," sagði Murray við fjölmiðla ytra. „Ég vona að áhorfendur verði á mínu bandi. Þeir hafa reynst mér frábærlega hingað til." Federer er án nokkurs vafa einn besti tennisleikari allra tíma enda unnið sextán stórmót á ferlinum - meira en nokkur annar í sögunni. Hann hefur þó ekki unnið stórmót síðan í janúar 2010 og ekki spilað til úrslita á stórmóti síðan á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Honum líður þó vel á Wimbledon þar sem hann getur í dag jafnað met Pete Sampras sem vann mótið alls sjö sinnum. Það sem meira er - ef Federer vinnur í dag kemst hann aftur í efsta sæti heimslistans og slær þar með met Sampras en hann sat í samtals 286 vikur á toppi heimslistans á sínum tíma.
Tennis Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz „Það falla mörg tár á sunnudag“ Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Meistararnir mæta Haukum Belichick kominn með nýtt þjálfarastarf GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Dagskráin: Víkingar heima í Sambandsdeildinni og fullt af körfubolta Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Sjá meira