Hæstiréttur staðfestir úrskurð í Vafningsmálinu BBI skrifar 4. júlí 2012 17:27 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms að hafna kröfu verjenda í Vafningsmálinu. Þeir höfðu krafist þess að embætti sérstaks saksóknara fengi ekki að leggja fram greinargerð um innanhússrannsókn á rannsakendum málsins. Hæstiréttur sagði að greinargerðin þjónaði þeim tilgangi einum að varpa ljósi á rannsóknina og tiltekna þætti hennar. Án þess dómstóllinn tæki afstöðu til sönnunargildis greinargerðarinnar að svo stöddu þótti ekki ástæða til að synja um framlagningu hennar. Í íslensku sakamálaréttarfari þarf yfirleitt mikið til að koma svo málsaðilum sé synjað um framlagningu gagna. Það þýðir hins vegar ekki endilega að mikið verði byggt á þeim þegar dómstólar komast að efnislegri niðurstöðu. Ásteytingarsteinninn í málinu er sá að tveir starfsmenn Sérstaks saksóknara komu að rannsókn í Vafningsmálinu á meðan félag í þeirra eigu vann fyrir þrotabú Milestone sem snertir sakarefni málsins. Þetta töldu verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu, spilla allri rannsókninni og kröfðust frávísunar málsins. Embætti sérstaks saksóknara vildi leggja fram greinargerð til að sýna fram á að þetta hefði ekki grafið undan rannsókninni. Verjendurnir töldu að sú greinargerð ætti ekki að komast að enda væri hún ekki unnin af óháðum aðila. Nú hafa dómstólar sagt að sú greinargerð fái að komast að. Dómsmál Vafningsmálið Tengdar fréttir Kröfu verjenda í Vafningsmálinu hafnað Kröfu verjenda Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu svokallaða fyrir meint umboðssvik, um að greinargerð embættis sérstaks saksóknara um innanhúsrannsókn á rannsakendum málsins, verði ekki tekin gild var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Símon Sigvaldason dómari kvað upp úrskurð þess efnis klukkan 14:00 í dag. 27. júní 2012 15:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms að hafna kröfu verjenda í Vafningsmálinu. Þeir höfðu krafist þess að embætti sérstaks saksóknara fengi ekki að leggja fram greinargerð um innanhússrannsókn á rannsakendum málsins. Hæstiréttur sagði að greinargerðin þjónaði þeim tilgangi einum að varpa ljósi á rannsóknina og tiltekna þætti hennar. Án þess dómstóllinn tæki afstöðu til sönnunargildis greinargerðarinnar að svo stöddu þótti ekki ástæða til að synja um framlagningu hennar. Í íslensku sakamálaréttarfari þarf yfirleitt mikið til að koma svo málsaðilum sé synjað um framlagningu gagna. Það þýðir hins vegar ekki endilega að mikið verði byggt á þeim þegar dómstólar komast að efnislegri niðurstöðu. Ásteytingarsteinninn í málinu er sá að tveir starfsmenn Sérstaks saksóknara komu að rannsókn í Vafningsmálinu á meðan félag í þeirra eigu vann fyrir þrotabú Milestone sem snertir sakarefni málsins. Þetta töldu verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu, spilla allri rannsókninni og kröfðust frávísunar málsins. Embætti sérstaks saksóknara vildi leggja fram greinargerð til að sýna fram á að þetta hefði ekki grafið undan rannsókninni. Verjendurnir töldu að sú greinargerð ætti ekki að komast að enda væri hún ekki unnin af óháðum aðila. Nú hafa dómstólar sagt að sú greinargerð fái að komast að.
Dómsmál Vafningsmálið Tengdar fréttir Kröfu verjenda í Vafningsmálinu hafnað Kröfu verjenda Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu svokallaða fyrir meint umboðssvik, um að greinargerð embættis sérstaks saksóknara um innanhúsrannsókn á rannsakendum málsins, verði ekki tekin gild var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Símon Sigvaldason dómari kvað upp úrskurð þess efnis klukkan 14:00 í dag. 27. júní 2012 15:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Kröfu verjenda í Vafningsmálinu hafnað Kröfu verjenda Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, sem ákærðir eru í Vafningsmálinu svokallaða fyrir meint umboðssvik, um að greinargerð embættis sérstaks saksóknara um innanhúsrannsókn á rannsakendum málsins, verði ekki tekin gild var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Símon Sigvaldason dómari kvað upp úrskurð þess efnis klukkan 14:00 í dag. 27. júní 2012 15:00