Nýjar laxveiðitölur - Ytri-Rangá yfir 600 laxa Trausti Hafliðason skrifar 19. júlí 2012 07:00 Við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá. Mynd / Garðar Alls hafði 601 lax komið á land í Ytri Rangá og á vesturbakka Hólsár í gær. Fjórar ár í viðbót hafa rofið 500 laxa múrinn. Þetta kemur fram í á vef Landssambands veiðifélaga en nýjar tölur um laxveiði í 75 ám birtust þar í gær. Nú er veitt á 20 stangir í Ytri-Rangá og vesturbakka Hólsár og í síðustu viku, eða frá 11. til 18. júlí, komu 249 laxar á land. Næstflestir laxar hafa komið á land í Norðurá eða 592 (14 stangir). Töluvert hefur hægt á veiði í ánni. Í síðustu viku veiddust 65 laxar samaborið við 175 laxa vikuna á undan. Miklar þurrkar hafa farið illa með veiðimenn í Norðurá eins og í fleiri ám víða um land. Það er nánast hægt að líkja þessari þurrkatíð við náttúruhamfarir. Er vatn í ánni? "Nú spyrja menn ekki lengur hvort það sé lax í ánni heldur hvort það sé yfirleitt vatn í ánni," sagði Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga í Fréttablaðinu í fyrradag. Hann segir þurrkana hafa haft tvenns konar áhrif á laxveiðimenn. Bæði sé sólskin hið versta veðurfar til laxveiða og svo sé laxinn hættur að taka enda þrekaður í svo súrefnislitlu vatni. Í Eystri-Rangá, þar sem nú er veitt á 18 stangir, veiddust 206 laxar í síðustu viku og er heildarveiðin komin í 573 laxa. Ótrúlega góð veiði hefur verið í Elliðánum og þrátt fyrir langvarandi þurrka hefur vatnsbúskapurinn þar verið með miklum ágætum. Síðasta vika gaf 185 laxa sem er meira en vikuna á undan en þá veiddist 141 lax. Í Elliðaánum er heildarveiðin komin í 564 laxa en veitt er á 6 stangir í ánni. Í Haffjarðará hafa veiðst 543 laxar og veiddust 113 af þeim í síðustu viku. Veitt er á sex stangir í ánni. Vert er að geta þess að áin hefur nokkra sérstöðu því ekki hefur verið stunduð nein fiskrækt í ánni og er því eingöngu treyst á náttúrulegt klak til viðhalds stofns og veiði. Þrjár ár hafa rofið 400 laxa múrinn. Það eru Blanda, Selá í Vopnafirði og Langá. Í Blöndu, þar sem veitt er á 16 stangir, hafa 490 laxar komið á land, þar af 125 í síðustu viku. Veiði í Selá hefur verið mjög góð það sem af er sumri. Þar er nú veitt á 7 stangir hafa 474 laxar komið á land, þar af 183 vikuna 11. til 18. júlí. Veiði í Langá hefur verið mjög stöðug það sem af er sumri og tiltölulega litlar sveiflur milli vikna. Heildarveiðin er nú komin í 406 laxa. Sem fyrr er ekkert lát á góðri veiði í Brennunni í Hvítá í Borgarfirði. Þar er einungis veitt á tvær stangir og er heildarveiðin komin í 235 laxa, þar af veiddust 47 í síðustu viku sem er meira en vikuna á undan þegar 39 laxar komu á land. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og geta áhugasamir rýnt sjálfir í tölurnar á vef Landssabands veiðifélaga - angling.is.[email protected] Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Alls hafði 601 lax komið á land í Ytri Rangá og á vesturbakka Hólsár í gær. Fjórar ár í viðbót hafa rofið 500 laxa múrinn. Þetta kemur fram í á vef Landssambands veiðifélaga en nýjar tölur um laxveiði í 75 ám birtust þar í gær. Nú er veitt á 20 stangir í Ytri-Rangá og vesturbakka Hólsár og í síðustu viku, eða frá 11. til 18. júlí, komu 249 laxar á land. Næstflestir laxar hafa komið á land í Norðurá eða 592 (14 stangir). Töluvert hefur hægt á veiði í ánni. Í síðustu viku veiddust 65 laxar samaborið við 175 laxa vikuna á undan. Miklar þurrkar hafa farið illa með veiðimenn í Norðurá eins og í fleiri ám víða um land. Það er nánast hægt að líkja þessari þurrkatíð við náttúruhamfarir. Er vatn í ánni? "Nú spyrja menn ekki lengur hvort það sé lax í ánni heldur hvort það sé yfirleitt vatn í ánni," sagði Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga í Fréttablaðinu í fyrradag. Hann segir þurrkana hafa haft tvenns konar áhrif á laxveiðimenn. Bæði sé sólskin hið versta veðurfar til laxveiða og svo sé laxinn hættur að taka enda þrekaður í svo súrefnislitlu vatni. Í Eystri-Rangá, þar sem nú er veitt á 18 stangir, veiddust 206 laxar í síðustu viku og er heildarveiðin komin í 573 laxa. Ótrúlega góð veiði hefur verið í Elliðánum og þrátt fyrir langvarandi þurrka hefur vatnsbúskapurinn þar verið með miklum ágætum. Síðasta vika gaf 185 laxa sem er meira en vikuna á undan en þá veiddist 141 lax. Í Elliðaánum er heildarveiðin komin í 564 laxa en veitt er á 6 stangir í ánni. Í Haffjarðará hafa veiðst 543 laxar og veiddust 113 af þeim í síðustu viku. Veitt er á sex stangir í ánni. Vert er að geta þess að áin hefur nokkra sérstöðu því ekki hefur verið stunduð nein fiskrækt í ánni og er því eingöngu treyst á náttúrulegt klak til viðhalds stofns og veiði. Þrjár ár hafa rofið 400 laxa múrinn. Það eru Blanda, Selá í Vopnafirði og Langá. Í Blöndu, þar sem veitt er á 16 stangir, hafa 490 laxar komið á land, þar af 125 í síðustu viku. Veiði í Selá hefur verið mjög góð það sem af er sumri. Þar er nú veitt á 7 stangir hafa 474 laxar komið á land, þar af 183 vikuna 11. til 18. júlí. Veiði í Langá hefur verið mjög stöðug það sem af er sumri og tiltölulega litlar sveiflur milli vikna. Heildarveiðin er nú komin í 406 laxa. Sem fyrr er ekkert lát á góðri veiði í Brennunni í Hvítá í Borgarfirði. Þar er einungis veitt á tvær stangir og er heildarveiðin komin í 235 laxa, þar af veiddust 47 í síðustu viku sem er meira en vikuna á undan þegar 39 laxar komu á land. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og geta áhugasamir rýnt sjálfir í tölurnar á vef Landssabands veiðifélaga - angling.is.[email protected]
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði