Saga stangveiða: "Risar meðal dýranna.“ Svavar Hávarðsson skrifar 29. júlí 2012 00:01 Draumur hvers veiðimanns er að landa einum 20 punda laxi á ævinni... Mynd/lax-a.is Undanfarnar tvær vikur hafa nokkrir laxar komið á land sem sannarlega standa undir sæmdarheitinu stórlaxar. Björn Magnússon landaði 110 sentímetra langri hrygnu á veiðistaðnum Spegilflúð 11. júlí, á efra Laxamýrarsvæðinu í Laxá í Aðaldal. Árni Baldursson náði síðan stærsta laxi sem veiðst hefur í Selá í Vopnafirði 22. júlí og danskur veiðimaður landaði síðan 111 sentímetra laxi úr Höfðahyl í Laxá í Aðaldal á þriðjudaginn. Eftir að 110 sentímetra hrygnan kom á land úr Spegilflúð var haft á orði að stærri lax hefði ekki veiðst hér um nokkurra ára skeið; jafnvel áratuga skeið. Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum, sem þekkir sögu laxveiða á Íslandi betur en flestir, kannaði málið og komst að því að það var orðum aukið. „Úr Vatnsdalsá fékk ég þær fréttir að þar hefði veiðst 115 cm. langur lax þann 20. september 2006. Þar er líka til mynd af öðrum laxi – 122 cm. löngum, sem veiddist 1998. Árið þar á undan bókuðu franskir veiðimenn 123 cm. langan lax, sem því miður vantar mynd af. Ég tek þessum leiðréttingum fegins hendi og vonast til að lesendur láti mig vita af fleiri löxum af þessari stærð sem veiðst hafa undanfarna áratugi," skrifaði Þorsteinn í tilefni af fréttinni og bað veiðiáhugamenn um frekari upplýsingar um stórlaxa. Sagan geymir marga stórlaxa Í anda þeirrar óskar Þorsteins er vert að rifja upp skrif Þórs Guðjónssonar, fyrrverandi veiðimálastjóra, í tilefni þess að frægasti lax Íslandssögunnar veiddist árið 1958 við Grímsey. Þau skrif fylla aðeins upp í myndina, þó því fari fjarri að allir þeir fiskar sem Þór nefnir hafi veiðst á stöng. Við gefum Þór orðið en grein hans birtist í Náttúrufræðingnum árið 1958 undir fyrirsögninni Stórir laxar: „Það þykir jafnan tíðindum sæta, þegar veiðast risar meðal dýranna. Veiði stóra laxins við Grímsey 8. apríl síðastliðinn vakti að vonum mikla athygli. Óli Bjarnason, sjómaður í Grímsey, veiddi laxinn í þorskanet, er hann hafði lagt um 400 m vestur af eynni. Laxinn var 132 cm að lengd og vóg 49 pd blóðgaður. Má ætla, að hann hafi verið nær 50 pd með blóðinu. Mesta ummál hans var 72 cm. [...] Eftir veiði Grímseyjarlaxins hefur töluvert verið rætt um stóra laxa og margt rifjazt upp um þá. Skal nú skýrt frá því markverðasta,sem höfundi er kunnugt um stóra laxa, sem veiðzt hafa hér á landi. Risalax veiddist í silunganet í Hvítá í Borgarfirði hjá Flóðatanga á síðustu öld. Menn eru ekki á eitt sáttir um þyngd hans, hvenær hann var veiddur eða af hverjum. í Veiðimanninum nr. 18., 1951, og síðar í bókinni „Að kvöldi dags" 1952, skýrir Björn J. Blöndal, rithöfundur, frá því, að lax, sem talinn var 70 pd, hafi veiðzt í Hvítá frá Flóðatanga í Stafholtstungum. Björn bar sögu þessa undir Þorstein bónda Böðvarsson í Grafardal, sem heyrt hafði hana af vörum sömu manna og Björn. Þorsteinn taldi þyngd laxins hafa verið 65 eða 70 pd, en hélt þó síðari töluna vera réttari. Stefán Ólafsson telur í grein í Veiðimanninum nr. 19, 1952, að Björn fari rétt með þyngd laxins og annað í frásögninni um Flóðatangalaxinn, en bætir við, að hann hafi veiðzt í svokallaðri Sandskarðalögn í kvísl úr Hvítá, sem nú er þurr, og ennfremur, að Hálfdán bóndi á Flóðatanga hafi veitt laxinn um 1880. [...]Þá hefur Kristján bóndi Fjeldsteð í Ferjukoti það eftir Sigurði Fjelsteð, föður sínum, að Flóðatangalaxinn hafi vegið 120 merkur eða 60 pd. Hvort heldur, að þyngd laxins hafi verið 60, 64, eða 70 pd, þá er Flóðatangalaxinn stærsti lax, sem sögur fara af, að veiðzt hafi hér á landi." Þór greinir næst frá 45 punda laxi sem veiddist árið 1895 í ádrátt í Laxá í Aðaldal frá Nesi, nánar tiltekið í Vitaðsgjafa. Þá segir hann frá öðrum laxi sem fannst dauður í Laxá í Aðaldal á jóladag 1929. „Laxinn var nál. 123 cm að lengd frá trjónu og aftur að sporði eða 132—133 cm, ef sporðlengdinni er bætt við eftir því, er Sigurður telur. Sigurð minnir, að laxinn hafi vegið 36 pd. Lax þessi hefur verið milli 40—49 pd nýrunninn úr sjó, því að gera má ráð fyrir, að hann hafi tapað allt að 30% af þyngd sinni frá því, að hann gekk í ána. Er líklegt, að um hafi verið að ræða einn af fjórum stærstu löxunum, sem á land hafa komið hér." [...] 7 laxar milli 36 og 39 pund „Frásagnir eru til af 7 löxum milli 36 og 39 pd. Skal sagt frá því, sem höfundi er kunnugt um þá. Stærsti laxinn, sem veiðzt hefur í Árnessýslu, vóg 39 pd og fékkst fyrir um 40 árum í lögn, sem kölluð var Víkin og var úti í Ölfusá. Um þetta leyti stunduðu þeir Sigurgeir Arnbjarnarson og Símon Jónsson, bændur á Selfossi, veiðarnar, og er Sigurgeir heimildarmaður minn um þennan lax. [...] „38 1/2 pd lax fékk Kristinn Sveinsson á stöng í Hvítá hjá Iðu í júní 1946. Laxinn var 115 cm á lengd og 70 cm að ummáli. Þann 7. september 1952 veiddi Víglundur Guðmundsson lax, hæng, á stöngí ármótum Brúarár og Hvítár, og vóg hann rúm 37 pund, var 122 cm að lengd og 65 cm að ummáli. Laxinn var 6 vetra gamall, hafði dvalizt 3 vetur í fersku vatni og 3 vetur í sjó og hafði ekki hrygnt. Í Hvítá í Borgarfirði hafa veiðzt tveir 36 pd laxar. Annar veiddist í króknet frá Ferjukoti rétt fyrir 1920. Daniel Fjeldsteð, læknir, vitjaði um netið, sem laxinn var í, ásamt Sigurði bónda Fjeldsteð í Ferjukoti, og hefur Daníel sagt höfundi frá laxinum. Í netinu var einnig 26 pd lax. Hinn laxinn var veiddur á stöng þann 22. ágúst 1930 fyrir neðan Svarthöfða af Jóni J. Blöndal, hagfræðingi, frá Stafholtsey. í Laxá í Þingeyjarsýslu hafa veiðzt tiltölulega flestir stórir laxar miðað við laxafjöldann, sem gengur í ána, og má því óhikað telja hana mestu stórlaxaá landsins. Tveir 36 ¼ pd laxar hafa veiðzt á stöng í henni, annar 1912 af L. S. Fortescue hjá Nesi, en hinn af Jakobi Hafstein þann 10. júlí 1942 í Höfðahyl." 120 sentímetra, takk! Eins og hér kemur fram er Þór upptekinn af löxum sem losa 30 pundin, en stórlaxar sem ná ekki þeirri þyngd eru utan við áhugasvið hans, allavega við greinarskrifin. Sagan geymir frásagnir af fiskum sem eru mun stærri og eigum við ekki að setja okkur nýtt takmark, fyrst að 30 punda fiskarnir eru farnir að skila sér. Takmarkið er 120 sentímetrarnir, eða er ég að biðja um of mikið. Kannski er nærtækara, í ljósi frétta undanfarinna daga, að biðja um kröftugar smálaxagöngur; risunum fjölgar og það er svosum ekkert að því að þeir komist ekki að flugum veiðimanna fyrir smálaxamergð. [email protected]Mynd/OVMynd/LS/Orri Vigfússon Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Undanfarnar tvær vikur hafa nokkrir laxar komið á land sem sannarlega standa undir sæmdarheitinu stórlaxar. Björn Magnússon landaði 110 sentímetra langri hrygnu á veiðistaðnum Spegilflúð 11. júlí, á efra Laxamýrarsvæðinu í Laxá í Aðaldal. Árni Baldursson náði síðan stærsta laxi sem veiðst hefur í Selá í Vopnafirði 22. júlí og danskur veiðimaður landaði síðan 111 sentímetra laxi úr Höfðahyl í Laxá í Aðaldal á þriðjudaginn. Eftir að 110 sentímetra hrygnan kom á land úr Spegilflúð var haft á orði að stærri lax hefði ekki veiðst hér um nokkurra ára skeið; jafnvel áratuga skeið. Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum, sem þekkir sögu laxveiða á Íslandi betur en flestir, kannaði málið og komst að því að það var orðum aukið. „Úr Vatnsdalsá fékk ég þær fréttir að þar hefði veiðst 115 cm. langur lax þann 20. september 2006. Þar er líka til mynd af öðrum laxi – 122 cm. löngum, sem veiddist 1998. Árið þar á undan bókuðu franskir veiðimenn 123 cm. langan lax, sem því miður vantar mynd af. Ég tek þessum leiðréttingum fegins hendi og vonast til að lesendur láti mig vita af fleiri löxum af þessari stærð sem veiðst hafa undanfarna áratugi," skrifaði Þorsteinn í tilefni af fréttinni og bað veiðiáhugamenn um frekari upplýsingar um stórlaxa. Sagan geymir marga stórlaxa Í anda þeirrar óskar Þorsteins er vert að rifja upp skrif Þórs Guðjónssonar, fyrrverandi veiðimálastjóra, í tilefni þess að frægasti lax Íslandssögunnar veiddist árið 1958 við Grímsey. Þau skrif fylla aðeins upp í myndina, þó því fari fjarri að allir þeir fiskar sem Þór nefnir hafi veiðst á stöng. Við gefum Þór orðið en grein hans birtist í Náttúrufræðingnum árið 1958 undir fyrirsögninni Stórir laxar: „Það þykir jafnan tíðindum sæta, þegar veiðast risar meðal dýranna. Veiði stóra laxins við Grímsey 8. apríl síðastliðinn vakti að vonum mikla athygli. Óli Bjarnason, sjómaður í Grímsey, veiddi laxinn í þorskanet, er hann hafði lagt um 400 m vestur af eynni. Laxinn var 132 cm að lengd og vóg 49 pd blóðgaður. Má ætla, að hann hafi verið nær 50 pd með blóðinu. Mesta ummál hans var 72 cm. [...] Eftir veiði Grímseyjarlaxins hefur töluvert verið rætt um stóra laxa og margt rifjazt upp um þá. Skal nú skýrt frá því markverðasta,sem höfundi er kunnugt um stóra laxa, sem veiðzt hafa hér á landi. Risalax veiddist í silunganet í Hvítá í Borgarfirði hjá Flóðatanga á síðustu öld. Menn eru ekki á eitt sáttir um þyngd hans, hvenær hann var veiddur eða af hverjum. í Veiðimanninum nr. 18., 1951, og síðar í bókinni „Að kvöldi dags" 1952, skýrir Björn J. Blöndal, rithöfundur, frá því, að lax, sem talinn var 70 pd, hafi veiðzt í Hvítá frá Flóðatanga í Stafholtstungum. Björn bar sögu þessa undir Þorstein bónda Böðvarsson í Grafardal, sem heyrt hafði hana af vörum sömu manna og Björn. Þorsteinn taldi þyngd laxins hafa verið 65 eða 70 pd, en hélt þó síðari töluna vera réttari. Stefán Ólafsson telur í grein í Veiðimanninum nr. 19, 1952, að Björn fari rétt með þyngd laxins og annað í frásögninni um Flóðatangalaxinn, en bætir við, að hann hafi veiðzt í svokallaðri Sandskarðalögn í kvísl úr Hvítá, sem nú er þurr, og ennfremur, að Hálfdán bóndi á Flóðatanga hafi veitt laxinn um 1880. [...]Þá hefur Kristján bóndi Fjeldsteð í Ferjukoti það eftir Sigurði Fjelsteð, föður sínum, að Flóðatangalaxinn hafi vegið 120 merkur eða 60 pd. Hvort heldur, að þyngd laxins hafi verið 60, 64, eða 70 pd, þá er Flóðatangalaxinn stærsti lax, sem sögur fara af, að veiðzt hafi hér á landi." Þór greinir næst frá 45 punda laxi sem veiddist árið 1895 í ádrátt í Laxá í Aðaldal frá Nesi, nánar tiltekið í Vitaðsgjafa. Þá segir hann frá öðrum laxi sem fannst dauður í Laxá í Aðaldal á jóladag 1929. „Laxinn var nál. 123 cm að lengd frá trjónu og aftur að sporði eða 132—133 cm, ef sporðlengdinni er bætt við eftir því, er Sigurður telur. Sigurð minnir, að laxinn hafi vegið 36 pd. Lax þessi hefur verið milli 40—49 pd nýrunninn úr sjó, því að gera má ráð fyrir, að hann hafi tapað allt að 30% af þyngd sinni frá því, að hann gekk í ána. Er líklegt, að um hafi verið að ræða einn af fjórum stærstu löxunum, sem á land hafa komið hér." [...] 7 laxar milli 36 og 39 pund „Frásagnir eru til af 7 löxum milli 36 og 39 pd. Skal sagt frá því, sem höfundi er kunnugt um þá. Stærsti laxinn, sem veiðzt hefur í Árnessýslu, vóg 39 pd og fékkst fyrir um 40 árum í lögn, sem kölluð var Víkin og var úti í Ölfusá. Um þetta leyti stunduðu þeir Sigurgeir Arnbjarnarson og Símon Jónsson, bændur á Selfossi, veiðarnar, og er Sigurgeir heimildarmaður minn um þennan lax. [...] „38 1/2 pd lax fékk Kristinn Sveinsson á stöng í Hvítá hjá Iðu í júní 1946. Laxinn var 115 cm á lengd og 70 cm að ummáli. Þann 7. september 1952 veiddi Víglundur Guðmundsson lax, hæng, á stöngí ármótum Brúarár og Hvítár, og vóg hann rúm 37 pund, var 122 cm að lengd og 65 cm að ummáli. Laxinn var 6 vetra gamall, hafði dvalizt 3 vetur í fersku vatni og 3 vetur í sjó og hafði ekki hrygnt. Í Hvítá í Borgarfirði hafa veiðzt tveir 36 pd laxar. Annar veiddist í króknet frá Ferjukoti rétt fyrir 1920. Daniel Fjeldsteð, læknir, vitjaði um netið, sem laxinn var í, ásamt Sigurði bónda Fjeldsteð í Ferjukoti, og hefur Daníel sagt höfundi frá laxinum. Í netinu var einnig 26 pd lax. Hinn laxinn var veiddur á stöng þann 22. ágúst 1930 fyrir neðan Svarthöfða af Jóni J. Blöndal, hagfræðingi, frá Stafholtsey. í Laxá í Þingeyjarsýslu hafa veiðzt tiltölulega flestir stórir laxar miðað við laxafjöldann, sem gengur í ána, og má því óhikað telja hana mestu stórlaxaá landsins. Tveir 36 ¼ pd laxar hafa veiðzt á stöng í henni, annar 1912 af L. S. Fortescue hjá Nesi, en hinn af Jakobi Hafstein þann 10. júlí 1942 í Höfðahyl." 120 sentímetra, takk! Eins og hér kemur fram er Þór upptekinn af löxum sem losa 30 pundin, en stórlaxar sem ná ekki þeirri þyngd eru utan við áhugasvið hans, allavega við greinarskrifin. Sagan geymir frásagnir af fiskum sem eru mun stærri og eigum við ekki að setja okkur nýtt takmark, fyrst að 30 punda fiskarnir eru farnir að skila sér. Takmarkið er 120 sentímetrarnir, eða er ég að biðja um of mikið. Kannski er nærtækara, í ljósi frétta undanfarinna daga, að biðja um kröftugar smálaxagöngur; risunum fjölgar og það er svosum ekkert að því að þeir komist ekki að flugum veiðimanna fyrir smálaxamergð. [email protected]Mynd/OVMynd/LS/Orri Vigfússon
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði