Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði 31. júlí 2012 11:21 Guðrún Una með glæsilega bleikju úr Hörgsá. Mynd/Svak.is Á vef Stangaveiðifélags Akureyrar segir frá góðri bleikjuveiði í Hörgá, en í veiðibókina á netinu eru skráðar 211 bleikjur ásamt slatta af urriða/sjóbirtingi og besti tíminn að ganga í garð. Formaður SVAK, Guðrún Una Jónsdóttir (sjá viðtal Veiðivísis fyrr í sumar) fór til veiða í vikunni á svæði 3 ásamt tengdaföður sínum Jóhannesi Sigurjónssyni. Uppskeran var góð eins og segir í fréttinni: "Nú þegar besti bleikjuveiðitíminn er að ganga í garð heyra menn meira og meira um fína bleikjuveiði og voru okkur að berast myndir af glæsilegum bleikjum úr Hörgá […] þau voru ekki lengi að ná sér í 5 flottar bleikjur. Sú stærsta þeirra var rúm 4 pund og önnur tæp 4 pund hinar voru um 2 pundin. Jói sem er duglegur að skreppa í Hörgá talaði um að bleikjurnar væru að koma flottar úr sjó og næstu dagar í Hörgá yrðu líklega mjög skemmtilegir." Nokkrar bleikjur sluppu einnig og talar Guðrún um það í fréttinni að hafa misst eina talsvert stærri en þessa 4 punda, þannig að þessar stóru eru greinilega að láta sjá sig með í aflanum. Lausa daga í Hörgá má finna hér, en til gamans má geta að laust er á nokkrum svæðum þar á meðal svæði 3 um verslunarmannahelgina sem gæti verið spennandi kostur. [email protected] Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Á vef Stangaveiðifélags Akureyrar segir frá góðri bleikjuveiði í Hörgá, en í veiðibókina á netinu eru skráðar 211 bleikjur ásamt slatta af urriða/sjóbirtingi og besti tíminn að ganga í garð. Formaður SVAK, Guðrún Una Jónsdóttir (sjá viðtal Veiðivísis fyrr í sumar) fór til veiða í vikunni á svæði 3 ásamt tengdaföður sínum Jóhannesi Sigurjónssyni. Uppskeran var góð eins og segir í fréttinni: "Nú þegar besti bleikjuveiðitíminn er að ganga í garð heyra menn meira og meira um fína bleikjuveiði og voru okkur að berast myndir af glæsilegum bleikjum úr Hörgá […] þau voru ekki lengi að ná sér í 5 flottar bleikjur. Sú stærsta þeirra var rúm 4 pund og önnur tæp 4 pund hinar voru um 2 pundin. Jói sem er duglegur að skreppa í Hörgá talaði um að bleikjurnar væru að koma flottar úr sjó og næstu dagar í Hörgá yrðu líklega mjög skemmtilegir." Nokkrar bleikjur sluppu einnig og talar Guðrún um það í fréttinni að hafa misst eina talsvert stærri en þessa 4 punda, þannig að þessar stóru eru greinilega að láta sjá sig með í aflanum. Lausa daga í Hörgá má finna hér, en til gamans má geta að laust er á nokkrum svæðum þar á meðal svæði 3 um verslunarmannahelgina sem gæti verið spennandi kostur. [email protected]
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði