Úr ýmsum áttum: Dunká þokkaleg og fín bleikjuveiði í Fljótaá 3. ágúst 2012 16:08 Veiðimaður í Tungufljóti. Mynd / Lax-á Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er sagt frá því að veiði í Dunká og Fáskrúð hafi verið þokkaleg þrátt fyrir þurrkatíð. Hins vegar einkenni mikil tökutregða veiðiskapinn í Laxá í Dölum. "Dunká hefur komið veiðimönnum sérstaklega á óvart, en áin er stórskemmtileg til veiða. Þar höfðu á dögunum verið skráðir 64 laxar til bókar og nokkur holl hafa fengið fulla kvóta," segir í frétt á vef SVFR frá því í gær. "Fáskrúð hafði síðast er við vissum gefið 85 laxa og veiði gengið ágætlega það sem af er. Rólegra er yfir Laxá í Dölum en þó verður að hafa í huga að fram til þessa hefur einvörðungu verið stunduð fluguveiði í Laxá. Til bókar höfðu verið skráðir 102 laxar fyrir skömmu sem er alls ekki góð niðurstaða fyrir þessa fornfrægu veiðiá. Nú fer besti tími Dalaánna í hönd, og vonandi að meiri væta verði í veðurkortunum en í síðasta mánuði. Þá gæti orðið býsna líflegt í laxveiðiánum í Dölum." Ágætt í Stóru Laxá Á vefsíðunni lax-a.is segir að nokkuð líf hafi verið í Tungufljóti undanfarna daga og laxar að koma á land þrátt fyrir mjög litla ástundum. Þá segir að svæði 3 í Stóru Laxá hafi verið að gefa nokkra laxa undanfarna daga og þá sérstaklega Járnhylurinn, Heljarþrem og Katlarnir. Á svæði 4 í Stóru Laxá hafa komið ágæt skot undanfarið. Sex laxar komu á land þar um síðustu helgi á tvær stangir. Það holl hafði þann háttinn á að ganga niður alla ána, en eins og þeir sem þarna hafa komið er landslagið á þessum slóðum bæði hrikalegt og fagurt. "Hróarslækurinn hefur einnig verið að gefa, síðustu menn sem þar voru tóku tvo á síðustu vaktinni og misstu að minnsta kosti einn til viðbótar," segir á vef lax-a.is. "Ekki hefur verið nein mokveiði þar sem af er en er vonandi að glæðast, þetta er þó mun betra en í fyrra." Yfir þúsund bleikjur í Fljótaá Á vefsíðunni veida.is segir að laxveiðin í í Fljótaá hafi fremur lítil það sem af er sumri en það sama sé ekki hægt að segja um bleikjuveiðina. "Vel yfir 1.000 bleikjur hafa veiðst í sumar á stangirnar 4 og hafa margar þeirra verið rígvænar," segir á vef veida.is. "Líklegt má telja að góð bleikjuveiði hafi verið mörgum góð sárabót sem sótt hafa í laxinn í ánni. Fljótaá hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir fína bleikjuveiði og sem dæmi þá veiddust að meðatali um 2.000 bleikjur í ánni á árunum 1974 til 2008." Veida.is greinir ennfremur frá því að lax sé að tínast upp úr Leirá þrátt fyrir erfiðar aðstæður og að rólegt sé búið að vera í Gufuá eins og í flestum ám á Vesturlandi. "Þó eru að reitast upp laxar og ekki síst á neðstu svæðunum en þar gætir sjávarfalla þegar fellur inní ós Hvítár," segir á veida.is. "Veiðimenn sem voru í ánni fyrir helgi sögðu að tölvert væri af laxi neðst í ánni en hann hefði ekki náð að dreifa sér mikið. Leiráin er ein þessara áa sem er mjög viðkvæm við þær veðuraðstæður sem eru í dag, bjart og stillt veður. Þrátt fyrir þessar aðstæður eru að tínast upp laxar í ánni." [email protected] Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er sagt frá því að veiði í Dunká og Fáskrúð hafi verið þokkaleg þrátt fyrir þurrkatíð. Hins vegar einkenni mikil tökutregða veiðiskapinn í Laxá í Dölum. "Dunká hefur komið veiðimönnum sérstaklega á óvart, en áin er stórskemmtileg til veiða. Þar höfðu á dögunum verið skráðir 64 laxar til bókar og nokkur holl hafa fengið fulla kvóta," segir í frétt á vef SVFR frá því í gær. "Fáskrúð hafði síðast er við vissum gefið 85 laxa og veiði gengið ágætlega það sem af er. Rólegra er yfir Laxá í Dölum en þó verður að hafa í huga að fram til þessa hefur einvörðungu verið stunduð fluguveiði í Laxá. Til bókar höfðu verið skráðir 102 laxar fyrir skömmu sem er alls ekki góð niðurstaða fyrir þessa fornfrægu veiðiá. Nú fer besti tími Dalaánna í hönd, og vonandi að meiri væta verði í veðurkortunum en í síðasta mánuði. Þá gæti orðið býsna líflegt í laxveiðiánum í Dölum." Ágætt í Stóru Laxá Á vefsíðunni lax-a.is segir að nokkuð líf hafi verið í Tungufljóti undanfarna daga og laxar að koma á land þrátt fyrir mjög litla ástundum. Þá segir að svæði 3 í Stóru Laxá hafi verið að gefa nokkra laxa undanfarna daga og þá sérstaklega Járnhylurinn, Heljarþrem og Katlarnir. Á svæði 4 í Stóru Laxá hafa komið ágæt skot undanfarið. Sex laxar komu á land þar um síðustu helgi á tvær stangir. Það holl hafði þann háttinn á að ganga niður alla ána, en eins og þeir sem þarna hafa komið er landslagið á þessum slóðum bæði hrikalegt og fagurt. "Hróarslækurinn hefur einnig verið að gefa, síðustu menn sem þar voru tóku tvo á síðustu vaktinni og misstu að minnsta kosti einn til viðbótar," segir á vef lax-a.is. "Ekki hefur verið nein mokveiði þar sem af er en er vonandi að glæðast, þetta er þó mun betra en í fyrra." Yfir þúsund bleikjur í Fljótaá Á vefsíðunni veida.is segir að laxveiðin í í Fljótaá hafi fremur lítil það sem af er sumri en það sama sé ekki hægt að segja um bleikjuveiðina. "Vel yfir 1.000 bleikjur hafa veiðst í sumar á stangirnar 4 og hafa margar þeirra verið rígvænar," segir á vef veida.is. "Líklegt má telja að góð bleikjuveiði hafi verið mörgum góð sárabót sem sótt hafa í laxinn í ánni. Fljótaá hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir fína bleikjuveiði og sem dæmi þá veiddust að meðatali um 2.000 bleikjur í ánni á árunum 1974 til 2008." Veida.is greinir ennfremur frá því að lax sé að tínast upp úr Leirá þrátt fyrir erfiðar aðstæður og að rólegt sé búið að vera í Gufuá eins og í flestum ám á Vesturlandi. "Þó eru að reitast upp laxar og ekki síst á neðstu svæðunum en þar gætir sjávarfalla þegar fellur inní ós Hvítár," segir á veida.is. "Veiðimenn sem voru í ánni fyrir helgi sögðu að tölvert væri af laxi neðst í ánni en hann hefði ekki náð að dreifa sér mikið. Leiráin er ein þessara áa sem er mjög viðkvæm við þær veðuraðstæður sem eru í dag, bjart og stillt veður. Þrátt fyrir þessar aðstæður eru að tínast upp laxar í ánni." [email protected]
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði