Veiðitölur LV: Vikuveiðin 30 laxar í Norðurá! Svavar Hávarðsson skrifar 2. ágúst 2012 11:26 Veiðin í Norðurá nær ekki 1/10 af veiði sömu viku í fyrra. Eystri-Rangá hefur sætaskipti við systurána Ytri-Rangá þessa vikuna á lista Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði sumarsins og er efst með 1.401 lax skráðan í bók í gærkvöldi. Ytri hefur skilað 9 löxum minna í öðru sæti; eða 1.392. Báðar árnar hafa skilað mun betri veiði en á sama tíma í fyrra en þá hafði Eystri-Rangá gefið 1.137 laxa en sú Ytri 1.192. Í ljósi þessara talna er kannski stóra fréttin í veiðitölum LV sú að Norðurá gaf í síðustu viku 30 laxa. Ef veiðitölur fyrir þessa sömu viku í fyrrasumar eru skoðaðar kemur í ljós hvers kyns hrun í veiði er um að ræða í Norðurá þetta sumarið því veiðin í fyrra var 325 laxar þessa sömu daga júlímánaðar. Veiðitölur árin á undan sýna svipaðar tölur; í kringum 300 laxa veiði. Heildartalan í Norðurá er aðeins 715 laxar en í fyrrasumar höfðu veiðst 1.775 laxar þann 3. ágúst. Af öðrum ám er það að frétta að Selá í Vopnafirði hefur gefið 888 laxa sem er prýðileg veiði, þó hún sé ekki í þeim hæðum sem hún var í fyrra. Hofsá í Vopnafirði er líka að gefa góða veiði síðustu viku og þar hafa veiðst 457 laxar. Haffjarðará hefur gefið 775 laxa á stangirnar sex sem gefur 108 laxa viku. Það er áþekk veiði og vikurnar á undan en í síðustu viku veiddust 125 laxar miðað við 113 vikuna þar á undan. Í sömu viku í fyrrasumar hafði Haffjarðará gefið 1.002 laxa og vikuveiðin var tæplega 250 laxar. Þar hefur veiðin því hægt mjög á sér, sem reyndar má segja um flestar ár að Rangánum undanskildum. Breiðdalsá hefur gefið 145 laxa, en fréttir hafa borist um sögulegt vatnsleysi í Breiðdalnum. Í fyrra, en það var metsumar, höfðu veiðst 466 laxar á sama tíma og vikuveiðin var 114 laxar. Áin gaf 44 laxa í vikunni. Laxá í Aðaldal hefur gefið 291 lax en á sama tíma í fyrra voru þeir 512. Blanda hefur gefið 707 laxa en á þeir voru 1.569 3. ágúst í fyrra. Blanda er því ekki á hálfdrættingur á við síðasta sumar. Laxá í Kjós hefur gefið 238 laxa en þeir voru 645 á sama tíma í fyrra. Þar, eins og víðast hvar, er kvíðavænlega lítil veiði og löngu orðið ljóst að sumarið 2012 virðist ætla í sögubækurnar, og það á forsendum sem er engum gleðiefni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og geta áhugasamir sjálfir rýnt í tölurnar á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Eystri-Rangá hefur sætaskipti við systurána Ytri-Rangá þessa vikuna á lista Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði sumarsins og er efst með 1.401 lax skráðan í bók í gærkvöldi. Ytri hefur skilað 9 löxum minna í öðru sæti; eða 1.392. Báðar árnar hafa skilað mun betri veiði en á sama tíma í fyrra en þá hafði Eystri-Rangá gefið 1.137 laxa en sú Ytri 1.192. Í ljósi þessara talna er kannski stóra fréttin í veiðitölum LV sú að Norðurá gaf í síðustu viku 30 laxa. Ef veiðitölur fyrir þessa sömu viku í fyrrasumar eru skoðaðar kemur í ljós hvers kyns hrun í veiði er um að ræða í Norðurá þetta sumarið því veiðin í fyrra var 325 laxar þessa sömu daga júlímánaðar. Veiðitölur árin á undan sýna svipaðar tölur; í kringum 300 laxa veiði. Heildartalan í Norðurá er aðeins 715 laxar en í fyrrasumar höfðu veiðst 1.775 laxar þann 3. ágúst. Af öðrum ám er það að frétta að Selá í Vopnafirði hefur gefið 888 laxa sem er prýðileg veiði, þó hún sé ekki í þeim hæðum sem hún var í fyrra. Hofsá í Vopnafirði er líka að gefa góða veiði síðustu viku og þar hafa veiðst 457 laxar. Haffjarðará hefur gefið 775 laxa á stangirnar sex sem gefur 108 laxa viku. Það er áþekk veiði og vikurnar á undan en í síðustu viku veiddust 125 laxar miðað við 113 vikuna þar á undan. Í sömu viku í fyrrasumar hafði Haffjarðará gefið 1.002 laxa og vikuveiðin var tæplega 250 laxar. Þar hefur veiðin því hægt mjög á sér, sem reyndar má segja um flestar ár að Rangánum undanskildum. Breiðdalsá hefur gefið 145 laxa, en fréttir hafa borist um sögulegt vatnsleysi í Breiðdalnum. Í fyrra, en það var metsumar, höfðu veiðst 466 laxar á sama tíma og vikuveiðin var 114 laxar. Áin gaf 44 laxa í vikunni. Laxá í Aðaldal hefur gefið 291 lax en á sama tíma í fyrra voru þeir 512. Blanda hefur gefið 707 laxa en á þeir voru 1.569 3. ágúst í fyrra. Blanda er því ekki á hálfdrættingur á við síðasta sumar. Laxá í Kjós hefur gefið 238 laxa en þeir voru 645 á sama tíma í fyrra. Þar, eins og víðast hvar, er kvíðavænlega lítil veiði og löngu orðið ljóst að sumarið 2012 virðist ætla í sögubækurnar, og það á forsendum sem er engum gleðiefni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og geta áhugasamir sjálfir rýnt í tölurnar á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is.
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði