Langá á Mýrum: Maðkahollið veiðir vel á fluguna! Svavar Hávarðsson skrifar 24. ágúst 2012 01:00 Lax þreyttur á hinum frábæra veiðistað í Langá, Kattarfossbrún. Mynd/HV Fyrsta hollið í Langá með blandað agn var komið með um 130 laxa veiði síðdegis í gær. það verður að teljast dágott miðað við aðstæður en hollið lýkur ekki veiðum fyrr en á hádegi í dag. Tíðindamaður Veiðivísis segir að mjög mikið vatn sé í Langá og laxinn mjög dreifður í ánni og því reynir á veiðimenn að finna hann. Það eru því í raun ekki kjöraðstæður til maðkveiða en aftur á móti eru kjöraðstæður til fluguveiða! Veiðimenn sem eru nú á bakkanum veiða því bæði á fluguna og maðkinn og una sér vel. Vatn flýtur nú yfir vatnsmiðlunina í Langavatni og því ljóst að gott vatn og súrefnisríkt verður í ánni allt til loka. Þann 27. ágúst lækkar verð fyrir fæði og gistingu í Langárbyrgi ef tveir deila stöng en enn má fá vænleg veiðileyfi á skrifstofu SVFR í Langá í ágúst og september eða á vef SVFR. Rétt er að vekja athygli á að síðustu fjóra daga veiðitímabilsins, 21.-24. september er hægt að kaupa staka daga frá morgni til kvölds án fæðis- og gistingar. Aðeins er veitt á 8 stangir og því mjög rúmt um veiðimenn. Kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér Langá fyrir næsta sumar og klára veiðisumarið í mögnuðum haustlitum á bökkum þessarar skemmtilegu ár. [email protected] Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Fyrsta hollið í Langá með blandað agn var komið með um 130 laxa veiði síðdegis í gær. það verður að teljast dágott miðað við aðstæður en hollið lýkur ekki veiðum fyrr en á hádegi í dag. Tíðindamaður Veiðivísis segir að mjög mikið vatn sé í Langá og laxinn mjög dreifður í ánni og því reynir á veiðimenn að finna hann. Það eru því í raun ekki kjöraðstæður til maðkveiða en aftur á móti eru kjöraðstæður til fluguveiða! Veiðimenn sem eru nú á bakkanum veiða því bæði á fluguna og maðkinn og una sér vel. Vatn flýtur nú yfir vatnsmiðlunina í Langavatni og því ljóst að gott vatn og súrefnisríkt verður í ánni allt til loka. Þann 27. ágúst lækkar verð fyrir fæði og gistingu í Langárbyrgi ef tveir deila stöng en enn má fá vænleg veiðileyfi á skrifstofu SVFR í Langá í ágúst og september eða á vef SVFR. Rétt er að vekja athygli á að síðustu fjóra daga veiðitímabilsins, 21.-24. september er hægt að kaupa staka daga frá morgni til kvölds án fæðis- og gistingar. Aðeins er veitt á 8 stangir og því mjög rúmt um veiðimenn. Kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér Langá fyrir næsta sumar og klára veiðisumarið í mögnuðum haustlitum á bökkum þessarar skemmtilegu ár. [email protected]
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði