Haustgöngurnar að byrja í Stóru-Laxá? 3. september 2012 22:41 Veiðimaður mundar stöngina í Stóru-Laxá. Mynd / Björgólfur Hávarðsson Tuttugu laxar veiddust í Stóru-Laxá í Hreppum í gær. Þetta rýmar ágætlega við þá staðreynd að veiði hefst venjulega ekki fyrir alvöru í Stóru fyrr en í lok ágúst eða jafnvel byrjun september. Haustgöngurnar geta verið ævintýralegar og geta veiðimenn lent í mikilli veislu. Á vef lax-á.is segir að flestum af þeim löxum sem veiddust í gær hafi verið sleppt. Það er enda svo að sleppa á öllum stórlaxi í Stóru-Laxá og einungis má hirða einn smálax á dag. Veiði í Stóru-Laxá hefur verið ótrúlega góð síðustu tvö ár. Í fyrra var heildarveiðin 766 laxar, sem er met. Árið 2010 veiddust 760 laxar. Útlit er fyrir að veiðin verði töluvert minni en þetta í ár enda hafa rétt á þriðja hundrað laxar veiðst í ánni það sem af er sumri. Þessi dræma veiði á reyndar við um fleiri ár eins og veiðimenn vita.[email protected] Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Tuttugu laxar veiddust í Stóru-Laxá í Hreppum í gær. Þetta rýmar ágætlega við þá staðreynd að veiði hefst venjulega ekki fyrir alvöru í Stóru fyrr en í lok ágúst eða jafnvel byrjun september. Haustgöngurnar geta verið ævintýralegar og geta veiðimenn lent í mikilli veislu. Á vef lax-á.is segir að flestum af þeim löxum sem veiddust í gær hafi verið sleppt. Það er enda svo að sleppa á öllum stórlaxi í Stóru-Laxá og einungis má hirða einn smálax á dag. Veiði í Stóru-Laxá hefur verið ótrúlega góð síðustu tvö ár. Í fyrra var heildarveiðin 766 laxar, sem er met. Árið 2010 veiddust 760 laxar. Útlit er fyrir að veiðin verði töluvert minni en þetta í ár enda hafa rétt á þriðja hundrað laxar veiðst í ánni það sem af er sumri. Þessi dræma veiði á reyndar við um fleiri ár eins og veiðimenn vita.[email protected]
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði