Laxar og sjóbirtingar streyma upp úr Tungufljóti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. september 2012 09:15 Bjarnarfoss var gjöfull um helgina. Mynd / Garðar Örn Úlfarsson Holl sem lauk veiðum í Tungufljóti í Skaftárhreppi í gær landaði nítján fiskum, þar af voru sex laxar - sá stærsti 12 pund. Heildarveiðin það sem af er september í Tungufljóti er nú 25 sjóbirtingar og 8 laxar. Af þessum 33 fiskum veiddust nítján um helgina og því ljóst að veiðin er komin vel í gang. Aflinn um helgina dreifðist á nokkra staði. Mest kom úr Bjarnarfossi og Syðri-Hólma, þar sem áðurnefndur tólf punda lax veiddist. Þá veiddist í Björnshyl, Breiðufor og Búrhyl. Þriðjungur af fiskunum var veiddur á spún en tveir þriðju hlutar á flugu. Sterkust reyndist Skottan en einnig fengust fiskar á Skrögg og Rauðan Frances svo dæmi séu nefnd. Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Holl sem lauk veiðum í Tungufljóti í Skaftárhreppi í gær landaði nítján fiskum, þar af voru sex laxar - sá stærsti 12 pund. Heildarveiðin það sem af er september í Tungufljóti er nú 25 sjóbirtingar og 8 laxar. Af þessum 33 fiskum veiddust nítján um helgina og því ljóst að veiðin er komin vel í gang. Aflinn um helgina dreifðist á nokkra staði. Mest kom úr Bjarnarfossi og Syðri-Hólma, þar sem áðurnefndur tólf punda lax veiddist. Þá veiddist í Björnshyl, Breiðufor og Búrhyl. Þriðjungur af fiskunum var veiddur á spún en tveir þriðju hlutar á flugu. Sterkust reyndist Skottan en einnig fengust fiskar á Skrögg og Rauðan Frances svo dæmi séu nefnd.
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði