Vettel vann japanska kappaksturinn en Alonso féll úr leik Birgir Þór Harðarson skrifar 7. október 2012 07:55 Vettel leiddi kappaksturinn af ráslínunni. Kobayashi brást ekki löndum sínum á heimavelli og lauk mótinu í þriðja sæti. Nordicphotos/Afp Sebastian Vettel stýrði Red Bull-bíl sínum örugglega í mark í japanska kappakstrinum á Suzuka-brautinni. Vettel ræsti af ráspól og var í forystu allan tímann. Vettel er nú aðeins fjórum stigum á eftir Fernando Alonso í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Alonso féll úr leik í fyrstu beygju eftir samstuð við Lotus-bíl Kimi Raikkönen. Það var því ljóst frá byrjun að kappaksturinn myndi breyta stöðunni í heimsmeistarakeppninni mikið. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, lauk mótinu í öðru sæti eftir að hafa ekið frábærlega. Miðað við árangur Massa er aldrei að vita hversu vel Alonso hefði gengið að verja sjálfan sig í titilbaráttunni. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn í nærri tvö ár sem Massa stendur á verðlaunapalli. Heimamaðurinn Kamui Kobayashi stal hins vegar senunni og lauk mótinu í síðasta verðlaunasætinu. Það ætlaði allt um koll að keyra í Japan þegar Kobayashi steig upp úr bílnum svo ánægðir voru Japanir með árangur síns manns. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1990 sem Japani stendur á verðlaunapalli í japanska kappakstrinum. Það var Aguri Suzuki gerði það síðast. Verðlaunasætið var ekki auðvelt fyrir Kobayashi að verja því Jenson Button á McLaren-bíl gerði harða atlögu á síðustu hringjunum. Button varð þó að láta sér fjórða sætið nægja. Hinn McLaren-ökuþórinn, Lewis Hamilton, varð fimmti eftir að hafa verið í vandræðum með uppstillingu bílsins. Þrátt fyrir samstuðið við Alonso fyrir fyrstu beygju skilað Kimi Raikkönen Lotus-bíl sínum heim í sjötta sæti á undan Nico Hulkenberg á Force India og Pastor Maldonado á Williams. Mark Webber ók frábærlega til að tryggja sér næst síðasta stigasætið. Hann féll niður í síðasta sætið eftir fyrstu beygju því Romain Grosjean var enn og aftur í ruglinu í ræsingunni og ók á Webber. Grosjean fékk þyngstu refsingu sem í boði er: 10 sekúnta refsingu á viðgerðarsvæðinu. Toro Rosso-ökumaðurinn Daniel Ricciardo frá Ástralíu varð tíundi og hlaut eitt stig fyrir. Michael Schumacher reyndi þó að hrifsa sætið af Ricciardo undir lokin en náði ekki. Fernando Alonso á nú mjög erfitt verkefni fyrir höndum enda er ljóst að Ferrari-bíllinn er ekki sá besti á ráslínunni, sannarlega ekki jafn góður og Red Bull-bíll Vettels. Næsti kappakstur fer fram í Kóreu eftir viku. Yeongam brautin á að henta Ferrari bílnum nokkuð vel og það verður forvitnilegt að sjá hvernig ítalska liðið bregst við. Úrslit mótsins NRÖkumaðurLið / vélHringirTímiBil1Sebastian VettelRed Bull/Renault531:28'56.2422Felipe MassaFerrari533Kamui KobayashiSauber/Ferrari534Jenson ButtonMcLaren/Mercedes535Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes536Kimi RäikkönenLotus/Renault537Nico HülkenbergForce India/Mercedes538Pastor MaldonadoWilliams/Renault539Mark WebberRed Bull/Renault5310Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari5311M.SchumacherMercedes5312Paul Di RestaForce India/Mercedes5313Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari5314Bruno SennaWilliams/Renault5315H.KovalainenCaterham/Renault521 hringur16Timo GlockMarussia/Cosworth521 hringur17Vitaly PetrovCaterham/Renault521 hringur18Pedro de la RosaHRT/Cosworth521 hringur19Romain GrosjeanLotus/Renault51Lauk ekkiCharles PicMarussia/Cosworth37HættiN.KarthikeyanHRT/Cosworth32HættiSergio PérezSauber/Ferrari18SnarsnéristFernando AlonsoFerrari0ÁreksturNico RosbergMercedes0Árekstur Staðan i heimsmeistarakeppni ökuþóraNRÖkumaðurStig1Fernando Alonso1942Sebastian Vettel1903Kimi Räikkönen1574Lewis Hamilton1525Mark Webber1346Jenson Button1317Nico Rosberg938Romain Grosjean829Felipe Massa6910Sergio Pérez6611Kamui Kobayashi5012Paul Di Resta4413M.Schumacher4314Nico Hülkenberg3715Pastor Maldonado3316Bruno Senna2517Jean-Eric Vergne818Daniel Ricciardo719Timo Glock020H.Kovalainen021Vitaly Petrov022J.D'Ambrosio023Charles Pic024N.Karthikeyan025Pedro de la Rosa0 Staðan í heimsmeistarakeppni bílasmiða NRÖkumaðurStig1Red Bull/Renault3242McLaren/Mercedes2833Ferrari2634Lotus/Renault2395Mercedes1366Sauber/Ferrari1167Force India/Mercedes818Williams/Renault589Toro Rosso/Ferrari1510Marussia/Cosworth011Caterham/Renault012HRT/Cosworth0 Formúla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Sebastian Vettel stýrði Red Bull-bíl sínum örugglega í mark í japanska kappakstrinum á Suzuka-brautinni. Vettel ræsti af ráspól og var í forystu allan tímann. Vettel er nú aðeins fjórum stigum á eftir Fernando Alonso í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Alonso féll úr leik í fyrstu beygju eftir samstuð við Lotus-bíl Kimi Raikkönen. Það var því ljóst frá byrjun að kappaksturinn myndi breyta stöðunni í heimsmeistarakeppninni mikið. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, lauk mótinu í öðru sæti eftir að hafa ekið frábærlega. Miðað við árangur Massa er aldrei að vita hversu vel Alonso hefði gengið að verja sjálfan sig í titilbaráttunni. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn í nærri tvö ár sem Massa stendur á verðlaunapalli. Heimamaðurinn Kamui Kobayashi stal hins vegar senunni og lauk mótinu í síðasta verðlaunasætinu. Það ætlaði allt um koll að keyra í Japan þegar Kobayashi steig upp úr bílnum svo ánægðir voru Japanir með árangur síns manns. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1990 sem Japani stendur á verðlaunapalli í japanska kappakstrinum. Það var Aguri Suzuki gerði það síðast. Verðlaunasætið var ekki auðvelt fyrir Kobayashi að verja því Jenson Button á McLaren-bíl gerði harða atlögu á síðustu hringjunum. Button varð þó að láta sér fjórða sætið nægja. Hinn McLaren-ökuþórinn, Lewis Hamilton, varð fimmti eftir að hafa verið í vandræðum með uppstillingu bílsins. Þrátt fyrir samstuðið við Alonso fyrir fyrstu beygju skilað Kimi Raikkönen Lotus-bíl sínum heim í sjötta sæti á undan Nico Hulkenberg á Force India og Pastor Maldonado á Williams. Mark Webber ók frábærlega til að tryggja sér næst síðasta stigasætið. Hann féll niður í síðasta sætið eftir fyrstu beygju því Romain Grosjean var enn og aftur í ruglinu í ræsingunni og ók á Webber. Grosjean fékk þyngstu refsingu sem í boði er: 10 sekúnta refsingu á viðgerðarsvæðinu. Toro Rosso-ökumaðurinn Daniel Ricciardo frá Ástralíu varð tíundi og hlaut eitt stig fyrir. Michael Schumacher reyndi þó að hrifsa sætið af Ricciardo undir lokin en náði ekki. Fernando Alonso á nú mjög erfitt verkefni fyrir höndum enda er ljóst að Ferrari-bíllinn er ekki sá besti á ráslínunni, sannarlega ekki jafn góður og Red Bull-bíll Vettels. Næsti kappakstur fer fram í Kóreu eftir viku. Yeongam brautin á að henta Ferrari bílnum nokkuð vel og það verður forvitnilegt að sjá hvernig ítalska liðið bregst við. Úrslit mótsins NRÖkumaðurLið / vélHringirTímiBil1Sebastian VettelRed Bull/Renault531:28'56.2422Felipe MassaFerrari533Kamui KobayashiSauber/Ferrari534Jenson ButtonMcLaren/Mercedes535Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes536Kimi RäikkönenLotus/Renault537Nico HülkenbergForce India/Mercedes538Pastor MaldonadoWilliams/Renault539Mark WebberRed Bull/Renault5310Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari5311M.SchumacherMercedes5312Paul Di RestaForce India/Mercedes5313Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari5314Bruno SennaWilliams/Renault5315H.KovalainenCaterham/Renault521 hringur16Timo GlockMarussia/Cosworth521 hringur17Vitaly PetrovCaterham/Renault521 hringur18Pedro de la RosaHRT/Cosworth521 hringur19Romain GrosjeanLotus/Renault51Lauk ekkiCharles PicMarussia/Cosworth37HættiN.KarthikeyanHRT/Cosworth32HættiSergio PérezSauber/Ferrari18SnarsnéristFernando AlonsoFerrari0ÁreksturNico RosbergMercedes0Árekstur Staðan i heimsmeistarakeppni ökuþóraNRÖkumaðurStig1Fernando Alonso1942Sebastian Vettel1903Kimi Räikkönen1574Lewis Hamilton1525Mark Webber1346Jenson Button1317Nico Rosberg938Romain Grosjean829Felipe Massa6910Sergio Pérez6611Kamui Kobayashi5012Paul Di Resta4413M.Schumacher4314Nico Hülkenberg3715Pastor Maldonado3316Bruno Senna2517Jean-Eric Vergne818Daniel Ricciardo719Timo Glock020H.Kovalainen021Vitaly Petrov022J.D'Ambrosio023Charles Pic024N.Karthikeyan025Pedro de la Rosa0 Staðan í heimsmeistarakeppni bílasmiða NRÖkumaðurStig1Red Bull/Renault3242McLaren/Mercedes2833Ferrari2634Lotus/Renault2395Mercedes1366Sauber/Ferrari1167Force India/Mercedes818Williams/Renault589Toro Rosso/Ferrari1510Marussia/Cosworth011Caterham/Renault012HRT/Cosworth0
Formúla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira