Fyrirtæki þurfa áreiðanleika á krepputímum Magnús Halldórsson skrifar 8. nóvember 2012 15:11 Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. „Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður. Það þarf að fylgjast með hverju skrefi, og þá sérstaklega hvernig viðskiptavinir eru að upplifa vörur og þjónustu, og hvort sú upplifun sé að breytast," segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi. Grönroos var staddur hér á landi á dögunum, á vegum MBA-námsins við Háskóla Íslands, en hann flutti erindi í Aðalsal Háskóla Íslands auk þess að sinna kennslu við MBA-námið. Grönroos segir að markaðssetning í efnahagssamdrætti sé krefjandi, þar sem krafa um mikinn árangur fyrir lítið fé ráði oftar en ekki för. Mikilvægast sé oft á tíðum, að horfa fyrst og fremst í áreiðanleikann, það er að gæðin í almennri starfsemi fyrirtækja minnki ekki, og að þjónustan sé góð. „Markaðsstarfið verður mun auðveldara ef starfsemin gengur vel." Grönroos segir að markaðssetning og markaðsvinna sé krefjandi um þessar mundir, ekki síst vegna tækniframfara, þ.e. snjallsímavæðingar og samfélagsmiðla. „Markaðsfólk þarf að fylgjast náið með þessari þróun, og þá helst hvernig fólk er að nýta sér þessa tækni og hvernig það getur haft áhrif á upplifun viðskipta af einstaka vörum eða þjónustu. Til dæmis getur orðsporsáhætta verið mikil, vegna þess hve orðrómur er fljótur að breiðast út á meðal viðskipta. Þetta er krefjandi, en til lengri tíma er þetta gott fyrir fyrirtæki, þar sem þau fá mikil viðbrögð frá viðskiptavinum og geta þá tekið tillit til athugasemda þeirra fyrr en ella." Viðtalið við Grönroos má sjá hér, og einnig í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Athugið að viðtalið er á ensku, en það birtist hér ótextað. Klinkið Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. „Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður. Það þarf að fylgjast með hverju skrefi, og þá sérstaklega hvernig viðskiptavinir eru að upplifa vörur og þjónustu, og hvort sú upplifun sé að breytast," segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi. Grönroos var staddur hér á landi á dögunum, á vegum MBA-námsins við Háskóla Íslands, en hann flutti erindi í Aðalsal Háskóla Íslands auk þess að sinna kennslu við MBA-námið. Grönroos segir að markaðssetning í efnahagssamdrætti sé krefjandi, þar sem krafa um mikinn árangur fyrir lítið fé ráði oftar en ekki för. Mikilvægast sé oft á tíðum, að horfa fyrst og fremst í áreiðanleikann, það er að gæðin í almennri starfsemi fyrirtækja minnki ekki, og að þjónustan sé góð. „Markaðsstarfið verður mun auðveldara ef starfsemin gengur vel." Grönroos segir að markaðssetning og markaðsvinna sé krefjandi um þessar mundir, ekki síst vegna tækniframfara, þ.e. snjallsímavæðingar og samfélagsmiðla. „Markaðsfólk þarf að fylgjast náið með þessari þróun, og þá helst hvernig fólk er að nýta sér þessa tækni og hvernig það getur haft áhrif á upplifun viðskipta af einstaka vörum eða þjónustu. Til dæmis getur orðsporsáhætta verið mikil, vegna þess hve orðrómur er fljótur að breiðast út á meðal viðskipta. Þetta er krefjandi, en til lengri tíma er þetta gott fyrir fyrirtæki, þar sem þau fá mikil viðbrögð frá viðskiptavinum og geta þá tekið tillit til athugasemda þeirra fyrr en ella." Viðtalið við Grönroos má sjá hér, og einnig í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Athugið að viðtalið er á ensku, en það birtist hér ótextað.
Klinkið Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira