Erfiður aðskilnaður móður og dóttur á Ströndum Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2012 21:41 Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. Upphaflega stóð til að hún sækti skóla á Hólmavík, sem hefði þýtt að pabbi hennar hefði getað sótt hana á vélsleða um helgar, en sú lausn gekk ekki upp, og var þá leitað til ættingja í Reykjavík. Edda Hafsteinsdóttir lýsti blendnum tilfinningum gagnvart framtíðinni í hreppnum og viðurkenndi að hún væri meyr vegna aðskilnaðarins við einkadótturina. Fram kom að þær mæðgur væru mjög nánar og þær spjölluðu saman minnst 1-2 sinnum á dag á „skype". Dóttirin, Júlíana, hefði samt ekki viljað skipta og taka tíunda bekk í Árneshreppi þar sem núna kynntist hún mun fleiri krökkum og fjölbreyttara félagslífi í Reykjavík. Um tíma voru hún og önnur stúlka einu nemendur Finnbogastaðaskóla. Spurð hvort hún sæi fyrir sér framtíðarbúsetu í Árneshreppi kvaðst hún telja að svo gæti vel verið. „Ef ég finn mér einhvern bóndakarl, þá flyt ég sennilega norður," svaraði Júlíana hlæjandi. Hún sagði að aðskilnaðurinn væri erfiðari fyrir mömmu. „En mér finnst það líka hræðilega erfitt að vera ein." Þetta var seinni þáttur af tveimur um mannlíf í þessu fámennasta og einu afskekktasta sveitarfélagi landsins. Íbúar hreppsins eru fjörutíu í vetur og þeir virðast staðráðnir í að gera sitt til að verja byggðina. Sjónum var meðal annars beint að ferðaþjónustu, en þegar Stöðvar 2-menn heimsóttu Árneshrepp um miðjan októbermánuð, mættu þeir einnig erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum. Margrét Jónsdóttir, sem rekur gistiheimili á Bergistanga ásamt Gunnsteini Gíslasyni, eiginmanni sínum, skýrði frá því að ferðamenn væra að koma í gistingu utan sumartímans og væru alsælir, og skipti þá engu hvernig veðrið væri. Þeir færu jafnan beint i sundlaugina á Krossnesi, sem væri orðin víðfræg. Hótel Djúpavík, sem opnað var fyrir 27 árum, var lengi eina fyrirtækið í ferðaþjónustu í hreppnum en nú grípa fleiri tækifærin sem gefast, þeirra á meðal Arinbjörn Bernharðsson smiður, sem er að byggja upp gistiþjónustu á jörð sinni, Norðurfirði 1. Hjónin á Bergistanga, Margrét og Gunnsteinn, hafa líka fært út kvíarnar. Þau gerðu upp gamla kjötfrystihúsið og breyttu í gistiheimili með 20 kojum og eldunaraðstöðu og voru þokkalega ánægð með aðsóknina í sumar. Árneshreppur Börn og uppeldi Um land allt Tengdar fréttir Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. Upphaflega stóð til að hún sækti skóla á Hólmavík, sem hefði þýtt að pabbi hennar hefði getað sótt hana á vélsleða um helgar, en sú lausn gekk ekki upp, og var þá leitað til ættingja í Reykjavík. Edda Hafsteinsdóttir lýsti blendnum tilfinningum gagnvart framtíðinni í hreppnum og viðurkenndi að hún væri meyr vegna aðskilnaðarins við einkadótturina. Fram kom að þær mæðgur væru mjög nánar og þær spjölluðu saman minnst 1-2 sinnum á dag á „skype". Dóttirin, Júlíana, hefði samt ekki viljað skipta og taka tíunda bekk í Árneshreppi þar sem núna kynntist hún mun fleiri krökkum og fjölbreyttara félagslífi í Reykjavík. Um tíma voru hún og önnur stúlka einu nemendur Finnbogastaðaskóla. Spurð hvort hún sæi fyrir sér framtíðarbúsetu í Árneshreppi kvaðst hún telja að svo gæti vel verið. „Ef ég finn mér einhvern bóndakarl, þá flyt ég sennilega norður," svaraði Júlíana hlæjandi. Hún sagði að aðskilnaðurinn væri erfiðari fyrir mömmu. „En mér finnst það líka hræðilega erfitt að vera ein." Þetta var seinni þáttur af tveimur um mannlíf í þessu fámennasta og einu afskekktasta sveitarfélagi landsins. Íbúar hreppsins eru fjörutíu í vetur og þeir virðast staðráðnir í að gera sitt til að verja byggðina. Sjónum var meðal annars beint að ferðaþjónustu, en þegar Stöðvar 2-menn heimsóttu Árneshrepp um miðjan októbermánuð, mættu þeir einnig erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum. Margrét Jónsdóttir, sem rekur gistiheimili á Bergistanga ásamt Gunnsteini Gíslasyni, eiginmanni sínum, skýrði frá því að ferðamenn væra að koma í gistingu utan sumartímans og væru alsælir, og skipti þá engu hvernig veðrið væri. Þeir færu jafnan beint i sundlaugina á Krossnesi, sem væri orðin víðfræg. Hótel Djúpavík, sem opnað var fyrir 27 árum, var lengi eina fyrirtækið í ferðaþjónustu í hreppnum en nú grípa fleiri tækifærin sem gefast, þeirra á meðal Arinbjörn Bernharðsson smiður, sem er að byggja upp gistiþjónustu á jörð sinni, Norðurfirði 1. Hjónin á Bergistanga, Margrét og Gunnsteinn, hafa líka fært út kvíarnar. Þau gerðu upp gamla kjötfrystihúsið og breyttu í gistiheimili með 20 kojum og eldunaraðstöðu og voru þokkalega ánægð með aðsóknina í sumar.
Árneshreppur Börn og uppeldi Um land allt Tengdar fréttir Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07