Bandaríkjamenn vilja flestir búa við hlið Tim Tebow.
Flestir Bandaríkjamenn myndu kjósa íþróttamanninn Tim Tebow sem nágranna sinn ef marka má nýja könnun sem gerð var í Bandaríkjunum fyrir stuttu. Í öðru sæti var Jolie-Pitt-fjölskyldan.
Um þúsund manns tóku þátt í könnuninni og töldu 11 prósent þeirra að Tim Tebow yrði hinn fullkomni nágranni á meðan 10 prósent vildu helst búa við hlið Angelinu Jolie og Brad Pitt.
Jolie-Pitt fjölskyldan var í öðru sæti.Jennifer Aniston kom svo í þriðja sæti með 9 prósent atkvæða. Þær stjörnur sem fæstir Bandaríkjamenn myndu vilja búa í nágrenni við voru stjörnurnar í Jersey Shore, Charlie Sheen, Lindsay Lohan og Kim Kardashian.