Hefði vanalega tekið dramakast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2012 07:00 Helga Margrét með þjálfaranum Agne Bergvall. Mynd/Hans Uurike Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir byrjaði árið frábærlega með því að bæta Íslandsmet sitt um 93 stig í fyrstu fimmtarþraut sinni á innanhússkeppnistímabilinu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina. Helga Margrét fékk 4.298 stig en gamla metið var 4.205 stig. Helga Margrét tryggði sér metið með því að hlaupa 800 metrana á 2.12,97 mínútum sem er mun hraðari tími en þegar hún setti gamla metið. „Þetta var virkilega gaman. Það voru komin tvö ár síðan að ég setti þetta Íslandsmet þannig að þetta var kærkomið," sagði Helga Margrét sem gat lítið keppt á síðasta tímabili vegna meiðsla. „Þetta er að smella hægt og rólega hjá mér. Ég þarf bara að vera þolinmóð. Þessi meiðsli sem ég hef verið að glíma við setja sitt mark á þessa þraut. Ég hef ekki mikið getað hlaupið grindarhlaup eða stokkið langstökk á æfingum. Þetta eru þær greinar þar sem ég á mest inni í þessari þraut. Ég er samt farin að geta gert þetta allt saman verkjalaust og það er það besta við þetta," segir Helga Margrét en það vakti athygli að hún kom mjög sterk til baka eftir að hafa byrjað illa í 60 metra grindarhlaupinu. „Mesta bætingin hjá mér fyrir þessa þraut var í sjöttu greininni. Ég ákvað fyrir þrautina að sjötta greinin yrði hugarfarið hjá mér. Ég vissi að ég ætti mesti inni þar og það skilaði sér klárlega. Ég fékk áskorun á að finna alltaf eitthvað jákvætt eftir hvert stökk, hvert kast eða hvert hlaup hversu slæmt sem það var. Það var það sem mér fannst hjálpa mér mest," segir Helga og bætir við: „Ég náði mjög slæmum tíma í fyrstu grein og ég hefði vanalega farið í eitthvað dramakast og fundist heimurinn vera að farast. Núna hugsaði ég ekki um það og brosti bara. Maður finnur það núna hversu mikill léttir það er að maður gert ekki gert annað en að taka úrslitunum eins og þau eru," segir Helga en það eru spennandi hlutir fram undan hjá henni. „Eftir tvær vikur fer ég til Hollands eða Austurríkis og keppi þar í fimmtarþraut. Við reiknum þá með að innanhússtímabilinu sé lokið því við ætlum að hætta snemma í ár. Svo byrja ég utanhússtímabilið snemma því við förum til Ástralíu og ég keppni á opna ástralska mótinu í sjöþraut sem fer fram um miðjan apríl. Ég ætla að reyna að ná lágmarki á Ólympíuleikana sem fyrst," segir Helga sem er mjög spennt. „Ég fer fyrst í æfingabúðir í þrjár vikur og enda síðan á því að keppa í sjöþrautinni. Mér líst mjög vel á það plan. Þetta Íslandsmet er gott upphaf að leiðinni að því að ná lágmarkinu til London og það mun gefa mér aukakraft," segir Helga Margrét. Frjálsar íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir byrjaði árið frábærlega með því að bæta Íslandsmet sitt um 93 stig í fyrstu fimmtarþraut sinni á innanhússkeppnistímabilinu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina. Helga Margrét fékk 4.298 stig en gamla metið var 4.205 stig. Helga Margrét tryggði sér metið með því að hlaupa 800 metrana á 2.12,97 mínútum sem er mun hraðari tími en þegar hún setti gamla metið. „Þetta var virkilega gaman. Það voru komin tvö ár síðan að ég setti þetta Íslandsmet þannig að þetta var kærkomið," sagði Helga Margrét sem gat lítið keppt á síðasta tímabili vegna meiðsla. „Þetta er að smella hægt og rólega hjá mér. Ég þarf bara að vera þolinmóð. Þessi meiðsli sem ég hef verið að glíma við setja sitt mark á þessa þraut. Ég hef ekki mikið getað hlaupið grindarhlaup eða stokkið langstökk á æfingum. Þetta eru þær greinar þar sem ég á mest inni í þessari þraut. Ég er samt farin að geta gert þetta allt saman verkjalaust og það er það besta við þetta," segir Helga Margrét en það vakti athygli að hún kom mjög sterk til baka eftir að hafa byrjað illa í 60 metra grindarhlaupinu. „Mesta bætingin hjá mér fyrir þessa þraut var í sjöttu greininni. Ég ákvað fyrir þrautina að sjötta greinin yrði hugarfarið hjá mér. Ég vissi að ég ætti mesti inni þar og það skilaði sér klárlega. Ég fékk áskorun á að finna alltaf eitthvað jákvætt eftir hvert stökk, hvert kast eða hvert hlaup hversu slæmt sem það var. Það var það sem mér fannst hjálpa mér mest," segir Helga og bætir við: „Ég náði mjög slæmum tíma í fyrstu grein og ég hefði vanalega farið í eitthvað dramakast og fundist heimurinn vera að farast. Núna hugsaði ég ekki um það og brosti bara. Maður finnur það núna hversu mikill léttir það er að maður gert ekki gert annað en að taka úrslitunum eins og þau eru," segir Helga en það eru spennandi hlutir fram undan hjá henni. „Eftir tvær vikur fer ég til Hollands eða Austurríkis og keppi þar í fimmtarþraut. Við reiknum þá með að innanhússtímabilinu sé lokið því við ætlum að hætta snemma í ár. Svo byrja ég utanhússtímabilið snemma því við förum til Ástralíu og ég keppni á opna ástralska mótinu í sjöþraut sem fer fram um miðjan apríl. Ég ætla að reyna að ná lágmarki á Ólympíuleikana sem fyrst," segir Helga sem er mjög spennt. „Ég fer fyrst í æfingabúðir í þrjár vikur og enda síðan á því að keppa í sjöþrautinni. Mér líst mjög vel á það plan. Þetta Íslandsmet er gott upphaf að leiðinni að því að ná lágmarkinu til London og það mun gefa mér aukakraft," segir Helga Margrét.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira