Ásgeir, Vigdís og Kristján gátu þetta 1. mars 2012 06:00 Stundum er sagt um stjórnmálamenn og aðra leiðtoga að þeir þekki illa sinn vitjunartíma. Kannski er það rétt. Stundum er líka sagt að þeir kunni öðrum fremur þá list að segja eitt en meina annað. Kannski er það líka rétt. En svo kemur líka fyrir að þeir ákveða að láta gott heita og segja það svo ekki verður um villst. Það gátu forsetar Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir til dæmis á sínum tíma. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, lést á forsetastóli en í nýársávarpi sínu 1. janúar 1968 tilkynnti eftirmaður hans, Ásgeir Ásgeirsson, „svo ekki verði um villst" eins og hann komst að orði, að hann yrði ekki í kjöri við forsetakosningar síðar um árið. Bætti Ásgeir svo við: „Ekki skaltu freista Drottins Guðs þín og þá ekki heldur þjóðar þinnar með þrásetu. En það kalla ég þrásetu að sjá ekki sitt aldursmark. Nýjar kynslóðir vaxa upp en vér sem erum á áttræðisaldri vöxum fram af." Fyrsta dag ársins 1980 tilkynnti Kristján Eldjárn, sem tók við af Ásgeiri Ásgeirssyni tólf árum fyrr, um sín framtíðaráform. Veður voru þá válynd í stjórnmálum. Um leið og Kristján staðfesti það sem flestir þóttust vita, að hann hygðist láta af embætti forseta Íslands, viðurkenndi hann þess vegna að sitthvað hefði mátt vera í fastari skorðum í þjóðlífinu „nú þegar ég tilkynni þetta til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa." Svo sagði Kristján Eldjárn: „En stundarástand getur ekki breytt því sem þegar er fastákveðið. Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Velunnarar Kristjáns skoruðu á hann að skipta um skoðun. Hann hvikaði hvergi. Vigdís Finnbogadóttir varð forseti og sat næstu 16 ár. Í nýársávarpi sínu 1. janúar 1996 tilkynnti Vigdís að hún yrði ekki í kjöri við forsetakosningar um sumarið: „Ég hef við ótal tækifæri fundið til þess að Íslendingar láta sér annt um embætti forseta Íslands. Það er um leið ljóst að það er ekki sjálfgefið hvernig forsetaembætti skuli sinnt og verður ekki. Þar veldur hver á heldur, eins og sjálfsagt er." Við tók Ólafur Ragnar Grímsson, umdeildur, kappsamur, metnaðargjarn og duglegur í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Stundum hefur hann vart getað leynt því að honum hafi í sumu þótt lítt til forvera sinna koma þó að hann bæti við að breytt aldarfar skipti einnig máli. „Þessi gamli siður," sagði Ólafur eitt sinn, „að forsetinn héldi sig bara til hlés og segði helst ekki neitt, nema örfá skipti á ári, hann á kannski ekki við í þessu samfélagi sem við búum við í dag." Allt er í heiminum hverfult. Kannski eiga gamlar dyggðir eins og hógværð, lítillæti og sjálfsgagnrýni ekki heldur við um okkar daga. Veldur hver á heldur, það gildir um samfélög jafnt sem forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt um stjórnmálamenn og aðra leiðtoga að þeir þekki illa sinn vitjunartíma. Kannski er það rétt. Stundum er líka sagt að þeir kunni öðrum fremur þá list að segja eitt en meina annað. Kannski er það líka rétt. En svo kemur líka fyrir að þeir ákveða að láta gott heita og segja það svo ekki verður um villst. Það gátu forsetar Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir til dæmis á sínum tíma. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, lést á forsetastóli en í nýársávarpi sínu 1. janúar 1968 tilkynnti eftirmaður hans, Ásgeir Ásgeirsson, „svo ekki verði um villst" eins og hann komst að orði, að hann yrði ekki í kjöri við forsetakosningar síðar um árið. Bætti Ásgeir svo við: „Ekki skaltu freista Drottins Guðs þín og þá ekki heldur þjóðar þinnar með þrásetu. En það kalla ég þrásetu að sjá ekki sitt aldursmark. Nýjar kynslóðir vaxa upp en vér sem erum á áttræðisaldri vöxum fram af." Fyrsta dag ársins 1980 tilkynnti Kristján Eldjárn, sem tók við af Ásgeiri Ásgeirssyni tólf árum fyrr, um sín framtíðaráform. Veður voru þá válynd í stjórnmálum. Um leið og Kristján staðfesti það sem flestir þóttust vita, að hann hygðist láta af embætti forseta Íslands, viðurkenndi hann þess vegna að sitthvað hefði mátt vera í fastari skorðum í þjóðlífinu „nú þegar ég tilkynni þetta til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa." Svo sagði Kristján Eldjárn: „En stundarástand getur ekki breytt því sem þegar er fastákveðið. Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Velunnarar Kristjáns skoruðu á hann að skipta um skoðun. Hann hvikaði hvergi. Vigdís Finnbogadóttir varð forseti og sat næstu 16 ár. Í nýársávarpi sínu 1. janúar 1996 tilkynnti Vigdís að hún yrði ekki í kjöri við forsetakosningar um sumarið: „Ég hef við ótal tækifæri fundið til þess að Íslendingar láta sér annt um embætti forseta Íslands. Það er um leið ljóst að það er ekki sjálfgefið hvernig forsetaembætti skuli sinnt og verður ekki. Þar veldur hver á heldur, eins og sjálfsagt er." Við tók Ólafur Ragnar Grímsson, umdeildur, kappsamur, metnaðargjarn og duglegur í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Stundum hefur hann vart getað leynt því að honum hafi í sumu þótt lítt til forvera sinna koma þó að hann bæti við að breytt aldarfar skipti einnig máli. „Þessi gamli siður," sagði Ólafur eitt sinn, „að forsetinn héldi sig bara til hlés og segði helst ekki neitt, nema örfá skipti á ári, hann á kannski ekki við í þessu samfélagi sem við búum við í dag." Allt er í heiminum hverfult. Kannski eiga gamlar dyggðir eins og hógværð, lítillæti og sjálfsgagnrýni ekki heldur við um okkar daga. Veldur hver á heldur, það gildir um samfélög jafnt sem forseta.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun