Ekki týpískt þungarokk 4. mars 2012 14:00 Loftur, Ási, Kalli og Indriði eru vel gíraðir fyrir útgáfutónleika plötu sinnar Slaves á Gauk á Stöng í kvöld. Fréttablaðið/Valli „Við erum ekki að spila týpíska þungarokkstónlist, og höfðum því til töluvert breiðari áheyrendahóps," segir Ási Þórðarson, trommuleikari hljómsveitarinnar Muck. Muck gaf frá sér plötuna Slaves nú í febrúar og hefur hún verið að fá góða dóma. Um er að ræða fjórtán laga plötu sem hefur verið í vinnslu í tvö ár. „Við erum búnir að vera að nostra mikið við hana og hún hefur breyst mjög mikið frá því að tökur hófust, Lögin voru upphaflega mun hægari og með allt öðrum áherslum," segir Ási og bætir við að á plötunni sé meðal annars að finna fjögur lög sem voru gefin út á svokölluðu tour demo árið 2009, en í allt öðrum búningi. Hljómsveitin er skipuð fjórum strákum á aldrinum 21 til 23 ára. Karl Torsten Ställborn og Indriði Arnar Ingólfsson annast söng og gítarspil, Loftur Einarsson spilar á bassa og Ási Þórðarson spilar, eins og áður segir, á trommur. Ási segir strákana hlusta mikið á hljómsveitir á borð við Sonic Youth og að það skíni í gegn á plötunni. „Hvort sem fólk heyrir það eða ekki, þá hafa hljómsveitirnar sem maður hlustar á alltaf áhrif á tónlistina sem maður gerir," segir Ási. Nóg er fram undan hjá hljómsveitinni. Útgáfutónleikar plötunnar Slave verða í kvöld á Gauk á Stöng og í framhaldinu er fjöldi tónleika og jafnvel lítill Íslandstúr í maí með dönsku hljómsveitinni Hexis. „Við viljum bara spila eins mikið og við getum, það er það eina sem við viljum gera," segir Ási að lokum. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum ekki að spila týpíska þungarokkstónlist, og höfðum því til töluvert breiðari áheyrendahóps," segir Ási Þórðarson, trommuleikari hljómsveitarinnar Muck. Muck gaf frá sér plötuna Slaves nú í febrúar og hefur hún verið að fá góða dóma. Um er að ræða fjórtán laga plötu sem hefur verið í vinnslu í tvö ár. „Við erum búnir að vera að nostra mikið við hana og hún hefur breyst mjög mikið frá því að tökur hófust, Lögin voru upphaflega mun hægari og með allt öðrum áherslum," segir Ási og bætir við að á plötunni sé meðal annars að finna fjögur lög sem voru gefin út á svokölluðu tour demo árið 2009, en í allt öðrum búningi. Hljómsveitin er skipuð fjórum strákum á aldrinum 21 til 23 ára. Karl Torsten Ställborn og Indriði Arnar Ingólfsson annast söng og gítarspil, Loftur Einarsson spilar á bassa og Ási Þórðarson spilar, eins og áður segir, á trommur. Ási segir strákana hlusta mikið á hljómsveitir á borð við Sonic Youth og að það skíni í gegn á plötunni. „Hvort sem fólk heyrir það eða ekki, þá hafa hljómsveitirnar sem maður hlustar á alltaf áhrif á tónlistina sem maður gerir," segir Ási. Nóg er fram undan hjá hljómsveitinni. Útgáfutónleikar plötunnar Slave verða í kvöld á Gauk á Stöng og í framhaldinu er fjöldi tónleika og jafnvel lítill Íslandstúr í maí með dönsku hljómsveitinni Hexis. „Við viljum bara spila eins mikið og við getum, það er það eina sem við viljum gera," segir Ási að lokum.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira