Una segir að tónleikahald sé góð byrjun á árinu.
„Við ætlum að halda partí. Þetta er í annað sinn sem við höldum nýárstónleika í Bæjarbíó. Það var mjög gaman í fyrra og ég held það verði ennþá meira gaman í ár.“
Tumi Torfason bróðir Unu er í hljómsveit hennar. Hann segir tilfinninguna að upplifa miklar vinsældir súrrealíska. Hann segist hafa upplifað mörg súrrealísk augnablik undanfarið, eins og að standa fyrir framan troðfullan Arnarhól.
Ekki átakalaust að semja
Una kveðst full af þakklæti í hvert skipti sem hún horfir yfir fullan sal. Það sé gjöf í hvert skipti.
Þá segir hún ekki alveg átakalaust að semja tónlist.
„Maður þarf svolítið að hafa fyrir þessu stundum, og oftast er þetta þolinmæðisvinna finnst mér, maður þarf að nenna sitja við. En alltaf gaman og ótrúlega gefandi,“ segir Una Torfa.