Samstarf Bigga og John Grant vindur upp á sig 5. mars 2012 12:30 „Við erum að vinna í plötunni hans. Þetta er búið að vera mjög gaman," segir Biggi Veira. Upptökur á nýjustu plötu bandaríska tónlistarmannsins John Grant hafa farið fram að undanförnu hér á landi og er útgáfa fyrirhuguð í haust. Biggi Veira úr GusGus hefur verið Grant til halds og trausts, bæði sem upptökustjóri og meðhöfundur laganna. „Við náum vel saman. Við erum fæddir á svipuðum tíma og erum á svipuðum slóðum í tónlistinni," segir Biggi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra kynntust þeir þegar Grant spilaði á Iceland Airwaves síðasta haust. Grant er mikill aðdáandi GusGus og óskaði eftir fundi með Bigga, sem var hið minnsta mál. Þeir ákváðu að hittast aftur í janúar og ætlaði Biggi að hjálpa honum eitthvað með plötuna. „Við unnum fimm lög og upp frá því var hann afskaplega ánægður," segir Biggi. Síðan þá hefur samstarfið undið upp á sig. Í staðinn fyrir að klára plötuna í Texas ákvað Grant að halda upptökunum áfram hér á landi með Bigga. Hann verður búsettur á Íslandi fram á sumar en tónleikar með honum verða í Háskólabíói 19. júlí þar sem afrakstur samstarfsins verður vafalítið frumfluttur. Þessi nýja plata fylgir í kjölfar Queen of Denmark sem fékk góða dóma og var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Margir bíða hennar því með mikilli eftirvæntingu. Grant sagði í nýlegu viðtali við BBC að hann og Biggi hafi smollið saman enda báðir hrifnir af tónlist hvors annars. [email protected] Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum að vinna í plötunni hans. Þetta er búið að vera mjög gaman," segir Biggi Veira. Upptökur á nýjustu plötu bandaríska tónlistarmannsins John Grant hafa farið fram að undanförnu hér á landi og er útgáfa fyrirhuguð í haust. Biggi Veira úr GusGus hefur verið Grant til halds og trausts, bæði sem upptökustjóri og meðhöfundur laganna. „Við náum vel saman. Við erum fæddir á svipuðum tíma og erum á svipuðum slóðum í tónlistinni," segir Biggi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra kynntust þeir þegar Grant spilaði á Iceland Airwaves síðasta haust. Grant er mikill aðdáandi GusGus og óskaði eftir fundi með Bigga, sem var hið minnsta mál. Þeir ákváðu að hittast aftur í janúar og ætlaði Biggi að hjálpa honum eitthvað með plötuna. „Við unnum fimm lög og upp frá því var hann afskaplega ánægður," segir Biggi. Síðan þá hefur samstarfið undið upp á sig. Í staðinn fyrir að klára plötuna í Texas ákvað Grant að halda upptökunum áfram hér á landi með Bigga. Hann verður búsettur á Íslandi fram á sumar en tónleikar með honum verða í Háskólabíói 19. júlí þar sem afrakstur samstarfsins verður vafalítið frumfluttur. Þessi nýja plata fylgir í kjölfar Queen of Denmark sem fékk góða dóma og var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Margir bíða hennar því með mikilli eftirvæntingu. Grant sagði í nýlegu viðtali við BBC að hann og Biggi hafi smollið saman enda báðir hrifnir af tónlist hvors annars. [email protected]
Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira