Þagnarmúrinn rofinn Ólína Þorvarðardóttir skrifar 16. mars 2012 06:00 Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna. Sem fyrsti flutningsmaður málsins fagna ég niðurstöðunni og tel að hér sé á ferðinni mikil réttarbót fyrir íslenskan almenning þar sem bein frumkvæðisskylda stjórnvalda varðandi upplýsingagjöf hefur ekki verið innleidd í íslenska löggjöf áður. Frumvarp þetta var fyrst lagt fram á síðasta ári, í kjölfar þess að upp komst um mikla díoxíðmengun frá nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landsbyggðinni. Kom í ljós að búfjárafurðir í námunda við sorpeyðingarstöðina Funa í Skutulsfirði voru díoxíðmengaðar, og að opinberir eftirlitsaðilar höfðu haft vitneskju um að díoxíðmengun frá Funa hafði verið tugfalt yfir viðmiðunarmörkum um langt skeið. Opinberir eftirlitsaðilar, sveitarfélagið og umhverfisyfirvöld sættu harðri gagnrýni fyrir viðbragðsleysi og upplýsingaskort, enda hafði almenningi ekki verið gerð grein fyrir menguninni fyrr en Mjólkursamsalan fann díoxíðmengun í mjólk kúa frá bænum Engidal og málið komst í hámæli. Skömmu síðar kom í ljós að sorpeyðingarstöðin á Kirkjubæjarklaustri – sem stendur á skólalóð sveitarfélagsins – hafði um allnokkurt skeið valdið díoxíðmengun sem var hundraðfalt yfir mörkum, án þess að foreldrar skólabarnanna sem léku sér í námunda hefðu um það nokkra vitneskju. Þá reyndust stöðvarnar í Vestmannaeyjum og á Húsavík hafa losað mikið díoxíðmagn umfram viðmiðunarmörk. Frá því þetta frumvarp leit fyrst dagsins ljós, á vordögum 2011, hafa ýmsir þeir atburðir orðið sem sanna enn frekar þörfina fyrir lagabreytingu af þessu tagi. Ég læt nægja að nefna tvennt: Kadmíum-mengaðan áburð sem dreift var á tún þrátt fyrir vitneskju opinberra eftirlitsaðila um innihaldið, og iðnaðarsalt í matvælum sem árum saman var látið viðgangast með þegjandi samþykki hins opinbera. Nú er þessum þagnarkafla vonandi lokið. Hér eftir þurfa stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar ekki að velkjast í vafa um það hvort þeim beri að upplýsa almenning um það þegar losun mengandi efna skapar hættu fyrir heilsu manna eða dýra. Hér eftir má ljóst vera að almenningur á rétt á því að varðveita lífsgæði sín og heilsu og taka ákvarðanir um búsetu og athafnir á grundvelli upplýsinga. Það er hins vegar sorglegt að verða vitni að því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli hafa lagst gegn þessari breytingu og reynt allt fram á síðustu stundu að bregða fæti fyrir frumvarpið. Það segir þó meira en mörg orð um hvaða augum sömu þingmenn líta almannahagsmuni andspænis þrengri hagsmunum rekstraraðila mengandi starfsemi – að ekki sé minnst á afstöðuna til hlutverks opinberrar stjórnsýslu. En lagabreytingin er orðin þrátt fyrir andstöðu sterkra afla. Nú er ljóst að opinberir aðilar mega ekki lengur þegja yfir því sem þeir vita þegar heilsa almennings og lífsgæði eru í húfi. Það er vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Sjá meira
Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna. Sem fyrsti flutningsmaður málsins fagna ég niðurstöðunni og tel að hér sé á ferðinni mikil réttarbót fyrir íslenskan almenning þar sem bein frumkvæðisskylda stjórnvalda varðandi upplýsingagjöf hefur ekki verið innleidd í íslenska löggjöf áður. Frumvarp þetta var fyrst lagt fram á síðasta ári, í kjölfar þess að upp komst um mikla díoxíðmengun frá nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landsbyggðinni. Kom í ljós að búfjárafurðir í námunda við sorpeyðingarstöðina Funa í Skutulsfirði voru díoxíðmengaðar, og að opinberir eftirlitsaðilar höfðu haft vitneskju um að díoxíðmengun frá Funa hafði verið tugfalt yfir viðmiðunarmörkum um langt skeið. Opinberir eftirlitsaðilar, sveitarfélagið og umhverfisyfirvöld sættu harðri gagnrýni fyrir viðbragðsleysi og upplýsingaskort, enda hafði almenningi ekki verið gerð grein fyrir menguninni fyrr en Mjólkursamsalan fann díoxíðmengun í mjólk kúa frá bænum Engidal og málið komst í hámæli. Skömmu síðar kom í ljós að sorpeyðingarstöðin á Kirkjubæjarklaustri – sem stendur á skólalóð sveitarfélagsins – hafði um allnokkurt skeið valdið díoxíðmengun sem var hundraðfalt yfir mörkum, án þess að foreldrar skólabarnanna sem léku sér í námunda hefðu um það nokkra vitneskju. Þá reyndust stöðvarnar í Vestmannaeyjum og á Húsavík hafa losað mikið díoxíðmagn umfram viðmiðunarmörk. Frá því þetta frumvarp leit fyrst dagsins ljós, á vordögum 2011, hafa ýmsir þeir atburðir orðið sem sanna enn frekar þörfina fyrir lagabreytingu af þessu tagi. Ég læt nægja að nefna tvennt: Kadmíum-mengaðan áburð sem dreift var á tún þrátt fyrir vitneskju opinberra eftirlitsaðila um innihaldið, og iðnaðarsalt í matvælum sem árum saman var látið viðgangast með þegjandi samþykki hins opinbera. Nú er þessum þagnarkafla vonandi lokið. Hér eftir þurfa stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar ekki að velkjast í vafa um það hvort þeim beri að upplýsa almenning um það þegar losun mengandi efna skapar hættu fyrir heilsu manna eða dýra. Hér eftir má ljóst vera að almenningur á rétt á því að varðveita lífsgæði sín og heilsu og taka ákvarðanir um búsetu og athafnir á grundvelli upplýsinga. Það er hins vegar sorglegt að verða vitni að því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli hafa lagst gegn þessari breytingu og reynt allt fram á síðustu stundu að bregða fæti fyrir frumvarpið. Það segir þó meira en mörg orð um hvaða augum sömu þingmenn líta almannahagsmuni andspænis þrengri hagsmunum rekstraraðila mengandi starfsemi – að ekki sé minnst á afstöðuna til hlutverks opinberrar stjórnsýslu. En lagabreytingin er orðin þrátt fyrir andstöðu sterkra afla. Nú er ljóst að opinberir aðilar mega ekki lengur þegja yfir því sem þeir vita þegar heilsa almennings og lífsgæði eru í húfi. Það er vel.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun