Geir Ólafs í júdóið | Bjarni bronsmaður segir hann vera öflugan Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. mars 2012 07:00 Tekið á bronsmanninum Geir er undir öruggri handleiðslu Bjarna Friðrikssonar hjá Júdófélagi Reykjavíkur. Geir reynir hér að taka bronsmanninn niður. fréttablaðið/hag Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er marghamur maður. Hann hefur nú skipt jakkafötunum út fyrir júdóbúning og mun glíma á Íslandsmótinu í júdó um næstu helgi. Hann æfir undir handleiðslu bronsmannsins frá ÓL í Los Angeles, Bjarna Friðrikssonar, sem segir Geir vera öflugan júdókappa sem kveinki sér ekki. „Ég hef verið í júdó frá því ég var ungur drengur. Fyrsti maðurinn sem ég glímdi við var Thor Vilhjálmsson," sagði söngvarinn geðþekki og nú júdókappinn Geir Ólafsson. Geir mun taka þátt í Íslandsmótinu í júdó í fyrsta skipti um næstu helgi. Það eru nokkur afföll meðal bestu júdómanna landsins en mest munar þó um að besti júdómaður landsins, Þormóður Árni Jónsson, mun ekki geta keppt vegna meiðsla. Ný andlit fá því tækifæri til þess að láta ljós sitt skína og Geir er á meðal þeirra manna en hann mun taka þátt í mínus 73 kílógramma flokki. „Ég hef tekið júdóið mjög föstum tökum síðustu misseri og æft grimmt síðustu sjö mánuði. Í kjölfarið hef ég ákveðið að mæta á Íslandsmótið en það verður fyrsta júdómót sem ég tek þátt í," sagði Geir glaðbeittur. „Ég verð samt að viðurkenna að þó svo ég æfi mikið þá hef ég ekki tekið mataræðið nógu föstum tökum. Ég hef aldrei haft áhyggjur af því hvað ég sé að borða." Söngvarinn síkáti mætir fullur sjálfstrausts til leiks og ætlar að selja sig dýrt. „Maður stefnir alltaf á að vinna en fyrst og fremst ætla ég að standa í lappirnir og gera mitt besta. Ég ætla að nýta þá tækni og þekkingu sem ég hef öðlast til þess að gera mitt besta. Ég veit að andstæðingarnir eru gríðarlega erfiðir. Ég mæti þeim með virðingu og vinsemd en mun berjast við þá að því ég best get." Geir segist vera mjög spenntur fyrir mótinu og hlakki til að taka þátt í mótinu. „Júdó er göfugmennaíþrótt sem gaman er að stunda. Þetta getur því ekki orðið annað en gaman," sagði Geir en getur hann eitthvað? „Það kemur í ljós á mótinu." Það er óhætt að segja að Geir sé að fá góða þjálfun en þjálfarinn hans er enginn annar en bronsmaðurinn frá Ólympíuleikunum í Los Angeles, Bjarni Friðriksson. „Geir er flottur glímumaður og mjög öflugur. Hann er líklega ekki að fara að keppa um Íslandsmeistaratitilinn enda búinn að æfa stutt en hann er mjög öflugur," sagði Bjarni um skjólstæðinginn Geir sem hann segir vera til fyrirmyndar. „Geir missir aldrei af æfingu og kveinkar sér aldrei. Það er mikill kostur. Hann lenti einu sinni í því að meiða sig en það stoppaði hann ekki. Ég varð svo að reyna að stoppa hann því hann neitaði að hætta. Honum finnst þetta svo gaman," sagði Bjarni ánægður með sinn mann. Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er marghamur maður. Hann hefur nú skipt jakkafötunum út fyrir júdóbúning og mun glíma á Íslandsmótinu í júdó um næstu helgi. Hann æfir undir handleiðslu bronsmannsins frá ÓL í Los Angeles, Bjarna Friðrikssonar, sem segir Geir vera öflugan júdókappa sem kveinki sér ekki. „Ég hef verið í júdó frá því ég var ungur drengur. Fyrsti maðurinn sem ég glímdi við var Thor Vilhjálmsson," sagði söngvarinn geðþekki og nú júdókappinn Geir Ólafsson. Geir mun taka þátt í Íslandsmótinu í júdó í fyrsta skipti um næstu helgi. Það eru nokkur afföll meðal bestu júdómanna landsins en mest munar þó um að besti júdómaður landsins, Þormóður Árni Jónsson, mun ekki geta keppt vegna meiðsla. Ný andlit fá því tækifæri til þess að láta ljós sitt skína og Geir er á meðal þeirra manna en hann mun taka þátt í mínus 73 kílógramma flokki. „Ég hef tekið júdóið mjög föstum tökum síðustu misseri og æft grimmt síðustu sjö mánuði. Í kjölfarið hef ég ákveðið að mæta á Íslandsmótið en það verður fyrsta júdómót sem ég tek þátt í," sagði Geir glaðbeittur. „Ég verð samt að viðurkenna að þó svo ég æfi mikið þá hef ég ekki tekið mataræðið nógu föstum tökum. Ég hef aldrei haft áhyggjur af því hvað ég sé að borða." Söngvarinn síkáti mætir fullur sjálfstrausts til leiks og ætlar að selja sig dýrt. „Maður stefnir alltaf á að vinna en fyrst og fremst ætla ég að standa í lappirnir og gera mitt besta. Ég ætla að nýta þá tækni og þekkingu sem ég hef öðlast til þess að gera mitt besta. Ég veit að andstæðingarnir eru gríðarlega erfiðir. Ég mæti þeim með virðingu og vinsemd en mun berjast við þá að því ég best get." Geir segist vera mjög spenntur fyrir mótinu og hlakki til að taka þátt í mótinu. „Júdó er göfugmennaíþrótt sem gaman er að stunda. Þetta getur því ekki orðið annað en gaman," sagði Geir en getur hann eitthvað? „Það kemur í ljós á mótinu." Það er óhætt að segja að Geir sé að fá góða þjálfun en þjálfarinn hans er enginn annar en bronsmaðurinn frá Ólympíuleikunum í Los Angeles, Bjarni Friðriksson. „Geir er flottur glímumaður og mjög öflugur. Hann er líklega ekki að fara að keppa um Íslandsmeistaratitilinn enda búinn að æfa stutt en hann er mjög öflugur," sagði Bjarni um skjólstæðinginn Geir sem hann segir vera til fyrirmyndar. „Geir missir aldrei af æfingu og kveinkar sér aldrei. Það er mikill kostur. Hann lenti einu sinni í því að meiða sig en það stoppaði hann ekki. Ég varð svo að reyna að stoppa hann því hann neitaði að hætta. Honum finnst þetta svo gaman," sagði Bjarni ánægður með sinn mann.
Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira