Hátíð sem eflir íslenska hönnun 23. mars 2012 13:00 Fjöldi hönnuða tekur þátt í sýningum og uppákomum á HönnunarMars sem endurspegla hönnun í breiðum skilningi hugtaksins. „Hönnunarmiðstöð var sett á laggirnar vorið 2008 og það var strax á dagskrá hjá okkur að standa fyrir svona dögum. Og þrátt fyrir hrunið haustið 2008 þá stóðum við fyrir hinum fyrsta Hönnunarmars 2009," segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Við erum mjög ánægð með hversu mikið hátíðin hefur eflst ár frá ári. Ég myndi segja að hún hafi gert íslensku hönnunarsamfélagi gott og að við höfum náð upp mikilli umræðu um íslenska hönnun sem er eitt markmið hátíðarinnar. Við viljum meðal annars vekja athygli almennings, ráðamanna og fjölmiðla á hönnun og hvað hönnun er. Okkar hönnunarsaga er stutt og við höfum ekki jafn sterkan þekkingarbakgrunn eins og til dæmis Danir. Hönnun er ákveðin aðferðafræði og getur verið tæki til breytinga, því viljum við gjarnan koma á framfæri." Halla segir hönnunarsamfélagið hafa náð að nærast og nýta sér hátíðina sér til framdráttar. „Við finnum líka að með hverju árinu verður hátíðin þekktari og auðveldara að koma henni á framfæri til dæmis í fjölmiðlum." Þátttakendur í hátíðinni koma úr öllum stéttum hönnuða; fatahönnuðir, skartgripahönnuðir, arkitektar og iðnhönnuðir eiga allir sína fulltrúa á sýningum og uppákomum hátíðarinnar. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað sem er mjög ánægjulegt," segir Halla. Upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hennar honnunarmars.is. Bækling með upplýsingum um dagskrána er að finna á sýningarstöðum og í verslunum 10-11 og svo er hægt að hlaða niður appi hjá Símanum með upplýsingum um dagskrána. [email protected] HönnunarMars Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Fjöldi hönnuða tekur þátt í sýningum og uppákomum á HönnunarMars sem endurspegla hönnun í breiðum skilningi hugtaksins. „Hönnunarmiðstöð var sett á laggirnar vorið 2008 og það var strax á dagskrá hjá okkur að standa fyrir svona dögum. Og þrátt fyrir hrunið haustið 2008 þá stóðum við fyrir hinum fyrsta Hönnunarmars 2009," segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Við erum mjög ánægð með hversu mikið hátíðin hefur eflst ár frá ári. Ég myndi segja að hún hafi gert íslensku hönnunarsamfélagi gott og að við höfum náð upp mikilli umræðu um íslenska hönnun sem er eitt markmið hátíðarinnar. Við viljum meðal annars vekja athygli almennings, ráðamanna og fjölmiðla á hönnun og hvað hönnun er. Okkar hönnunarsaga er stutt og við höfum ekki jafn sterkan þekkingarbakgrunn eins og til dæmis Danir. Hönnun er ákveðin aðferðafræði og getur verið tæki til breytinga, því viljum við gjarnan koma á framfæri." Halla segir hönnunarsamfélagið hafa náð að nærast og nýta sér hátíðina sér til framdráttar. „Við finnum líka að með hverju árinu verður hátíðin þekktari og auðveldara að koma henni á framfæri til dæmis í fjölmiðlum." Þátttakendur í hátíðinni koma úr öllum stéttum hönnuða; fatahönnuðir, skartgripahönnuðir, arkitektar og iðnhönnuðir eiga allir sína fulltrúa á sýningum og uppákomum hátíðarinnar. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað sem er mjög ánægjulegt," segir Halla. Upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hennar honnunarmars.is. Bækling með upplýsingum um dagskrána er að finna á sýningarstöðum og í verslunum 10-11 og svo er hægt að hlaða niður appi hjá Símanum með upplýsingum um dagskrána. [email protected]
HönnunarMars Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira